fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Útgöngubann í kínverskum bæjum og borgum vegna kórónuveirunnar

Útgöngubann í kínverskum bæjum og borgum vegna kórónuveirunnar

Pressan
04.08.2021

Milljónir Kínverja búa nú við útgöngubann á meðan yfirvöld reyna að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar skæðu sem herjar á heimsbyggðina. Það er Deltaafbrigði hennar sem gerir Kínverjum lífið leitt þessa dagana. Stefna kínverskra stjórnvalda hefur verið að halda smitum í núlli en sú stefna er nú undir miklum þrýstingi vegna Deltaafbrigðisins. The Guardian skýrir frá þessu. Lesa meira

„Ímyndið ykkur bara ef þetta væri partýið hans Trump“

„Ímyndið ykkur bara ef þetta væri partýið hans Trump“

Pressan
04.08.2021

„Ímyndið ykkur bara ef þetta væri partýið hans Trump,“ þetta skrifaði Andy Biggs, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í kjölfar frétta um að Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, ætli að halda upp á sextugsafmæli sitt og hafi boðið um 700 manns í veisluna. Obama hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir að ætla að halda veisluna og er ástæðan sú mikla sókn Lesa meira

Tékkar fá tvo aukafrídaga ef þeir láta bólusetja sig

Tékkar fá tvo aukafrídaga ef þeir láta bólusetja sig

Pressan
03.08.2021

Á föstudaginn samþykkti tékkneska ríkisstjórnin tillögu sem felur í sér að embættismenn fá tvo aukafrídaga ef þeir láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Markmiðið með þessu er að fá fleiri til að láta bólusetja sig gegn veirunni. „Ég hef ekki fundið neina aðra leið til að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Sumir munu kannski Lesa meira

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Fréttir
03.08.2021

Í gær höfðu um þrjú þúsund manns skráð sig í skimun fyrir COVID-19 þegar Fréttablaðið ræddi við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann sagði að 1.700 hefðu skráð sig í einkennasýnatöku og hinir í sóttkví. „Það er kannski örlítið meira en hefur venjulega verið, en samt minna en var núna í síðustu viku á þessum tíma Lesa meira

Leggur til að börn niður í tveggja ára aldur verði bólusett gegn kórónuveirunni

Leggur til að börn niður í tveggja ára aldur verði bólusett gegn kórónuveirunni

Pressan
03.08.2021

Nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins, erfið stökkbreytt afbrigði veirunnar og lítil börn sem eiga á hættu að glíma við langvarandi eftirköst eftir veikindi. Þetta gæti orðið staðan í haust að mati Eskild Petersen, prófessors í smitsjúkdómafræðum við Árósaháskóla. Hann leggur því til að farið verði að undirbúa bólusetningu barna niður í tveggja ára aldur við veirunni. „Við höfum séð Lesa meira

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti

Fréttir
29.07.2021

Ekki liggur á að bólusetja yngri börn gegn COVID-19 sem stendur að mati Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að börn veikist almennt minna en fullorðnir og smitist síður. „Ef við horfum á faraldurinn hér á Íslandi þá hafa núna um og yfir átta hundruð börn smitast af Covid og ekkert þeirra veikst alvarlega,“ hefur Fréttablaðið eftir Valtý Lesa meira

Kórónuveirusmitum fer fækkandi í Bretlandi en dauðsföllum fjölgar

Kórónuveirusmitum fer fækkandi í Bretlandi en dauðsföllum fjölgar

Pressan
28.07.2021

Í gær greindust 23.511 kórónuveirusmit í Bretlandi og 131 dauðsfall af völdum COVID-19 var skráð. Þetta var sjöundi dagurinn í röð sem smitum fækkaði en dauðsföllin hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan 17. mars en þá voru þau 141. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að nú hafi 129.303 látist af völdum COVID-19 í Bretlandi innan 28 Lesa meira

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Pressan
28.07.2021

Þess er vænst að á morgun muni Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynna að allir starfsmenn alríkisins verði að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni en ef þeir vilja það ekki verða þeir að fara reglulega í sýnatöku. CNN skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Biden staðfesti í gær að innan stjórnar hans væri verið að íhuga að skylda alríkisstarfsmenn Lesa meira

Lést af völdum COVID-19 – Vildi ekki láta bólusetja sig

Lést af völdum COVID-19 – Vildi ekki láta bólusetja sig

Pressan
28.07.2021

45 ára bandarísk kona, Tricia Jones, smitaðist af Deltaafbrigði kórónuveirunnar og lést af völdum COVID-19 í byrjun júní. Hún hafði hafnað bólusetningu gegn kórónuveirunni því hún óttaðist aukaverkanir. Fox 4 hefur þetta eftir móður hennar, Deborah Carmichael. Jones lést 9. júní. Carmichael sagði að henni hafi sjálfri liðið illa eftir bólusetningu og að það hafi hugsanlega hrætt Jones. „Ég gat ekki sannfært hana um að Lesa meira

Framlengja sóttvarnaaðgerðir í New South Wales um einn mánuð

Framlengja sóttvarnaaðgerðir í New South Wales um einn mánuð

Pressan
28.07.2021

Yfirvöld í New South Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja sóttvarnaaðgerðir í Sydney, fjölmennustu borg Ástralíu, um einn mánuð sem og í öllu ríkinu. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra ríkisins, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í dag. Gripið var til sóttvarnaaðgerða í lok júní vegna vaxandi fjölda smita af völdum kórónuveirunnar og áttu þær að gilda fram á næsta föstudag en verða nú framlengdar til 28. ágúst. Þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af