Greiddu 280 milljónir fyrir að fara upp í Hallgrímskirkjuturn
FréttirÁ síðasta ári hafði Hallgrímskirkja tæplega 280 milljónir í tekjur af ferðum fólks upp í útsýnispall kirkjuturnsins. Árið áður voru tekjurnar 238 milljónir og því hækkuðu þær töluvert á milli ára. Kirkjan hafði 27 milljónir í tekjur af ferðum upp á útsýnispallinn 2010. Fjölgun ferðamanna hefur því haft áhrif á rekstur kirkunnar eins og svo Lesa meira
Kórperlur með Schola cantorum á Allra heilagra messu
FókusSchola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. nóvember á Allra heilagra messu, líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni flytur kórinn þrjú áhrifamikil kórverk, Media vita eftir John Sheppard, Miserere eftir James MacMillan og Missa defunctorum eftir Kjell Mörk Karlsen. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikar Schola cantorum á Allra sálna messu undanfarin Lesa meira
Frumflutningur á verkum eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson
FókusBandaríski orgelleikarinn James David Hicks heldur tónleika á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í dag kl. 17, þar sem hann frumflytur meðal annars verk eftir tvö íslensk tónskáld, Gunnar Andreas Kristinsson og Sigurð Sævarsson. Yfirskrift tónleikanna er Norræn orgeltónlist, en James hefur undanfarin ár lagt ríka áherslu á að auðga orgelbókmenntir Norðurlandanna með þvi að panta verk frá norrænum tónskáldum. Þessi verk hefur hann einnig hljóðritað fyrir geisladiska á Lesa meira
Heimsþekkta norska tónskáldið Trond Kverno gestur í sunnudagsmessu Hallgrímskirkju
FókusHátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju kl. 11 með tónlist norska tónskáldsins Trond Kverno. Norska tónskáldið Trond Kverno er gestur árlegrar Organistastefnu, sem haldin er fyrir organista á vegum Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar í Skálholti um helgina. Trond Kverno, sem er með þekktustu og virtustu tónskáldum Norðurlandanna hefur samið mjög mikið af kirkjutónlist, bæði stór kórverk og sálma. Sálmalög hans þykja sérlega falleg og grípandi og Lesa meira
Síðustu tónleikarnir í sumartónleikaröð Schola cantorum
Nú er komið að tíundu og síðustu tónleikunum í sumartónleikaröð Schola cantorum, kammerkórs Hallgrímskirkju. Kórinn hefur fengið glimrandi móttökur í sumar og glatt marga tónleikagesti með töfrandi og áhrifamiklum söng. Unnendum kórtónlistar gefst nú kostur á að láta hlýjan og fagran söng umvefja sig áður en að haustið skellur á. Miðvikudaginn 29. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Lesa meira
Schola cantorum syngur á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun
Viðburðaríku 26. Alþjóðlega orgelsumri er lokið. 38 eftirminnilegir tónleikar í Hallgrímskirkju á rúmlega tveimur mánuðum og aðsóknin á hátíðina hefur líklega aldrei verið jafn góð. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, mun þó halda áfram að gleðja tónleikagesti með söng sínum næstu tvo miðvikudaga. Miðvikudaginn 22. ágúst kl. 12 syngur hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – níunda vika að hefjast
„Síðustu átta vikur hafa verið hreint út sagt stórkostlegar fyrir okkur tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu. Innan veggja Hallgrímskirkju höfum við ítrekað upplifað flott samsettar efnisskrár, fallegan kórsöng og glæsilegan orgelleik (sem stundum hefur verið spunninn á staðnum af miklu listfengi). Gestir Alþjóðlegs orgelsumars í ár eru margir hverjir meðal þekktustu organista í Evrópu og mikill heiður Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – sjöunda vika að hefjast
Eftir fágaðan flutning Láru Bryndísar Eggertsdóttur á nýlegri íslenski orgeltónlist síðastliðinn fimmtudag og tvenna ótrúlega tónleika franska spunameistarans Thierrys Escaich um helgina heldur Alþjóðlega orgelsumarið í Hallgrímskirkju vonandi áfram að heilla hrifnæma tónleikagesti með fernum tónleikum í þessari viku. Thierry Mechler organisti Fílharmóníunnar í Köln og Lára Bryndís Miðvikudaginn 25. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – fimmta vika að hefjast
Eftir flotta orgeltónleika Kitty Kovács síðastliðinn fimmtudag og tvenna stórglæsilega tónleika Winfrieds Bönig organista Kölnardómkirkju um helgina heldur Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju áfram með fjórum spennandi tónleikum í þessari viku, Loreto Aramendi frá San Sebastian á Spáni og ný íslensk verk, þar á meðal einn frumflutningur: Miðvikudaginn 11. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og Lesa meira
Alþjóðlegt orgelsumar Hallgrímskirkju – fjórða vika að hefjast
Fjórða vika alþjóðlegs orgelsumars Hallgrímskirkju hefst á morgun. Eftir glæsilega orgeltónleika Elísabetar Þórðardóttur s.l. fimmtudag, frábæra tónleikatvennu Irenu Chřibková frá Prag um helgina og ógleymanlega tónleika Los Angeles Children’s Chorus í gærkvöldi heldur veislan áfram á Alþjóðlega orgelsumrinu í Hallgrímskirkju. Miðvikudaginn 4. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Lesa meira