fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Heilbrigðismál

Ragnar segir gríðarlega sóun í heilbrigðiskerfinu – Tíma lækna sóað fyrir framan tölvuskjái

Ragnar segir gríðarlega sóun í heilbrigðiskerfinu – Tíma lækna sóað fyrir framan tölvuskjái

Fréttir
07.02.2024

Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir tíma lækna og fjármunum sóað í heilbrigðiskerfinu. Þetta valdi aukinni bið, þjáningu og verri lífsgæðum fyrir sjúklinga. Þetta kemur fram í grein sem Ragnar skrifar í Nýjasta tölublað Læknablaðsins. Vísar hann þar til umræðu sem var um sóun á nýafstöðum Læknadögum. Til að setja upphæðirnar í samhengi nefnir Lesa meira

Segir ríkisstjórnina eins og Lísu í Undralandi

Segir ríkisstjórnina eins og Lísu í Undralandi

Eyjan
31.01.2024

Hanna Katrín Friðriksson,  þingmaður Viðreisnar, lýsti frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við hina margrómuðu bókmenntapersónu Lísu í Undralandi, í umræðum á Alþingi í dag. Eins og Lísa vissi ríkisstjórnin ekkert hvert hún væri að fara þegar kæmi að heilbrigðismálum: „Þegar Lísa í Undralandi spurði köttinn til vegar sagði hann á móti: Hvert ertu að fara? Ég Lesa meira

Stór hluti lunga skorinn úr af óþörfu – Málið ekki hreyfst hjá Sjúkratryggingum í sjö mánuði

Stór hluti lunga skorinn úr af óþörfu – Málið ekki hreyfst hjá Sjúkratryggingum í sjö mánuði

Fréttir
31.01.2024

Karlmaður hefur kært Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vegna óeðliega tafa á máli hans. Hluti af lunga hans var skorinn úr af óþörfu og skaðabótamáli hans hefur lítið miðað innan stofnunarinnar. Lögmaður spyr hvort ákveðinn starfsmaður SÍ sé vísvitandi að tefja málið. Maðurinn fór í aðgerð á Landspítalanum þann 19. september árið 2020 til að láta fjarlægja illkynja æxli Lesa meira

Fíklar þurfi ekki að stela hjólum fái þeir uppáskrifað morfín eins og læknirinn Árni Tómas vildi

Fíklar þurfi ekki að stela hjólum fái þeir uppáskrifað morfín eins og læknirinn Árni Tómas vildi

Fréttir
29.01.2024

Búi Aðalsteinsson, sem stýrir hlaðvarpinu Hjólavarpið, telur að verði morfín uppáskrifað fyrir fíkla muni það draga úr þjófnaði á reiðhjólum. Hjól séu orðin afar dýr í dag og því um mikil verðmæti að ræða fyrir eigendurna. Leið hins svipta læknis Árna Tómasar hafi minnkað þjófnað. Þetta reifar hann í grein sem birtist á Vísi í Lesa meira

Tíu mest gúgluðu sjúkdómarnir

Tíu mest gúgluðu sjúkdómarnir

Fréttir
14.01.2024

Flestir kannast við það að vafra um á Internetinu í leit að upplýsingum um heilsufarsleg einkenni eða ákveðna sjúkdóma. Þó að oftast sé nú sennilega betri hugmynd að leita til læknis. Breska markaðsrannsóknafyrirtækið Compare the Market hefur gert könnun á því hvaða sjúkdóma fólk gúglar helst. Rannsóknin náði til 155 landa. Sjúkdómurinn sem flestir leita að upplýsingum um á netinu, eða „gúggla“, er Lesa meira

Ísland komst næst best út úr faraldrinum samkvæmt nýrri rannsókn OECD

Ísland komst næst best út úr faraldrinum samkvæmt nýrri rannsókn OECD

Fréttir
02.01.2024

Níu ríki OECD komust hjá umframdauðsföllum í COVID-19 faraldrinum samkvæmt nýrri rannsókn stofnunarinnar, sem er þó ekki alveg lokið. Ísland var með næst lægstu tíðnina. Aðeins Nýja Sjáland var með lægri tíðni en á eftir Íslandi koma Noregur og Írland. Eru þetta þau ríki sem komu best út úr faraldrinum allra ríkja OECD samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarinnar. Umframdauðsfölll eru þau dauðsföll sem Lesa meira

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Fréttir
09.12.2023

Falsfrétt um að bóluefni við covid-19 hafi verið bönnuð á Íslandi gengur nú um netheima eins og eldur í sinu. Falsfréttin var skrifuð á vefsíðu bóluefnaandstæðinga sem kallast News Addicts. „Ísland bannar covid sprautur þar sem óútskýrð dauðsföll hafa rokið upp,“ er fyrirsögnin sem skrifuð var á vefinn þann 25. nóvember síðastliðinn. Segir þar að Lesa meira

Ný rannsókn sýnir slæm langtímaáhrif af notkun ADHD lyfja – Hætta á hjarta og æðasjúkdómum

Ný rannsókn sýnir slæm langtímaáhrif af notkun ADHD lyfja – Hætta á hjarta og æðasjúkdómum

Fréttir
29.11.2023

Vísindamenn við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hafa komist að því að langtímanotkun á ADHD lyfjum getur aukið líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum. Þetta kemur fram tveimur nýjum rannsóknum, sem birtar voru í tímaritunum The Lancet Psychiatry og JAMA Psychiatry. Vísindamennirnir rannsökuðu lyfjaávísanir 1,2 milljón sjúklinga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Hong Kong og Íslandi. Það mynstur sem þeir sáu var eins í öllum löndum. Fólk sem hafði Lesa meira

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Eyjan
29.11.2023

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis telur 48 mánuði, eða fjögur ár, hæfilegan undirbúningstíma fyrir reykingafólk mentól sígaretta að aðlagast áður en bann verður lagt á. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar á frumvarpi Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um tóbaksvarnir. Willum lagði frumvarpið fram undir lok síðasta árs en það byggir á Evróputilskipun sem samin var árið 2014 Lesa meira

Greindist með alnæmi eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – „Það voru ekki margir dagar í dauðann“

Greindist með alnæmi eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – „Það voru ekki margir dagar í dauðann“

Fréttir
26.11.2023

Mállaus og heyrnarlaus innflytjandi, Riduan að nafni, fór í alls 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir vegna óútskýrðra kvilla áður en hann loks greindist með alnæmi á Landspítalanum í október árið 2016. Þá var hann kominn með heilahimnubólgu og búinn að missa allan mátt í fótunum. Riduan, sem er samkynhneigður maður frá Indónesíu, og íslenskur eiginmaður hans, Guðmundur Eyjólfur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af