fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

„Centaurus“ afbrigði kórónuveirunnar veldur áhyggjum – Hugsanlega meira smitandi og orsakar alvarlegri veikindi

„Centaurus“ afbrigði kórónuveirunnar veldur áhyggjum – Hugsanlega meira smitandi og orsakar alvarlegri veikindi

Pressan
13.07.2022

Veirufræðingar hafa áhyggjur af nýju undirafbrigði Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Það nefnist „Centaurus“ eða BA.2.75. Vísbendingar eru um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar og valdi alvarlegri veikindum. The Guardian segir að afbrigðið hafi nú þegar greinst í um 10 ríkjum, þar á meðal á Indlandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Afbrigðið greindist fyrst á Indlandi í byrjun Lesa meira

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Ný rannsókn – 90% minni líkur á að látast af völdum Ómíkron en Deltaafbrigðinu

Pressan
13.01.2022

Það eru miklu minni líkur á að þeir sem smitast af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem smitast af Deltaafbrigðinu. Einnig eru miklu minni líkur á að Ómíkron verði fólki að bana en Delta. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar sem var unnin af vísindamönnum við tvo háskóla. 70.000 COVID-19-sjúklingar tóku þátt í Lesa meira

Danskir sérfræðingar spá endalokum faraldursins fyrir vorið

Danskir sérfræðingar spá endalokum faraldursins fyrir vorið

Pressan
11.01.2022

Danskir sérfræðingar eru bjartsýnir á að kórónuveirufaraldurinn verði afstaðinn í Danmörku fyrir vorið. Faraldurinn geisar nú af krafti í Danmörku en í gær greindust rúmlega 19.000 smit sem er þó ekki met, það liggur nær 30.000 smitum á einum degi. Í umfjöllun Politiken í dag er rætt við þrjá sérfræðinga um faraldurinn og hvað sé fram undan. Einn Lesa meira

Erum að auka möguleika okkar á að verða raðglæpamenn segir Kári um nýja könnun ÍE

Erum að auka möguleika okkar á að verða raðglæpamenn segir Kári um nýja könnun ÍE

Fréttir
11.01.2022

Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur fljótlega nýja könnun þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu verður rannsökuð. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, verður þessi könnun sambærileg þeirri sem var gerð í apríl 2020 en hann telur að veiran sé komin mjög víða í samfélaginu. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að slembiúrtak fólks af höfuðborgarsvæðinu verði Lesa meira

Gunnar starfar á bráðamóttöku í Ástralíu – „Andstæðingar bólusetninga ættu að sjá fólk kafna úr COVID“

Gunnar starfar á bráðamóttöku í Ástralíu – „Andstæðingar bólusetninga ættu að sjá fólk kafna úr COVID“

Fréttir
07.01.2022

Gunnar Pétursson er ungur íslenskur bráðahjúkrunarfræðingur sem starfar á bráðamóttöku eins af stærstu sjúkrahúsunum í Melbourne í Ástralíu en rúmlega 5 milljónir búa í borginni. Það er því oft mikið að gera á bráðamóttökunum eins og gefur að skilja og ekki hefur álagið minnkað eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. DV ræddi við Gunnar um starfið, heimsfaraldurinn Lesa meira

„Við getum ekki bólusett fólk sjötta hvern mánuð“

„Við getum ekki bólusett fólk sjötta hvern mánuð“

Pressan
06.01.2022

Í upphafi var talað um að fólk „hefði lokið bólusetningu“ þegar það var búið að fá tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. En fljótlega kom í ljós að tveir skammtar eru ekki nóg til að sigrast á heimsfaraldrinum því áhrif bóluefnanna dvína með tímanum. Því var byrjað að gefa svokallaðan örvunarskammt, þriðja skammtinn og í Lesa meira

Segja að Ómíkron geti hafa átt uppruna sinn í músum

Segja að Ómíkron geti hafa átt uppruna sinn í músum

Pressan
06.01.2022

Hugsast getur að Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar eigi uppruna sinn í músum. Þetta segja kínverskir vísindamenn sem hafa rannsakað málið. Þeir segja að kórónuveiran geti hafa borist í mýs, stökkbreyst í þeim og borist aftur í fólk. Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort afbrigðið eigi uppruna sinn að rekja til manna eða annarra spendýra. Ástæðan er  hversu hratt veiran Lesa meira

Hvetja Ástrala til að halda sig fjarri sjúkrahúsum ef hægt er

Hvetja Ástrala til að halda sig fjarri sjúkrahúsum ef hægt er

Pressan
05.01.2022

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að halda áfram með áætlun sína um afléttingu sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir háar smittölur og fjölda innlagna á sjúkrahús landsins. Smitin eru nú í hæstu hæðum í landinu og mikið álag er á sjúkrahúsum og sýnatökustöðvum. Í New South Wales, fjölmennasta ríki landsins, greindust rúmlega 23.000 smit á þriðjudaginn og í Victoria, næst fjölmennasta ríkinu, greindust rúmlega 14.000 smit. Rúmlega 1.300 COVID-19-sjúklingar Lesa meira

Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn

Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn

Pressan
05.01.2022

Síðasta sólarhringinn greindust 7.921 með kórónuveiruna í Noregi. Þetta er nýtt met yfir fjölda staðfestra smita á einum sólarhring. Gamla metið var frá 14. desember síðastliðnum en þá greindust 6.003 með veiruna. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins greindust að meðaltali 4.240 smit daglega á síðustu sjö dögum. Meðaltal sjö daga þar á undan var 3.360 og Lesa meira

Nýtt kórónuveiruafbrigði í Frakklandi – Með fleiri stökkbreytingar en Ómíkron

Nýtt kórónuveiruafbrigði í Frakklandi – Með fleiri stökkbreytingar en Ómíkron

Pressan
05.01.2022

Nýtt afbrigði af kórónuveirunni Sars-CoV-2 er komið fram á sjónarsviðið. Það fannst í 12 manns í suðurhluta Frakklands. Afbrigðið, sem vísindamenn hafa nefnt IHU eftir stofnuninni sem þeir starfa hjá en hún heitir IHU Méditerranée Infection og er í Marseille, er með fleiri stökkbreytingar en Ómíkronafbrigði veirunnar. Þetta kemur fram í frumrannsókn 10 vísindamanna sem starfa við IHU. Rannsókn þeirra hefur ekki verið ritrýnd. Afbrigðið hefur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af