Framleiðandi og saxafónleikari saka Waters um gyðingahatur – „Ég skal kynna þig fyrir dauðri ömmu þinni“
FókusRoger Waters, fyrrverandi bassaleikari rokksveitarinnar Pink Floyd, hefur enn og aftur verið sakaður um gyðingahatur. Nú af framleiðandanum Bob Ezrin og saxófónleikaranum Norbert Stachel. Báðir unnu þeir náið með Waters og báðir eru gyðingar. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem ber titilinn The Dark Side of Roger Waters. Ezrin, sem framleiddi stórvirkið The Wall árið 1980, segist hafa litið á Waters sem vin sinn og elskað hann. En hlutir sem Waters sagði hafi sært hann djúpt og þess Lesa meira
FBI varar við – Telur árás yfirvofandi
PressanBandaríska alríkislögreglan FBI sendi í gær frá sér viðvörun vegna yfirvofandi árásar. Segist FBI hafa fengið trúverðugar upplýsingar um „víðtæka ógn sem steðji að bænahúsum gyðinga“ í New Jersey. ABC News skýrir frá þessu og segir að FBI hafi skýrt frá þessu á Twitter og beðið alla um að vera á varðbergi. Segir FBI að frekari upplýsingar verði birtar um leið og það sé hægt. Ekki kemur fram hvernig Lesa meira
Helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtir í Helförinni
PressanRétt rúmlega helmingur Breta veit ekki að 6 milljónir gyðinga voru myrtar í Helförinni og fjórðungur telur að tvær milljónir eða færri hafi verið myrtar. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar. Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að 67% svarenda töldu að bresk yfirvöld hafi tekið við öllum þeim gyðingum sem vildu koma til Bretlands eða hluta þeirra. Lesa meira
EasyJet greiðir konu bætur – Beðin um að skipta um sæti vegna kynferðis síns
PressanTvisvar sinnum hefur hin bresk/ísraelska Melanie Wolfson verið beðin um að flytja sig í annað sæti í flugvélum easyJet. Ástæðan er að hún er kona og ekkert annað. Nú hefur flugfélagið fallist á að greiða henni bætur vegna þessa og það hefur lofað að breyta starfsaðferðum sínum í þessum efnum. Wolfson býr í Tel Aviv í Ísrael en fer Lesa meira
Enn eru lög frá valdatíma nasista í gildi í Þýskalandi – Beinast gegn gyðingum
Pressan29 lög, sem voru samþykkt á valdatíma nasista, eru enn í gildi í Þýskalandi. Nú vill fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem annast mál er varða gyðingahatur, láta taka til í lagasafninu. Meðal þessara laga eru lög um „hefðbundin“ gyðinganöfn. Samkvæmt þeim þurftu gyðingar að taka sér nýtt nafn ef nöfn þeirra voru ekki á lista yfirvalda yfir Lesa meira
Mörg hundruð gyðingar mótmæltu nýjum kórónuveiruaðgerðum í New York
PressanMörg hundruð strangtrúaðir gyðingar söfnuðust saman í Brooklyn í New York í gær til að mótmæla nýjum og hertum aðgerðum yfirvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þeir eru ósáttir við að Bill de Blasio, borgarstjóri, hafi hert aðgerðirnar. Frá og með gærdeginum var íbúum ákveðinna hverfa í borginni gert að sæta strangari takmörkunum en aðrir borgarbúa vegna smithlutfallsins í hverfunum. Þessar hertu aðgerðir ná til Lesa meira
Tæplega tveir þriðju hlutar ungra fullorðinna Bandaríkjamanna vita ekki sannleikann um Helförina
PressanNiðurstöður nýrrar könnunar sýna að 23% fullorðinna Bandaríkjamanna á aldrinum 18 til 39 ára telja að Helförin sé mýta, að hún hafi verið ýkt eða þá að þeir eru ekki vissir um hana. 12% sögðust alveg örugglega ekki hafa heyrt um Helförina eða töldu sig ekki hafa heyrt um hana. Þessi hópur veit ekki að Lesa meira
Strangtrúaðir gyðingar harðneita að fara eftir fyrirmælum varðandi COVID-19
PressanBænahúsum hefur verið lokað í Ísrael og fólk þarf að halda sig fjarri öðru fólki. En strangtrúaðir gyðingar þvertaka fyrir að fara eftir þessu og því þarf kannski ekki að koma á óvart að þeir eru sá þjóðfélagshópur í Ísrael þar sem flestir smitast. Ísraelskir óeirðalögreglumenn hafa dögum saman lent í hörðum átökum við strangtrúaða Lesa meira
Einn af hverjum 20 Bretum telur að Helförin hafi ekki átt sér stað
PressanEinn af hverjum 20 Bretum trúir ekki að Helförin hafi átt sér stað og 1 af hverjum 12 telur að umfang hennar hafi verið ýkt. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar. Einnig kom í ljós að 64% aðspurðra gátu ekki sagt til um hversu margir gyðingar voru myrtir eða töldu fjöldann mun minni en raun var. Lesa meira
Nýjar og athyglisverðar upplýsingar í bók sem var í eigu Hitlers
PressanBók, sem var eitt sinn í eigu Adolfs Hitlers, er nú komin í vörslu kanadíska þjóðskjalasafnsins en hún var áður í eigu eftirlifanda Helfararinnar. Í bókinni, sem heitir Statistik, Presse und Organisationen des Judentums in den Vereinigten Staaten und Kanada, koma fram áður óþekktar upplýsingar um áhuga nasista á Norður-Ameríku. Bókin var tekin saman af Lesa meira