Ný meðferðarúrræði við COVID-19 draga úr dánartíðninni en kúrvan er að fletjast út
PressanNýjar leiðir við meðferð COVID-19-sjúklinga hafa á heimsvísu dregið úr hversu margir þeirra, sem eru lagðir inn á gjörgæslu, látast af völdum sjúkdómsins ef miðað er við upphaf faraldursins. En nú virðist sem þessi þróun sé að staðna. Þetta kemur fram í greiningu á fjölda rannsókna en greiningin var birt á þriðjudaginn. Fram kemur að seinnipart Lesa meira
Ryanair segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu
PressanLággjaldaflugfélagið Ryanair býst við erfiðu rekstrarári og segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu. Talsmenn fyrirtækisins segja að ESB verði að auka hraðann í bólusetningum gegn kórónuveirunni en veiran hefur farið illa með Ryanair eins og flest önnur flugfélög. Farþegafjöldinn hjá félaginu dróst saman um 78% á síðasta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tíma 2019. Félagið segir að Lesa meira
Aldrei hafa jafn margir látist af völdum COVID-19 í einum mánuði í Bandaríkjunum og í janúar
PressanÍ janúar létust að minnsta kosti 95.245 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Aldrei hafa jafn margir látist af völdum sjúkdómsins í einum mánuði þar í landi. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé að sjá að mikið muni draga úr dauðsföllum af völdum sjúkdómsins á næstunni. Vægustu spár geri ráð fyrir að 200.000 látist fram til 1. Lesa meira
Rannsóknarteymi WHO í Wuhan – „Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð“
Pressan„Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð,“ þetta sagði Peter Daszak í samtali við Sky News. Hann er í rannsóknarteymi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO sem er nú í Wuhan í Kína að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Teymið hélt til Wuhan um miðjan janúar en þurfti að vera tvær vikur í sóttkví áður en það gat hafið störf í síðustu viku. Sky News ræddi við Daszak sem sagði að teymið Lesa meira
Segir að allur heimurinn fylgist nú með Íslandi
Pressan„Næstu mánuði mun öll heimsbyggðin fylgjast náið með þróuninni á Íslandi.“ Þetta segir Jakob Illeborg, sem skrifar erlendar fréttir fyrir danska dagblaðið B.T. Ástæðan fyrir orðum hans er að nú eru Íslendingar, fyrstir þjóða heims, að taka upp svokallað „kórónuvegabréf“ eða „bólusetningavegabréf“. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í gær um svipaða fyrirætlun sína en Illeborg segir að ástæðan fyrir að Lesa meira
Vaknaði úr dái eftir 11 mánuði – Vissi ekki um kórónuveirufaraldurinn en hefur tvisvar smitast
PressanNýlega vaknaði Joseph Flavill, 19 ára, eftir að hafa verið í dái í 11 mánuði. Hann varð fyrir bíl 1. mars á síðasta ári nærri heimili sínu í Tutbury í Staffordshire á Englandi. Það var þremur vikum áður en fyrst var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða á Englandi. Þegar hann vaknaði biðu hans því fréttir af heimsfaraldri. Að auki hefur hann tvisvar smitast af Lesa meira
Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum
PressanNú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni og Lesa meira
Eitt smit varð til þess að gripið var til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth
PressanÁ sunnudaginn var gripið til harðra sóttvarnaaðgerða í Perth í Ástralíu eftir að starfsmaður á hóteli í borginni greindist með kórónuveiruna. Aðgerðirnar gilda í fimm daga og voru tilkynntar með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Maðurinn starfar á sóttkvíarhóteli þar sem fólk, sem er nýkomið til landsins og hefur greinst með veiruna, gistir til að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar. Baráttan gegn veirunni hefur Lesa meira
Segir að minnst tvö ár séu í að lífið verði komið í eðlilegt horf
PressanLífið á heimsvísu mun ekki komast aftur í fyrra horf, eðlilegt horf, fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Allt veltur þetta á hversu vel mun ganga að framleiða bóluefni og bólusetja fólk um allan heim. Sky News hefur þetta eftir Dr Clare Wenham, prófessor í alþjóðaheilbrigðisfræðum við London School of Economics. „Eins og staðan er núna sýna gögn að það verði ekki fyrr en Lesa meira
Hún gagnrýndi viðbrögð Trump við heimsfaraldrinum – Nú hvílir ábyrgðin á henni
PressanRochelle Walensky var sérfræðingur hjá CNN sjónvarpsstöðinni í heilbrigðismálum. Hún var ekki feimin við að gagnrýna viðbrögð Donald Trump og stjórnar hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Nú er hún komin í nýtt starf því nú hvílir ábyrgðin á viðbrögðum ríkisstjórnar Joe Biden við heimsfaraldrinum á hennar herðum. Þetta vekur gleði meðal starfsbræðra hennar en hún er læknir að mennt og hefur sérhæft sig í rannsóknum Lesa meira