100 vísindamenn vara við afléttingu sóttvarnaaðgerða
PressanÍ gær birtist opið bréf frá rúmlega 100 vísindamönnum í hinu virta læknariti The Lancet. Í bréfinu er Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðlega gagnrýndur en vísindamennirnir segja að fyrirætlanir ríkisstjórnar hans um að aflétta nær öllum sóttvarnaaðgerðum í Englandi þann 19. júlí séu ekki skynsamlegar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur einnig varað bresk stjórnvöld við fyrirætlununum. Vísindamennirnir og WHO hvetja Johnson og stjórn hans því til að endurskoða málið. Lesa meira
Rúmlega 4 milljónir hafa látist af völdum COVID-19
PressanRúmlega fjórar milljónir manna hafa nú látist af völdum COVID-19 samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þrjú lönd standa á bak við rúmlega þriðjung allra þessara dauðsfalla en það eru Bandaríkin með 606.000, og síðan koma Brasilía og Indland. Smitum og dauðsföllum fer nú fækkandi í Evrópu og Bandaríkjunum en búið er að bólusetja ansi marga íbúa. En Lesa meira
Danir eiga eina milljón skammta af bóluefnum á lager – „Algjörlega óskiljanlegt“
PressanDanir eiga nú rúmlega eina milljón skammta af bóluefnum AstraZeneca og Janssen gegn kórónuveirunni á lager. Þessi bóluefni eru ekki notuð í hinni opinberu bólusetningaáætlun í Danmörku og hafa því safnast upp í geymslum sóttvarnastofnunarinnar en búið var að semja um kaup á þeim löngu áður en ákveðið var að nota þau ekki. Danska ríkisútvarpið, DR, skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira
Félagsleg áhrif heimsfaraldursins leggjast misjafnlega á hina ýmsu samfélagshópa
PressanNý rannsókn vísindamanna við University College London sýnir hvernig heimsfaraldurinn hefur lagst misjafnlega á hina ýmsu samfélagshópa. Meðal annars kemur fram að dánartíðnin var um 25% hærri meðal fátækra Breta en þeirra sem eru betur efnum búnir. Í norðvesturhluta landsins, á svæðinu í kringum Manchester, hefur væntanlegur meðallífaldur karla lækkað um 1,6 ár en hjá konunum um 1,2 ár. Þegar Lesa meira
Tíföldun kórónuveirusmita í Bretlandi
PressanÁ tveimur mánuðum hafa smit af völdum kórónuveirunnar tífaldast í Bretlandi. Það er Deltaafbrigðið sem þessu veldur en það dreifist nú hratt um landið. Þessi aukning smita er athyglisverð í ljósi þess að 85% af fullorðnum íbúum landsins hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn veirunni. Heilbrigðisyfirvöld segja að á síðustu dögum Lesa meira
Biden nærri því að lýsa yfir sigri í baráttunni við kórónuveiruna – Deltaafbrigðið ógnar
PressanJoe Biden tók á móti um 1.000 gestum í Hvíta húsinu í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem hann opnar dyr embættisbústaðarins fyrir gestum. Biden sagði að Bandaríkin væru á réttri leið í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar en lagði um leið áherslu á að sigur sé Lesa meira
WHO sendir frá sér aðvörun – Mun dreifast út um allan heim
PressanAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér aðvörun vegna hins smitandi Deltaafbrigðis kórónuveirunnar. Segir WHO að afbrigðið muni dreifast út um allan heim og valda miklum skaða ef fátæku ríkin fá ekki aðstoð við að bólusetja íbúana. Deltaafbrigðið hefur nú þegar fundist í 98 löndum og reiknað er með að innan fárra mánaða verði það útbreiddasta afbrigði veirunnar um allan Lesa meira
500 milljarða skuldaaukning ríkissjóðs í faraldrinum – Stefnir í mýkri lendingu en áður var talið
EyjanHagþróun á fyrri helmingi ársins gefur tilefni til bjartsýni um hraðari viðsnúning í hagkerfinu en útlit var fyrir að sögn Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann segir að sagan sé að endurtaka sig og hagkerfið vaxi umfram spár. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta sýndi sig til dæmis þegar við fórum fram úr öllum spám um Lesa meira
Danir kaupa 1,17 milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech af Rúmenum
PressanÍ gær var gengið frá samningi á milli danskra og rúmenskra yfirvalda um kaup Dana á 1,17 milljónum skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni. Reiknað er með að fyrstu skammtarnir komi til Danmerkur strax í þessari viku. Rúmenar ákváðu að selja bóluefnin því illa gengur að fá Rúmena til að láta bólusetja sig, mikil vantrú ríkir þar Lesa meira
Mikil aukning kórónuveirusmita í Bretlandi og Rússlandi – Einn stór munur á milli landanna
PressanSíðustu vikuna eða svo hefur kórónuveirusmitum fjölgað mikið í Bretlandi og Rússlandi. Í báðum löndum greinast nú um og yfir 20.000 smit á sólarhring og er það hið svokallaða Deltaafbrigði veirunnar sem er á bak við flest þeirra. En einn stór munur er á milli landanna hvað varðar smitin og veikindi þeim samfara. Í Bretlandi hefur dauðsföllum af völdum COVID-19 Lesa meira