Ávinna sér ekki bótarétt fyrir þátttöku í „Hefjum störf“
FréttirÞeir sem hafa verið ráðnir til starfa í gegnum „Hefjum störf“ átak Vinnumálastofnunar ávinna sér ekki bótarétt á þeim tíma sem þeir sinna starfinu sem þeir eru ráðnir í. Rúmlega 4.500 manns hafa fengið vinnu í gegnum átakið en því er ætlað að skapa tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Lesa meira
Hefjum störf átakið gagnrýnt – Verkferlar Vinnumálastofnunar sagðir skerða virkni þess
FréttirSamtök atvinnulífsins, SA, og Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, segja að verkferlum Vinnumálastofnunar sem snúa að átakinu Hefjum störf sé ábótavant og að þeir skerði virkni úrræðisins. Þetta kemur fram í minnisblaði samtakanna til fjárlaganefndar Alþingis varðandi fjáraukalög og horfur á vinnumarkaði. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í minnisblaðinu segi að atvinnurekendur hafi vakið Lesa meira