Tal getur dreift kórónuveirunni jafn mikið og hósti
PressanÖrsmáar agnir af kórónuveirunni, sem berast frá vitum okkar þegar við tölum, geta svifið í loftinu mun lengur en stórar agnir eða dropar sem koma frá okkur þegar við hóstum. Það getur því verið jafn smitandi að einhver, sem er smitaður af veirunni, tali við annað fólk og að viðkomandi hósti. Þetta eru niðurstöður nýrrar Lesa meira
Milljónamæringur tróðst fram fyrir í bólusetningarröðinni – Er að verða honum dýrkeypt
PressanKanadíski milljónamæringurinn Rodney Baker og eiginkona hans, Ekaterina, voru nýlega sektuð um 2.300 kanadíska dollara fyrir brot gegn lýðheilsureglum. Þau flugu til afskekkts þorps til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þau tróðu sér þar fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að fá bólusetningu. The Guardian segir að hjónin hafi leigt sér flugvél til að flytja þau til Beaver Creek, sem Lesa meira
Umdeild samsæriskenning um kórónuveiruna hefur fengið 1,5 milljarða áhorf – Krefjast rannsóknar
PressanSamsæriskenning um að kórónuveiran, sem veldur heimsfaraldri þessi misserin, eigi upptök sín á tilraunastofu í Bandaríkjunum hefur farið á mikið flug í Kína og fjalla þarlendir fjölmiðlar um hana. Ríkisfjölmiðlar hafa til dæmis skýrt frá ýmsum smáatriðum í tengslum við kenninguna. Fort Detrick Fort Detrick er eitt af því sem þeir hafa fjallað um. Fort Detrick er herstöð sem tímaritið Politico sagði vera Lesa meira
Loka þýsku sjúkrahúsi – 99 starfsmenn smitaðir af kórónuveirunni
PressanHræðslan við stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, B117 afbrigðið sem stundum er nefnt breska afbrigðið, veldur því að búið er að loka Klinikum Bayreuth í suðurhluta Þýskalands. 99 af 3.300 starfsmönnum sjúkrahússins hafa greinst með kórónuveiruna og því hefur verið gripið til harðra aðgerða. Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að aðeins sé tekið við sjúklingum í bráðatilfellum og að búið sé að aflýsa Lesa meira
Segir að mörg ár muni líða þar til hversdagslífið verður eðlilegt
PressanEnskt afbrigði, suður-afrískt, brasilískt, rúmenskt og svo mætti lengi telja upp hin ýmsu afbrigði kórónuveirunnar sem herjar á heiminn. Öll þessi afbrigði og umfang faraldursins gera að verkum að það er erfitt að sjá ljósið fyrir enda ganganna en væntanlega rofar til um síðir og lífið færist í eðlilegt horf, svona eins og það var Lesa meira
Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni til viðbótar
PressanÞetta verður verra, áður en það verður betra sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gær þegar hann ræddi um kórónuveirufaraldurinn við fréttamenn. Hann skýrði frá því að stjórnvöld hefðu samið um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni til viðbótar við það sem áður hafði verið samið um kaup á. Með þessu á að vera hægt Lesa meira
Ný sænsk rannsókn bendir á nýjan áhættuþátt varðandi kórónuveirusmit
PressanFlestir þeir sem hafa drukkið áfengi og orðið ölvaðir vita eflaust að þegar ástandið er orðið þannig þá getur verið erfitt að virða fjarlægðarmörk og annað tengt þeim sóttvarnaaðgerðum sem flestir reyna að fylgja nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En samkvæmt niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar þá er áfengi einnig bandamaður kórónuveirunnar inni í líkama fólks. „Niðurstöðurnar eru Lesa meira
Segja að sterkar sannanir séu komnar fram um áhrif bóluefnanna gegn kórónuveirunni
PressanDanskir vísindamenn segja að tölur sem hafa borist frá Ísrael að undanförnu sé mjög jákvæðar og sýni vel að bóluefnin gegn kórónuveirunni séu að virka mjög vel. Tölurnar sýna að fólk, yfir sextugu, veiktist miklu síður af veirunni og varð minna veikt ef það hafði verið bólusett en þeir sem ekki höfðu verið bólusettir. Áhrifanna Lesa meira
Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það
PressanAnthony Fauci, fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, segir að samband hans og Donald Trump, fyrrum forseta, hafi í vaskinn strax í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þá þurftu þeir að eiga í miklum samskiptum. Í þrjú ár vissi Trump varla hver Fauci var en það gjörbreyttist þegar heimsfaraldurinn skall á. Þetta kemur fram í viðtali The New York Times við Fauci sem er yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar. Munurinn og gjáin á milli Fauci og Trump kom Lesa meira
COVID-hörmungarnar í milljónaborginni eru aðvörun til okkar allra
PressanÞað sem sést þessa dagana fyrir framan sjúkrahúsin í Manaus, sem er milljónaborg í Brasilíu, er nánast eins og atriði úr hryllingsmynd. Fólk, sem nær ekki andanum, reynir í örvæntingu að komast inn á sjúkrahúsin. Margir töldu að Manaus hefði farið í gegnum sitt versta tímabil hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar á síðasta ári þegar allt að 70% íbúanna Lesa meira