fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar

Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar

Pressan
10.02.2021

Í Þýskalandi hafa 14 íbúar á dvalarheimili aldraðra í bænum Belm í Niedersachesn greinst með B117 afbrigði kórónuveirunnar, stundum nefnt breska afbrigðið. Allir íbúarnir fengu síðari skammtinn af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech þann 25. janúar. Franfurter Allgemeine skýrir frá þessu. Allir íbúar dvalarheimilisins og starfsfólkið er komið í sóttkví sem og ættingjar íbúanna. Þau smituðu hafa ekki sýnt nein einkenni smits eða mjög mild einkenni. Burkhard Ripenhoff, talsmaður Lesa meira

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Pressan
09.02.2021

Nú eru nokkrar vikur síðan byrjað var að bólusetja Breta af fullum krafti gegn kórónuveirunni. Bólusetningarnar vekja að vonum vonir hjá fólki og hafa yfirvöld þurft að vara almenning við svikaskilaboðum, sem eru send sem smáskilaboð eða í tölvupósti, þar sem bóluefni eru boðin til sölu.   Glæpamenn hafa sent eldra fólki og fólki, sem á Lesa meira

EuroStar rambar á barmi gjaldþrots – Bretar hafna því að ríkissjóður komi til aðstoðar

EuroStar rambar á barmi gjaldþrots – Bretar hafna því að ríkissjóður komi til aðstoðar

Pressan
09.02.2021

Bretar telja þetta vera á ábyrgð Frakka og Frakkar telja þetta vera á ábyrgð Breta. Hér er átt við lestarfyrirtækið EuroStar sem heldur uppi lestarsamgöngum á milli Lundúna, Parísar og Brussel um Ermarsundgöngin. Fyrirtækið á í svo miklum rekstrarerfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar að ef ekkert verður að gert verður það gjaldþrota innan nokkurra mánaða. EuroStar rekur háhraðalestir sem þjóta Lesa meira

Hafa miklar áhyggjur – Þarf að hugsa upp nýja nálgun vegna stökkbreytts afbrigðis veirunnar?

Hafa miklar áhyggjur – Þarf að hugsa upp nýja nálgun vegna stökkbreytts afbrigðis veirunnar?

Pressan
09.02.2021

Starfsfólk breskra heilbrigðisyfirvalda gengur nú hús úr húsi á þeim svæðum í Bretlandi þar sem hið mjög svo smitandi suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst. Með þessu er vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að afbrigðið breiðist enn frekar út. „Við gerum allt sem við getum og viðbrögð fólks eru góð. Við Lesa meira

Hér er nánast búið að veita kórónuveirufaraldrinum náðarhöggið og afnema sóttvarnaaðgerðir

Hér er nánast búið að veita kórónuveirufaraldrinum náðarhöggið og afnema sóttvarnaaðgerðir

Pressan
09.02.2021

Um áramótin var baráttan gegn kórónuveirufaraldrinum hert til mikilla muna á Isle of Man sem er breskt sjálfstjórnarsvæði í Írlandshafi. Þetta hefur gengið svo vel að nú geta 85.000 íbúar eyjunnar notið lífsins því það hefur nánast tekist að veita faraldrinum náðarhöggið og búið er að afnema sóttvarnaaðgerðir, að minnsta kosti að sinni. Íbúar á Isle of Man geta horft til Írlands, Lesa meira

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Fréttir
08.02.2021

Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um 19% og tilkynningum um foreldra í áfengis- eða vímuefnaneyslu um 27,5%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi búist við fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í faraldrinum. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er það Lesa meira

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Hafa teiknað upp þrjár sviðsmyndir fyrir kórónuveirufaraldurinn í Svíþjóð í vor – Hætta á öflugri þriðju bylgju

Pressan
08.02.2021

Sænsk heilbrigðisyfirvöld, Folkhälsomyndigheten, hafa dregið upp þrjár mismunandi sviðsmyndir um framvindu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Það er óhætt að segja að þar standi góðar fréttir ekki í röð, þvert á móti. Folkhälsomyndigheten birti skýrslu um þetta á fimmtudaginn en hún er unnin á grunni þróunar faraldursins í Svíþjóð síðustu fimm mánuði. Í henni er reiknað út hvernig ný Lesa meira

Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir

Aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir

Pressan
05.02.2021

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin hefur komist að því að aðeins 5,4% þeirra sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni í Bandaríkjunum eru svartir. Þetta er lægra hlutfall en hlutfall svartra á dvalarheimilum og svartra heilbrigðisstarfsmanna. Á dvalarheimilum eru um 14% íbúanna svartir og í heilbrigðiskerfinu er um 16% starfsfólksins svart. Íbúar á dvalarheimilum og heilbrigðisstarfsfólk er í forgangshópum Lesa meira

Sérfræðingar segja ESB að hætta að reyna að fá bóluefnin ódýrt – Dýrt að fá þau ekki

Sérfræðingar segja ESB að hætta að reyna að fá bóluefnin ódýrt – Dýrt að fá þau ekki

Pressan
05.02.2021

Það er svo dýrt að vera með umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir í gangi að það gefur enga meiningu að prútta um verðið á bóluefnum gegn kórónuveirunni. Þær sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi kosta að minnsta kosti 5% af vergri þjóðarframleiðslu að mati hagfræðinga. Clemens Fuest, stjórnandi Ifo stofnunarinnar í München í Þýskalandi, er einn þeirra sem er ósáttur við hversu illa það gengur að afla Lesa meira

Johnson & Johnson sækir um neyðarleyfi fyrir bóluefni sitt – Geta afgreitt lyfið um leið og leyfi fæst

Johnson & Johnson sækir um neyðarleyfi fyrir bóluefni sitt – Geta afgreitt lyfið um leið og leyfi fæst

Pressan
05.02.2021

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur sótt um neyðarleyfi til bandarískra heilbrigðisyfirvalda fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Fyrirtækið skýrði frá þessu í gærkvöldi. Umsóknin kemur í kjölfar skýrslu frá 29. janúar þar sem kemur fram að bóluefni fyrirtækisins veiti 66% vernd gegn veirunni. Ólíkt þeim bóluefnum sem nú þegar hafa verið tekin í notkun þarf bara einn Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af