fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

„Alvarlegur atburður“ í Norður-Kóreu

„Alvarlegur atburður“ í Norður-Kóreu

Pressan
30.06.2021

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, sagði í gær að „alvarlegur atburður“ hafi átt sér stað í landinu. Þetta sagði hann á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokksins. The Guardian segir að samkvæmt frétt ríkisfréttastofunnar KCNA hafi leiðtoginn gagnrýnt embættismenn og sagt þá hafa vanrækt skyldur sínar í baráttunni við „alþjóðlegan heilbrigðisfaraldur“. Norður-Kórea lokaði landamærum sínum að Kína og Rússlandi algjörlega þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar Lesa meira

Bóluefnin gegn kórónuveirunni geta hugsanlega veitt margra ára vernd

Bóluefnin gegn kórónuveirunni geta hugsanlega veitt margra ára vernd

Pressan
29.06.2021

Bóluefnin gegn kórónuveirunni eru ný og hafa því ekki verið í notkun lengi og því er ekki vitað með vissu hversu lengi þau veita fólki vernd gegn veirunni. Í mörgum ríkjum hefur verið miðað við að þau veiti vernd í nokkra mánuði en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að þau geti veitt mun lengri vernd Lesa meira

Trump sagður hafa óskað að fyrrum ráðgjafi hans létist af völdum COVID-19

Trump sagður hafa óskað að fyrrum ráðgjafi hans létist af völdum COVID-19

Pressan
25.06.2021

Það eru svo sem engin ný tíðindi að það andi mjög köldu á milli Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, og John Bolton sem var þjóðaröryggisráðgjafi hans um hríð. En að valdamesti maður heims hafi verið svo fullur haturs í garð Bolton að hann hafi óskað þess að hann smitaðist af COVID-19 og myndi láta lífið af völdum sjúkdómsins hefur ekki komið fram Lesa meira

Ástralar ætla að hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Ástralar ætla að hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Pressan
25.06.2021

Ástralar hafa ákveðið að hætta að nota bóluefnið frá AstraZeneca og byrja nú þegar að draga úr notkun þess. Í október er stefnt á að hætta alveg að gefa fólki það nema það biðji sérstaklega um að vera bólusett með því. Þetta kemur fram í nýrri bólusetningaáætlun stjórnvalda sem var birt á miðvikudaginn. Í henni kemur fram Lesa meira

Ný holskefla kórónuveirusmita í Kína veldur vanda – Gæti raskað jólaverslun Vesturlandabúa

Ný holskefla kórónuveirusmita í Kína veldur vanda – Gæti raskað jólaverslun Vesturlandabúa

Pressan
25.06.2021

Fyrst kom upp skortur á gámum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Því næst tók lokun Súesskurðarins við en hún hafði mikil áhrif á vöruflutninga. Nú er enn eitt vandamálið komið upp og það tengist kórónuveirunni. Vegna faraldurs í suðurhluta Kína hafa tvær af fimm stærstu gámahöfnum heims verið lokaðar meira og minna í nokkrar vikur og það er ekki til Lesa meira

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Sydney vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar

Harðar sóttvarnaaðgerðir í Sydney vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar

Pressan
25.06.2021

Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales ríkis í Ástralíu, tilkynnti á hádegi í dag, að áströlskum tíma, að gripið verði til harðra sóttvarnaaðgerða í hluta Sydney, sem er fjölmennasta borg landsins, vegna Deltaafbrigðis kórónuveirunnar.  Verða íbúar í hluta borgarinnar beðnir um að halda sig heima næstu sjö dagana og jafnvel lengur ef þörf þykir. „Við viljum ekki vera í þessari stöðu í margar vikur. Lesa meira

Nýtt lyf gegn COVID-19 lofar góðu

Nýtt lyf gegn COVID-19 lofar góðu

Pressan
24.06.2021

Niðurstöður nýrrar brasilískrar rannsóknar benda til að lyfið Xeljanz komi að gagni við meðhöndlun COVID-19-sjúklinga. Lyfið er nú þegar á markaði í Bandaríkjunum þar sem það er notað við liðagigt, psoriasisgigt og blæðandi ristilbólgu. Niðurstöður brasilísku rannsóknarinnar voru nýlega birtar í New England Journal of Medicine. Rannsóknin beindist að lyfinu tofacitinib sem lyfjafyrirtækið Pfizer selur undir heitinu Xeljanz. 289  brasilískir sjúklingar, sem allir voru með lungnabólgu, tóku þátt í rannsókninni. Að Lesa meira

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

Pressan
24.06.2021

Frá og með næsta mánudegi þarf ekki lengur að nota andlitsgrímur utandyra á Ítalíu nema í Valle d‘Aosta í norðvesturhluta landsins. Heilbrigðisráðherra landsins, Roberto Speranza, tilkynnti þetta á mánudaginn. Ákvörðunin er byggð á ráðleggingum frá ráðgjafarhópi 24 sérfræðinga sem veita ríkisstjórninni ráð um aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Hópurinn hvetur fólk þó til að nota andlitsgrímur þegar það sækir fjölmenna viðburði því þar sé Lesa meira

Var með kórónuveiruna í 305 daga samfleytt

Var með kórónuveiruna í 305 daga samfleytt

Pressan
24.06.2021

Dave Smith, 72 ára ökukennari á eftirlaunum, er loksins laus við kórónuveiruna eftir að hafa verið smitaður af henni í 305 daga samfleytt. Smith, sem býr í Bristol á Englandi, er með veikburða ónæmiskerfi en hefur loksins losnað við veiruna og hefur það gott. The Guardian skýrir frá þessu. Ekki er vitað um neinn annan sem hefur verið smitaður af kórónuveirunni lengur en Smith. Lesa meira

Kórónuveirufaraldurinn er á mjög krítísku stigi í Brasilíu

Kórónuveirufaraldurinn er á mjög krítísku stigi í Brasilíu

Pressan
22.06.2021

Kórónuveirufaraldurinn er enn stjórnlaus í Brasilíu og margir sérfræðingar reikna með að ástandið muni versna enn frekar á næstunni þar sem vetur er nú að skella á á suðurhveli jarðar.  Brasilíska heilbrigðisstofnunin Fiocruz reiknar með að staðan muni versna mikið í júlí. Stofnunin segir að staðan sé „krítísk“ og telur að aðeins hafi um 15% fullorðinna lokið Lesa meira

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Ekki missa af

Bellingham valinn bestur