fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Hafnarfjörður

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Fyrirtækið Carbfix er sagt sefna að niðurdælingu á allt að 4,8 milljónum tonna af koldíoxíði og er það sagt vonast til að velta hátt í þrjú hundruð milljörðum á fullum afköstum. Eru fyrirhugaðar framkvæmdir sagðar mun umfangsmeiri en Hafnfirðingar hafa fengið upplýsingar um. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri úttekt í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Umrætt verkefni, hið svokallaða Coda Terminal-verkefni, Lesa meira

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Hart er tekist á um fyrirhugaða framkvæmd Carbfix við Vallahverfið í Hafnarfirði, Coda Terminal. Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir það rangt að eitri verði dælt niður í berglögin. Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður segir niðurdælinguna auka líkur á jarðskjálftum og að ógjörningur sé að hreinsa efnið fyrir niðurdælingu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að íbúakosning fari fram um verkefnið að því gefnu Lesa meira

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Fréttir
14.11.2024

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði Hafnarfjarðar gera alvarlegar athugasemdir við tilkynningu á vef Hafnarfjarðar þar sem sagt var að atkvæðagreiðsla verkalýðsfélagsins Hlífar um vinnustöðvun á leikskólum veki undrun. Þetta gerði ekkert nema að hleypa illu blóði í yfirstandandi viðræður deiluaðila. Tilkynningin birtist þann 8. nóvember síðastliðinn og var með yfirskriftina „Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekur undrun.“ Þar Lesa meira

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Fréttir
11.11.2024

Íbúi í Vallahverfinu segir fyrirtækið Carbfix gaslýsa almenning hvað varðar hina fyrirhuguðu niðurdælingarstöð Coda Terminal. Niðurdælingin, meðal annars á snefilefnum af blásýru og öðrum efnum, muni eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Coda Terminal verkefnið hefur reynst mjög umdeilt og íbúar á Völlunum eru margir hverjir mjög uggandi yfir því sem þeir segja Lesa meira

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Fréttir
03.10.2024

Íbúar í Hafnarfirði sem berjast gegn Coda Terminal, niðurdælingarverkefni Carbfix sunnan við Vallahverfi, segjast ekki ætla að bíða þar til búið er að afgreiða málið í aðal-og deiliskipulagsvinnu bæjarins. Ef málið verði ekki sett í íbúakosningu hið fyrsta verði safnað undirskriftum til að knýja á um kosningu. Þetta kemur fram í bréfi íbúa til bæjarráðs Hafnarfjarðar, sem fundaði í morgun. Bæjarráð Lesa meira

Garðabær hefur áhyggjur af áhrifum Coda Terminal á vatnsból

Garðabær hefur áhyggjur af áhrifum Coda Terminal á vatnsból

Fréttir
27.09.2024

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur áhyggjur af því að ekkert er minnst á vatnsbólin norðaustan við Kleifarvatn í greiningarvinnu tengdu Coda Terminal í Hafnarfirði. Einnig telur nefndin að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat þar sem framkvæmdin hafi áhrif innan marka bæjarins. Þetta kom fram í meðferð málsins á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í gær, 26. september. Lesa meira

Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal

Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal

Fréttir
25.09.2024

Hópur íbúa í Hafnarfirði sem mótmælt hefur verkefninu Coda Terminal, sem hefur reynst afar umdeilt, hvetur alla þingmenn Suðvesturkjördæmis til að kynna sér verkefnið betur og segja skorta verulega á að málið hafi verið rætt gaumgæfilega. Verkefnið, sem er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, gengur í stuttu máli út á Lesa meira

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“

Fréttir
16.09.2024

Skemmdarverk voru unnin á lóð leikskólans Víðivöllum í Hafnarfirði. Meðal annars var fáni fjölbreytileikans rifinn og tættur. Starfsfólk leikskólans, sem er við götuna Miðvang í Norðurbæ Hafnarfjarðar, tók eftir skemmdarverkunum þegar það mætti til vinnu í morgun. Hafði fáni fjölbreytileikans verið rifinn og hann hengdur í tvennu lagi á grindverk við fjölfarinn gangstíg við leikskólann. Lesa meira

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Fréttir
06.09.2024

Strætó b.s. hefur óskað eftir sérstöku fjárframlagi frá eigendum félagsins, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nemur heildarupphæðin 188 milljónum króna. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem að Strætó óskar eftir auka fjárframlagi frá sveitarfélögunum. Í lok síðasta árs óskaði Strætó eftir því að sveitarfélögin leggðu því til tæplega 352 milljónir króna til að Lesa meira

Bindindismenn höfðu sigur gegn Hafnarfirði og þremur stjórnarmönnum – Fá að eiga Gúttó áfram

Bindindismenn höfðu sigur gegn Hafnarfirði og þremur stjórnarmönnum – Fá að eiga Gúttó áfram

Fréttir
03.09.2024

Hæstiréttur hefur hafnað að taka fyrir mál sem varðar kvöð yfir Gúttó, góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Bindindismenn (IOGT) unnu málið gegn fyrrverandi stjórn Hafnarfjarðardeildar félagsins og Hafnarfjarðarbæ. Eignarhald hússins hafði verið fært yfir til bæjarins án þess að leggja það fyrir landsstjórn IOGT. DV greindi frá upphafi málsins í október á síðasta ári en þá hafði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af