Kona sem rann í hálku glímir við varanlegar afleiðingar – Stendur uppi bótalaus eftir nokkurra ára baráttu
FréttirHæstiréttur hefur hafnað beiðni konu um áfrýjunarleyfi en konan fór fram á að TM tryggingar greiddu henni bætur úr tryggingu vinnuveitanda hennar eftir að konan slasaðist við vinnu, þegar hún rann í hálku við að fara með rusl út af vinnustaðnum. Hafði konan, sem hlaut varanlega örorku eftir slysið, tapað málinu fyrir bæði héraðsdómi og Lesa meira
Hæstiréttur dæmdi kennaranum sem sló nemanda tæpar 11 milljónir í bætur
FréttirHæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli konu sem var sagt upp starfi sínu sem íþróttakennari í Dalvíkurskóla eftir að hafa slegið nemanda sem hafði áður slegið hana. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um ólögmæta uppsögn væri að ræða og dæmdi Dalvíkurbyggð til að greiða konunni 10,8 milljónir króna í bætur auk vaxta. Málið Lesa meira
Dæmdur barnaníðingur fær ekki áheyrn í Hæstarétti
FréttirSíðastliðinn mánudag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um áfrýjunarbeiðni manns sem hafði verið dæmdur í héraðsdómi og Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku frá því að hún var 11 ára og þar til hún varð þrettán ára. Maðurinn gerði margvíslegar athugasemdir við meðferð máls síns og óskaði þar af leiðandi eftir leyfi til að áfrýja málinu Lesa meira
Félag sem afneitar æðri máttarvöldum vildi fá sömu meðferð og trúfélög
FréttirHæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál DíaMat-félags um díalektíska efnishyggju gegn Reykjavíkurborg en félagið fór fram á að fá ókeypis lóð eins og fjögur trúfélög höfðu áður fengið. Leiðarstef félagsins eru díalektísk efnishyggja og undirgrein hennar söguleg efnishyggja, sem runnar eru undan rifjum Karl Marx og Friedrich Engels, en félagið segir að þeir Lesa meira
Dómskerfið blessaði eignarnám Vegagerðarinnar
FréttirHæstiréttur birti fyrir helgi ákvarðanir sínar í sex málum sem vörðuðu öll eignarnám Vegagerðarinnar á hluta af jörðum í Hornafirði vegna gerðar hringvegar um fjörðinn. Alls fóru 12 landeigendur í mál við Vegagerðina en þar af voru 2 dánarbú. Um var að ræða hluta af samtals 8 jörðum í Hornafirði. Héraðsdómur og Landsréttur komust að Lesa meira
Sagt upp á Landspítalanum og komin á endastöð í dómskerfinu
FréttirBirtar hafa verið ákvarðanir Hæstaréttar í málum fjögurra einstaklinga, þriggja kvenna og eins karlmanns, sem sagt var upp störfum sínum sem millistjórnendur hjá Landspítalanum árið 2020. Fólkið fór í mál við íslenska ríkið en bæði Héraðsdómur og Landsréttur dæmdu þeim í óhag. Hæstiréttur hafnaði því að taka mál fólksins fyrir og því virðist ljóst að Lesa meira
Hæstiréttur mun veita verkfræðingum, tölvunarfræðingum og lyfjafræðingum áheyrn
FréttirHæstiréttur hefur tekið þá ákvörðun að taka fyrir mál Verkfræðingafélag Íslands, Stéttarfélags tölvunarfræðinga og Lyfjafræðingafélag Íslands gegn íslenska ríkinu. Málið varðar uppsögn á yfirvinnusamningum tiltekinna starfsmanna á stoðdeildum Landspítalans. Í ákvörðuninni kemur fram að umræddum stéttarfélögum greini á um það við ríkið hvort að uppsögn á yfirvinnusamningunum hafi falið í sér hópuppsögn í skilningi laga. Lesa meira
Góðar fréttir úr Hæstarétti fyrir Hugin
FréttirHæstiréttur kvað í gær upp dóm sem varðar meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar útgefanda gegn Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp. Huginn sakaði Maríu meðal annars um að kalla hann ofbeldismann. Huginn var sinn eigin lögmaður en Landsréttur vísaði málinu frá vegna vanreifunar og ónægra málsgagna. Hæstiréttur sneri hins vegar dómnum við í gær og fyrirskipaði Landsrétti að Lesa meira
Lögreglumaður með áfallastreituröskun fær ekki bætur
FréttirHæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli sem maður höfðaði gegn Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Maðurinn hefur starfað sem lögreglumaður en glímdi við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að máli í Árbæ árið 2013 sem endaði með því að maður, sem átti við geðræn vandamál að stríða, skaut á lögreglumenn. Að lokum skaut sérsveit ríkislögreglustjóra Lesa meira
Brotinn hárgreiðslustóll fer fyrir Hæstarétt
FréttirFyrir helgi tók Hæstiréttur þá ákvörðun að taka fyrir mál sem kona höfðaði gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Upphaf málsins má rekja til þess að konan settist í hárgreiðslustól á hárgreiðslustofu en ekki vildi betur til en svo að stóllinn brotnaði með þeim afleiðingum að konan féll í gólfið. Samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar snýst ágreiningur milli málsaðila Lesa meira