fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Bólusetningar í Bretlandi eru farnar að bera árangur

Bólusetningar í Bretlandi eru farnar að bera árangur

Pressan
23.02.2021

Jákvæð teikn eru á lofti um að bólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bretlandi séu farnar að skila árangri. Nú hafa Bretar unnið hörðum höndum að bólusetningum í tvo og hálfan mánuð og nú eru þeir farnir að sjá fyrstu merki þess að bólusetningarnar virki. Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetningamála, segir að nú séu farin að Lesa meira

WHO segir að hugsanlega hafi kórónuveiran ekki átt upptök í Kína – Beina sjónum sínum að öðru Asíuríki

WHO segir að hugsanlega hafi kórónuveiran ekki átt upptök í Kína – Beina sjónum sínum að öðru Asíuríki

Pressan
23.02.2021

Nánast frá upphafi kórónuveirufaraldursins hefur verið rætt um að hann eigi upptök sín í Wuhan í Kína. En nú setur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO spurningarmerki við þessa útgáfu og beinir sjónunum að Taílandi. Nánar tiltekið Chatuchakmarkaðnum í Bangkok en þar er hægt að kaupa allt frá afrískum kattardýrum til suðuramerískra flóðsvína. „Það er einmitt markaður eins og Chatuchak sem við horfum skelfingaraugum á því blóð, saur, slef, Lesa meira

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Pressan
22.02.2021

Danskir bræður, sem komu nýlega til Grænlands frá Danmörku, voru ekki lengi að skapa usla í bænum Qaqortoq, sem nefnist Julianehåb á dönsku, eftir komu sína. Á laugardaginn fóru þeir í samkvæmi í bænum ásamt 18 öðrum. Það hefði verið í góðu lagi við venjulegar aðstæður en þar sem ákveðnar sóttvarnarreglur eru í gildi á Grænlandi var það ekki í Lesa meira

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Fauci segir að Bandaríkjamenn verði hugsanlega að nota andlitsgrímur á næsta ári

Pressan
22.02.2021

Anthony Fauci, smitsjúkdómasérfræðingur og ráðgjafi Joe Biden, forseta, í málefnum tengdum heimsfaraldri kórónuveirunnar, sagði í gærkvöldi að Bandaríkjamenn þurfi hugsanlega að halda áfram að nota andlitsgrímur á næsta ári til að vernda sig og aðra fyrir kórónuveirunni. Þetta þurfi hugsanlega að gera jafnvel þótt ástandið komist nærri því að verða „eðlilegt“ fyrir lok þessa árs. Hann var spurður Lesa meira

Nýtt finnskt kórónuveiruafbrigði veldur heilabrotum – Kemur hugsanlega ekki fram við sýnatöku

Nýtt finnskt kórónuveiruafbrigði veldur heilabrotum – Kemur hugsanlega ekki fram við sýnatöku

Pressan
22.02.2021

Nýtt kórónuveiruafbrigði, sem hefur fengið heitið FIN–796H, hefur fundist í Finnlandi. Það veldur ákveðnum höfuðverk því svo virðist sem það greinist ekki með að minnsta kosti einni af þeim pcr-rannsóknaraðferðum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO mælir með. YLE skýrir frá þessu. Fram kemur að afbrigðið sé með nokkrar af þeim stökkbreytingum sem hafa uppgötvast í hinum svokölluðu bresku og suður-afrísku Lesa meira

Rúmlega 200 sænsk börn glíma við langtímaáhrif COVID-19

Rúmlega 200 sænsk börn glíma við langtímaáhrif COVID-19

Pressan
19.02.2021

Á sérstakri sjúkradeild í Svíþjóð á að rannsaka börn sem glíma við þreytu, höfuðverk og önnur eftirköst COVID-19. Í Svíþjóð er þetta kallað „langtímacovid“. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu hafa 218 börn verið greind með „langtímacovid“. Sænska ríkisútvarpið (SVT) skýrir frá þessu. Fram kemur að börnunum hafi verið vísað á sérstaka deild fyrir langveik börn Lesa meira

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar.“

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar.“

Pressan
19.02.2021

Bretum gengur ágætlega að bólusetja landsmenn og nú hafa um 16 milljónir fengið bóluefni. En heilbrigðisyfirvöld segja sigurinn ekki í höfn og sendu í vikunni frá sér aðvörun um að allt of margir láti blekkjast af röngum upplýsingum, sem eru settar fram á netinu, um faraldurinn og bóluefnin. „Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar. Lesa meira

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

Pressan
18.02.2021

487 manns, þar á meðal fyrrum forseti, ráðherra og embættismenn voru bólusettir gegn kórónuveirunni löngu áður en almenningi í Perú stóð til boða að fá bólusetningu. Þetta er mikið hneyksli og að vonum skekur það samfélagið þessa dagana. Francisco Sagasti, forseti landsins, skýrði frá þessu í ávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira

Sjálfsmyndaglaðir ferðamenn gætu smitað górillur af kórónuveirunni

Sjálfsmyndaglaðir ferðamenn gætu smitað górillur af kórónuveirunni

Pressan
18.02.2021

Ferðamenn, sem taka myndir af sér með villtum fjallagórillum, gætu valdið því að górillurnar smitist af kórónuveirunni og fái COVID-19. Þetta segja vísindamenn við Oxford Brookes háskólann á Englandi. Þeir skoðuðu mörg hundruð ljósmyndir á Instagram af fólki sem hefur farið og skoðað fjallagórillur í austanverðri Afríku. Niðurstaða þeirra var að flestir hafi farið svo nálægt górillunum að þeir gætu smitað Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af