Edda Björgvins grautfúl eftir óhapp í Hafnarfirði – Viðgerðin kostaði annan handlegginn
FókusEdda Björgvinsdóttir leikkona og handritshöfundur segir farir sínar ekki sléttar eftir að hún lenti í óhappi í Hafnarfirði fyrir skemmstu. Edda greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ein ROSALEGA fúl á móti!!,“ segir hún og bætir við að bíllinn hennar hafi skemmst þegar hún ók honum ofan í „mjööööög“ djúpa holu á Hverfisgötu í Hafnarfirði. Lesa meira
Varpa sprengju um Carbfix: Fyrirtækið sagt stefna að mun umfangsmeiri framkvæmdum en áður hefur komið fram
FréttirFyrirtækið Carbfix er sagt sefna að niðurdælingu á allt að 4,8 milljónum tonna af koldíoxíði og er það sagt vonast til að velta hátt í þrjú hundruð milljörðum á fullum afköstum. Eru fyrirhugaðar framkvæmdir sagðar mun umfangsmeiri en Hafnfirðingar hafa fengið upplýsingar um. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri úttekt í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Umrætt verkefni, hið svokallaða Coda Terminal-verkefni, Lesa meira
Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður
FréttirHart er tekist á um fyrirhugaða framkvæmd Carbfix við Vallahverfið í Hafnarfirði, Coda Terminal. Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir það rangt að eitri verði dælt niður í berglögin. Ómar Smári Ármannsson lögreglumaður segir niðurdælinguna auka líkur á jarðskjálftum og að ógjörningur sé að hreinsa efnið fyrir niðurdælingu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að íbúakosning fari fram um verkefnið að því gefnu Lesa meira
Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
FréttirFulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði Hafnarfjarðar gera alvarlegar athugasemdir við tilkynningu á vef Hafnarfjarðar þar sem sagt var að atkvæðagreiðsla verkalýðsfélagsins Hlífar um vinnustöðvun á leikskólum veki undrun. Þetta gerði ekkert nema að hleypa illu blóði í yfirstandandi viðræður deiluaðila. Tilkynningin birtist þann 8. nóvember síðastliðinn og var með yfirskriftina „Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekur undrun.“ Þar Lesa meira
Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
FréttirÍbúi í Vallahverfinu segir fyrirtækið Carbfix gaslýsa almenning hvað varðar hina fyrirhuguðu niðurdælingarstöð Coda Terminal. Niðurdælingin, meðal annars á snefilefnum af blásýru og öðrum efnum, muni eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Coda Terminal verkefnið hefur reynst mjög umdeilt og íbúar á Völlunum eru margir hverjir mjög uggandi yfir því sem þeir segja Lesa meira
Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
FréttirÍbúar í Hafnarfirði sem berjast gegn Coda Terminal, niðurdælingarverkefni Carbfix sunnan við Vallahverfi, segjast ekki ætla að bíða þar til búið er að afgreiða málið í aðal-og deiliskipulagsvinnu bæjarins. Ef málið verði ekki sett í íbúakosningu hið fyrsta verði safnað undirskriftum til að knýja á um kosningu. Þetta kemur fram í bréfi íbúa til bæjarráðs Hafnarfjarðar, sem fundaði í morgun. Bæjarráð Lesa meira
Garðabær hefur áhyggjur af áhrifum Coda Terminal á vatnsból
FréttirSkipulagsnefnd Garðabæjar hefur áhyggjur af því að ekkert er minnst á vatnsbólin norðaustan við Kleifarvatn í greiningarvinnu tengdu Coda Terminal í Hafnarfirði. Einnig telur nefndin að leita hefði átt umsagnar Garðabæjar við umhverfismat þar sem framkvæmdin hafi áhrif innan marka bæjarins. Þetta kom fram í meðferð málsins á fundi skipulagsnefndar Garðabæjar í gær, 26. september. Lesa meira
Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal
FréttirHópur íbúa í Hafnarfirði sem mótmælt hefur verkefninu Coda Terminal, sem hefur reynst afar umdeilt, hvetur alla þingmenn Suðvesturkjördæmis til að kynna sér verkefnið betur og segja skorta verulega á að málið hafi verið rætt gaumgæfilega. Verkefnið, sem er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, gengur í stuttu máli út á Lesa meira
Skemmdarverk á leikskóla í Hafnarfirði og fáni fjölbreytileikans tættur – „Fáni sem er táknmynd umburðarlyndis í samfélagi okkar vanvirtur“
FréttirSkemmdarverk voru unnin á lóð leikskólans Víðivöllum í Hafnarfirði. Meðal annars var fáni fjölbreytileikans rifinn og tættur. Starfsfólk leikskólans, sem er við götuna Miðvang í Norðurbæ Hafnarfjarðar, tók eftir skemmdarverkunum þegar það mætti til vinnu í morgun. Hafði fáni fjölbreytileikans verið rifinn og hann hengdur í tvennu lagi á grindverk við fjölfarinn gangstíg við leikskólann. Lesa meira
Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
FréttirStrætó b.s. hefur óskað eftir sérstöku fjárframlagi frá eigendum félagsins, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Nemur heildarupphæðin 188 milljónum króna. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem að Strætó óskar eftir auka fjárframlagi frá sveitarfélögunum. Í lok síðasta árs óskaði Strætó eftir því að sveitarfélögin leggðu því til tæplega 352 milljónir króna til að Lesa meira