Tvöfalt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar er að taka yfir á Indlandi
PressanÁ Indlandi er B1617 afbrigði kórónuveirunnar við að ýta öllum öðrum afbrigðum hennar til hliðar og taka yfir. Afbrigðið hefur gengið í gegnum tvær stökkbreytingar en ekki er vitað hvort það er meira smitandi eða banvænna en önnur afbrigði. Afbrigðið hefur um nokkurra vikna skeið vakið ótta á Indlandi þar sem ástandið af völdum heimsfaraldursins er mjög Lesa meira
Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan„Núverandi bóluefni veita ekki mikla vernd,“ sagði Gao Fu, forstjóri kínversku smitsjúkdómastofnunarinnar á ráðstefnu í Chengdu um helgina og átti þar við kínversku bóluefnin gegn COVID-19. Hann viðraði tvær leiðir til að leysa þennan vanda. Annar er að gefa fólki fleiri skammta af þeim eða auka við magnið í hverjum skammti eða breyta tímanum á milli skammta. Hinn er að Lesa meira
Fleiri dauðsföll en fæðingar í sumum brasilískum borgum – COVID-19 er ástæðan
PressanSíðustu sex mánuði hafa fleiri dauðsföll verið í Rio de Janeiro í Brasilíu en fæðingar. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar en veiran leikur nær algjörlega lausum hala í Brasilíu. Rio de Janeiro er næstfjölmennasta borg landsins. Þar voru skráð 36.437 andlát í mars en fæðingar voru 32.060, munurinn er 16%. Í að minnsta kosti 10 öðrum borgum, með meira en hálfa milljón íbúa, voru Lesa meira
Þetta eru ástæðurnar fyrir að Danir hætta að nota bóluefni AstraZeneca
Pressan„Það er erfið ákvörðun að halda áfram án bóluefnis,“ sagði Søren Brostrøm, forstjóri Sundhedsstyrelsen í Danmörku, á fréttamannafundi í gær um þá ákvörðun Sundhedsstyrelsen að hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca gegn COVID-19 með öllu. Embætti hans má líkja við embætti landlæknis hér á landi, hann er æðsti embættismaður landsins á sviði heilbrigðismála. Hlé var gert Lesa meira
Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
PressanÍ gær var slakað töluvert á sóttvarnaaðgerðum í Englandi og þá náðist einnig það markmið stjórnvalda að bjóða öllum landsmönnum, eldri en 50 ára, upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Stefnt hafði verið að því að ná því markmiði fyrir 15. apríl og það tókst því nokkuð örugglega. Boris Johnson, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöldi þegar hann sendi frá Lesa meira
Efast um að bólusetning gegn COVID-19 væri jafn vel á veg komin án samstarfs við ESB
FréttirHlutfall bólusettra hér á landi er það hæsta á Norðurlöndunum og það þrettánda hæsta í heiminum en 9,4% þjóðarinnar hafa lokið bólusetningu. Fjórða bóluefnið, frá Jansen, er væntanlegt en aðeins þarf að gefa einn skammt af því. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur að þennan árangur megi skýra með samstarfinu við Evrópusambandið, það hafi verið eina leiðin. Lesa meira
Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19
PressanÞau dapurlegu tíðindi urðu í gær að heildarfjöldi skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í Evrópu fór yfir eina milljón. Þetta er byggt á tölum frá yfirvöldum í öllum Evrópuríkjunum. Frá upphafi faraldursins hafa 1.000.288 Evrópubúar látist af völdum sjúkdómsins. Maria van Kerkhove, farsóttafræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, sagði í gær að faraldurinn sé nú á „krítísku“ stigi. „Faraldurinn er nú í veldisvexti. Lesa meira
Slóvakar efast um gæði Sputnik V bóluefnisins – Rússar brjálaðir og heimta að fá bóluefnið aftur
PressanNýlega neyddist forsætisráðherra Slóvakíu til að segja af sér vegna deilna um rússneska Sputnik V bóluefnið gegn kórónuveirunni. En óhætt er að segja að enn sé mikil ólga í kringum bóluefnið og málum tengdu því langt frá því að vera lokið. Á fimmtudaginn skýrði Slóvakíska lyfjastofnunin frá því að þeir skammtar af Sputnik V sem landið hefur fengið frá Rússlandi séu öðruvísi uppbyggðir Lesa meira
Stóri bólusetningardagurinn í Danmörku – Ætla að bólusetja 100.000 manns í dag
PressanSegja má að dagurinn í dag sé stóri bólusetningardagurinn í Danmörku. Ætlunin er að bólusetja 100.000 manns gegn kórónuveirunni í dag. Um er að ræða lokaæfingu til að kanna hvort heilbrigðiskerfið ráði við að bólusetja svona marga á einum degi en síðasta haust tilkynnti ríkisstjórnin að kerfið eigi að ráða við að bólusetja svona marga Lesa meira
Segir að heimsfaraldurinn auki hættuna á að stúlkur séu neyddar í hjónaband
PressanÍ nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kemur fram að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi aukið líkurnar á að barnungar stúlkur séu neyddar í hjónaband. Þetta er viðsnúningur á tveggja áratuga þróun þar sem slíkum hjónaböndum hefur farið fækkandi í fátækustu ríkjunum. Í skýrslunni kemur fram að á næstu 10 árum eigi allt að tíu milljónir fleiri Lesa meira