Össur lætur Sigurð Inga finna fyrir því eftir Kastljósið í gær – Kallar hann þrautreyndan smjörklípumann
FréttirÖssur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, sendir Sigurði Inga Jóhannssyni, þingmanni og formanni Framsóknarflokksins, væna pillu eftir að hann mætti í Kastljós í gær til að ræða breytingar á veiðigjöldum. Sigurður Ingi og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mættust í beinni útsendingu þar sem Sigurður Ingi fann yfirvofandi breytingum flest til foráttu. Meistaraleg spurning Össur skrifaði færslu á Lesa meira
Sjávarútvegurinn segir þungan róður framundan – Áróður segja stjórnarliðar
FréttirSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) bera sig illa vegna frumvarps til breytinga á veiðigjöldum sem atvinnuvegaráðherra hefur kynnt. Segja samtökin að frumvarpið muni tvöfalda gjaldtöku á sjávarútveginn og valda auknum rekstrarerfiðleikum í greininni. Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra segja greinina hins vegar vel ráða við breytingarnar og aðrir stjórnarliðar segja að samtökin hafi þegar hafist handa við Lesa meira
Hanna Katrín Friðriksson skrifar: Réttlát auðlindagjöld
EyjanEitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar er að tryggja sanngjörn og réttlát auðlindagjöld sem endurspegla raunverulegt verðmæti náttúruauðlinda okkar og skila sanngjarnri hlutdeild til samfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum fiskistofnum okkar allra. Núverandi reikningsaðferð veiðigjaldanna endurspeglar ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Óréttmæt verðmyndun hefur leitt Lesa meira
Skagfirðingar skora á Hönnu Katrínu
FréttirByggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur skorað á Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að draga til baka frumvarp sem hún hefur lagt fram á Alþingi. Snýst frumvarpið um að taka til baka breytingar á búvörulögum sem gerðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. Samkvæmt breytingunum var sláturhúsum og kjötafurðastöðvum veitt heimild til samruna og samstarfs og voru með því Lesa meira
Þrjú bítast um tvö leiðtogasæti hjá Viðreisn í Reykjavík – uppstilling vinnur með sitjandi þingmönnum
EyjanViðreisn hefur ákveðið að fara í uppstillingu í stað prófkjörs í komandi kosningum. Þetta staðfestir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Ákvörðunin var tekin á fundi í fyrrakvöld, sem gerir það að verkum að hugmyndir Jóns Gnarr um að bjóða sig fram í prófkjöri gegn Þorbjörgu eða Hönnu Katrínu verða ekki að veruleika. Þetta Lesa meira
Segir ríkisstjórnina eins og Lísu í Undralandi
EyjanHanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lýsti frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við hina margrómuðu bókmenntapersónu Lísu í Undralandi, í umræðum á Alþingi í dag. Eins og Lísa vissi ríkisstjórnin ekkert hvert hún væri að fara þegar kæmi að heilbrigðismálum: „Þegar Lísa í Undralandi spurði köttinn til vegar sagði hann á móti: Hvert ertu að fara? Ég Lesa meira
Hanna Katrín Friðriksson skrifar: Áfram stopp jafnvel smá til baka
EyjanÞað eru stór og mikilvæg verkefni fram undan. Verkefni sem skipta sköpum þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Við höfum þar alla burði til að gera vel. Alla burði til að auka velsæld á hátt sem ekki eingöngu skilar sér til núverandi kynslóða heldur framtíðar kynslóða líka. En tíminn líður og hann vinnur ekki með okkur. Lesa meira
Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn gæti notað hvalveiðibannið sem tylliástæðu til að sprengja ríkisstjórnina
EyjanHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir mikil átök vera í gangi innan ríkisstjórnarinnar og ekki sé allt sem sýnist í þeim efnum. Hún segir Svandísi Svavarsdóttur halda á fjöreggi ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni þessa vikuna. Hanna Katrín telur að Svandís muni þurfa að bakka með hvalveiðibannið sem Lesa meira
Hælisleitendur eru fámennur hópur, ekki stórt vandamál, segir þingflokksformaður Viðreisnar
EyjanHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir alrangt að um mikinn fjölda fólks sé að ræða í hópi hælisleitenda, sem vandi stafi af. Þetta sé fámennur hópur. Hins vegar sé vandamál hvernig pólitíska samtalið sé orðið hér á landi. Upplýsingaóreiða sé mikil og andstæðar skoðanir úthrópaðar sem vitlausar eða jafnvel glæpsamlegar. „Við verðum að stíga til Lesa meira
Hanna Katrín styður hvalveiðibann Svandísar en telur að Svandís verði beygð í málinu – ríkisstjórnin gangi út á hrossakaup
EyjanHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, styður hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og telur að Svandís hafi orðið að bregðast skjótt við á grundvelli nýfenginna upplýsinga þegar hún bannaði hvalveiðar sólarhring áður en þær áttu að hefjast í júní. Hanna Katrín er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. Hún segir stuðning sinn við hvalveiðar Lesa meira