fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

heimsfaraldur kórónuveiru

Ný rannsókn – Konur voru líklegri til að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum en karlar í heimsfaraldrinum

Ný rannsókn – Konur voru líklegri til að brjóta gegn sóttvarnaaðgerðum en karlar í heimsfaraldrinum

Pressan
10.09.2022

Konur voru tvisvar sinnum líklegri en karlar til að brjóta sóttvarnarreglur sem voru settar í Bretlandi þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Aðalástæðan fyrir því er skyldurækni þeirra hvað varðar að hugsa um aðra. Sky News skýrir frá þessu og segir að vísindamenn segi að sóttvarnarreglurnar hafi skarast við kynjamisrétti og hafi yfirvöld ekki tekið tillit til Lesa meira

Hafa áhyggjur af „vetri reiðinnar“ í Þýskalandi

Hafa áhyggjur af „vetri reiðinnar“ í Þýskalandi

Fréttir
29.08.2022

Ekki er útilokað að komandi vetur verði Þjóðverjum þungur í skauti vegna hás orkuverðs, verðbólgu og nýrrar atlögu kórónuveirunnar. Á ystu vængjum hins pólitíska litrófs kraumar reiðin og mótmæli eru fyrirhuguð. Leyniþjónustustofnanir landsins hafa varað við því að á ystu vængjum hægri- og vinstrivængs stjórnmálanna megi reikna með mótmælum og að ofbeldi verði beitt. Muni það beinast gegn pólitíska kerfinu í Lesa meira

Flestir þeirra sem smituðust af Ómíkronafbrigðinu vissu ekki að þeir voru smitaðir

Flestir þeirra sem smituðust af Ómíkronafbrigðinu vissu ekki að þeir voru smitaðir

Pressan
18.08.2022

Flestir þeirra sem smituðust af Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar vissu ekki að þeir voru smitaðir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Cedars-Sinai Medical Centre í Bandaríkjunum. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að það að fólk hafi ekki vitað að það var smitað hafi líklega átt hlut að máli hvað varðar hraða útbreiðslu Ómíkron. Það að fólk veit ekki að það er smitað Lesa meira

Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða

Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða

Pressan
11.08.2022

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lýsti því yfir í dag að sigrast hefði verið á kórónuveirufaraldrinum sem skall á landinu í vor. Hann felldi um leið allar sóttvarnaaðgerðir úr gildi. Ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Segir hún að ekki eitt einasta smit hafi greinst frá 29. júlí.  Samkvæmt opinberum tölum þá létust 79 af völdum COVID-19 en 26 milljónir búa í landinu. Lesa meira

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn

Dæmdur fyrir hatursglæp – Sakaði asíska fjölskyldu um að standa á bak við heimsfaraldurinn

Pressan
10.08.2022

Jose Gomez III, sem er 21 árs, var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hatursglæp. Hann sá hjón með þrjú lítil börn í Midland í Texas. Fjölskyldan á rætur að rekja til Mjanmar. Gomez hélt að fólkið væri frá Kína. Hann elti fjölskylduna inn í verslun þar sem hann greip nokkra eldhúshnífa úr hillunum og réðst síðan á fjölskylduna með þá Lesa meira

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

80.000 ferðamenn eru fastir á hinu kínverska Hawaii vegna COVID-19 – Þarf fimm neikvæð sýni til að fá að yfirgefa staðinn

Pressan
08.08.2022

80.000 ferðamenn eru fastir í kínverska sumarleyfisbænum Sanya sem er oft kallaður Hawaii Kína. Bærinn er á eyjunni Hainan. Ástæðan er að 263 gestir greindust með COVID-19 á föstudaginn. Á laugardaginn aflýstu yfirvöld öllum flug- og lestaferðum til og frá Sanya að sögn BBC. Til að ferðamenn fái að yfirgefa bæinn verða þeir að framvísa fimm neikvæðum sýnatökum á sjö dögum. Hótel í bænum hafa verið Lesa meira

Telja að þrjár tegundir langvarandi COVID-19 séu til – Mismunandi einkenni

Telja að þrjár tegundir langvarandi COVID-19 séu til – Mismunandi einkenni

Pressan
07.08.2022

Vísindamenn telja að til séu þrjár tegundir langvarandi COVID-19 og að hver tegund sé með sín eigin sjúkdómseinkenni. Þetta byggja þeir á niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Telja vísindamennirnir að þetta sýni að þörf sé á einstaklingsbundinni meðferð við langvarandi COVID-19. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að ein tegund langvarandi COVID-19 sjáist oftast hjá fólki sem smitaðist af Alpha og Delta afbrigðum Lesa meira

Kuldi og COVID-19 valda eggjaskorti í Ástralíu

Kuldi og COVID-19 valda eggjaskorti í Ástralíu

Pressan
07.08.2022

Vegna kalds veðurfars og áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa miklar truflanir orðið á dreifingu eggja í Ástralíu. Svo hart kveður að þessu að sumar stórverslanir eru byrjaðar að skammta egg og miða við tvo bakka á hvern viðskiptavin. Það gæti því orðið erfitt fyrir marga að fá sér egg og beikon, nú eða baka. The Guardian segir að Lesa meira

Fólk sem býr við kröpp kjör er líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19

Fólk sem býr við kröpp kjör er líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19

Pressan
31.07.2022

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum the Institute for Fiscal Studies (IFS) í Bretlandi benda til að einn af hverjum tíu sem glímir við langvarandi veikindi vegna COVID-19 verði að hætta að vinna á meðan sjúkdómseinkenna gætir enn. Fólk sem býr við kröpp kjör, í fátækt, er líklegra til að glíma við langvarandi COVID-19 miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira

Kórónuveiran – Smit af völdum Ómíkron og þrjár bólusetningar veita vernd gegn BA-5

Kórónuveiran – Smit af völdum Ómíkron og þrjár bólusetningar veita vernd gegn BA-5

Pressan
28.07.2022

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni, Statens Serum Institut, sýna að fólk hefur góða vernd gegn BA.5 afbrigði Ómíkron ef það hefur smitast af einhverju afbrigði Ómíkron og fengið þrjá skammta af bóluefni. BA.5 er það afbrigði kórónuveirunnar sem er ráðandi þessa dagana í Danmörku og víðar. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá veitir það 94% vernd gegn smiti Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af