9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum
PressanÞegar flugfarþegar koma á flugvöllinn í Medan í Indónesíu fá þeir afhentan kassa með nauðsynlegum búnaði til að taka kórónuveirusýni úr nefi eða hálsi. Allir farþegar verða að gera þetta og bíða eftir niðurstöðum sýnatökunnar en um svokölluð hraðpróf er að ræða sem sýna niðurstöðuna eftir 15 mínútur. Lögreglan telur að um 9.000 farþegar hafi fengið notaða sýnatökupinna á Lesa meira
Er áfengissölubann Erdogan nauðsynlegt vegna heimsfaraldursins eða er hann að troða trú sinni upp á þjóðina?
PressanMargir Tyrkir eru ósáttir við áfengissölubann sem Erodgan forseti hefur sett á samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir telja að Erdogan sé að reyna að þröngva trú sinni og lífsskoðunum upp á þá. Bann við sölu áfengis tók gildi á fimmtudaginn og gildir í tvær og hálfa viku samhliða hertum sóttvarnaaðgerðum. Þetta er að sögn gert til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar en Lesa meira
Níu landamæraverðir reknir – Neituðu að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanNýsjálenska tollgæslan hefur rekið níu landamæraverði úr starfi en þeir neituðu allir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Yfirvöld höfðu gert þá kröfu að allir framlínustarfsmenn á landamærunum skyldu láta bólusetja sig fyrir apríllok. The Guardian segir að í febrúar hafi Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagt að bólusetning yrði ekki gerð að skyldu fyrir framlínustarfsfólk og að þeir sem myndu Lesa meira
Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt
PressanMargir spáðu því að fólk yrði duglegt við kynlífsiðkun og barneignir í framhaldinu í heimsfaraldrinum því það yrði að vera svo mikið heima vegna sóttvarnaaðgerða. En það er svo sannarlega ekki það sem er að gerast á Ítalíu og fleiri löndum í Suður-Evrópu. Á Ítalíu fækkaði fólki um sem nemur rúmlega heildarfjölda íslensku þjóðarinnar. Þetta Lesa meira
Einn skammtur af bóluefni gegn COVID-19 dregur mjög úr útbreiðslu veirunnar
PressanNiðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að fólk fái einn skammt af bóluefni Pfizer/BioNTech eða Moderna gegn kórónuveirunni getur dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar um allt að helming. Sky News segir að rannsóknin hafi beinst að fólki sem var búið að fá einn skammt af öðru hvoru bóluefninu. Þeir sem voru smitaðir af kórónuveirunni að minnsta kosti þremur vikum eftir bólusetningu voru Lesa meira
Segja bóluefni AstraZeneca henta vel fyrir eldra fólk og þar sem mikið er um smit
PressanEvrópska lyfjastofnunin, EMA, segir að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni gagnist best hjá eldra fólki og á stöðum þar sem mikið er um smit. Ávinningurinn af notkun bóluefnisins eykst eftir því sem fólk er eldra og hlutfall smita er hærra. Þetta kemur fram í gögnum sem EMA birti nýlega en í þeim er virkni bóluefnisins borin saman við hættuna Lesa meira
Bólusetningu gegn kórónuveirunni er lokið á Gíbraltar – Hvernig er staðan þar núna?
PressanÞað er oft rætt um góðan árangur Breta og Ísraelsmanna við bólusetningu gegn kórónuveirunni en það gleymist oft að á Gíbraltar hafa bólusetningar einnig gengið vel og er þeim lokið. Gíbraltar er lítið breskt yfirráðasvæði við Miðjarðarhafið, umlukið Spáni og Miðjarðarhafinu. Þar búa um 34.000 manns. Búið er að bólusetja næstum alla fullorðna íbúa Gíbraltar Lesa meira
Greiddu 16 milljónir fyrir flugmiða til að sleppa frá Indlandi
PressanAðfaranótt föstudags lentu sex einkaflugvélar á flugvellinum í Luton á Englandi. Um borð voru sex fjölskyldur sem höfðu greitt sem svarar til um 16 milljóna íslenskra króna fyrir flugið. Allt var fólkið með gild vegabréf og gat því rólegt gengið í gegnum vegabréfaeftirlitið og inn í landið. India Times skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir komu fólksins og vilja Lesa meira
Kórónuveirufaraldur meðal bandarískra stjórnarerindreka á Indlandi – Tveir látnir
PressanKórónuveirufaraldurinn herjar nú af miklum krafti á Indlandi og er ástandið í landinu mjög alvarlegt vegna þessa. Nú hefur faraldur brotist út meðal bandarískra stjórnarerindreka og innfæddra starfsmanna sendiráðsins. Rúmlega 100 hafa greinst með veiruna á undanförnum vikum og tveir indverskir starfsmenn létust nýlega af völdum COVID-19. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Bandaríkin reki fimm Lesa meira
Stóri bólusetningadagurinn er í dag – Níu þúsund manns verða bólusettir
FréttirÍ dag er stefnt að því að bólusetja níu þúsund manns og í vikunni er stefnt að því að bólusetja 25.000 manns. Um er að ræða alla þá sem eru sextíu ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Í gær var bólusett með bóluefninu frá Pfizer og voru sex þúsund manns þá bólusettir. Í dag Lesa meira