„Hvaða leikaraskapur er þetta eiginlega?“
EyjanGunnar Smári Egilsson, foringi sósíalista á Íslandi, þykir ekki mikið koma til alls þess umstangs sem heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur í för með sér. Fordæmir hann „útgöngubannið“ og „herlögin“ sem eru í gildi í Reykjavík sökum þessa og telur að hægt hefði verið að koma á viðræðum með mun praktískari hætti: „Ef Guðlaugur Lesa meira
Gunnar Smári segir enga ógn stafa af Pútín: „Rússland er aumingi í samanburði við Sovét“
EyjanGunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, telur að engin ógn stafi af Vladimir Pútín forseta Rússlands, þar sem stærð hagkerfis Rússlands sé minni en á tímum Sovétríkjanna og landsframleiðslan sé minni nú en á tímum kalda stríðsins. Rússland réðst sem kunnugt er inn í Úkraínu árið 2014 og hertók Krímskaga, sem varð til þess að Lesa meira
Segir stjórnvöld lúta vilja 5% kjósenda varðandi eignarhald bankanna: „Við lifum ekki í lýðræði“
EyjanAlls vilja tæp 37% landsmanna óbreytt eignahald ríkisins á bönkunum, samkvæmt könnun Zenter fyrir Fréttablaðið í dag. Þá vilja tæp 35% draga úr eignarhaldi ríkisins, 16.5% vilja auka eignarhald ríkisins, 6.9% vilja að ríkið kaupi alla eignarhluti bankanna og 5.1% vilja selja alla eignarhluti ríkisins í bönkunum. Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, segir þetta skýr skilaboð Lesa meira
Gunnar Smári: „Kannski ættum við að hætta að kjósa fólk sem hefur selt sál sína fyrir fram“
EyjanRætt er við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Fréttablaðinu í dag í tilefni af könnun blaðsins sem leiðir í ljós að meirihluti landsmanna er hlynntur því að setja jarðakaupum erlendra aðila þrengri skorður. „Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart eftir umræðuna og þau samtöl sem ég hef átt við fjölmarga aðila um Lesa meira
Gunnar Smári baunar á Boeing: „Þetta er lítil saga af kapítalismanum og verðmætamati hans“
EyjanSem kunnugt er þá hafa tvær þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 farist í flugslysum á liðnum misserum með þeim afleiðingum að 346 létust. Hafa vélarnar verið kyrrsettar síðan í mars og málið verið allt hið vandræðalegasta fyrir Boeing, en rekja má orsök slysanna til galla í vélunum. Félagið hefur í kjölfarið verið gagnrýnt Lesa meira
Sjáðu hvað tveggja herbergja íbúð kostaði árið 1974 að núvirði: „Hvað gerðist eiginlega?“
EyjanHúsnæðisverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin ár á Íslandi og eftirspurninni fyrir litlar og ódýrar íbúðir til handa fyrstu kaupendum hefur ekki verið sinnt. Hefur þetta, ásamt öðrum breytum, leitt til húsnæðisskorts þar sem æ færri hafa efni á að koma sér þaki yfir höfuðið. Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, rifjar upp húsnæðisverðið í Breiðholtinu Lesa meira
Blöskrar íbúðaverðið á Brynjureitnum og baunar á braskara: „Væri lífið ekki betra án þessa liðs?“
EyjanTil sölu eru nú um 30 smáíbúðir á Brynjureitnum svokallaða, en stærð þeirra er frá 35 fermetrum og upp í 48 fermetra. Verðið á þeim er frá tæpum 30 milljónum og upp í tæpar 35 milljónir, sem Gunnari Smára Egilssyni, sósíalistaforingja, þykir ansi mikið, ekki síst þegar fermetraverðið er reiknað: „Ódýru íbúðirnar á Brynjureitnum kosta Lesa meira
Gunnar Smári: „Ríkisstjórnin kaus að gera eins lítið og mögulegt var“
Eyjan„Mér finnst samningur verkalýðshreyfingarinnar við samtök fyrirtækjaeigenda sleppa ágætlega. Krafan var 425 þús. kr. en niðurstaðan varð 390 þús. kr. Þegar krafan var sett fram þótti hún svo djörf að ýmsir erindrekar hinna ríku misstu vitið og hafa ekki fundið það enn. Síðastliðið sumar virtist sem krafan væri að formast um 400 þús. kr. Svo 390 Lesa meira
Hátekjuskattþrep kom aldrei til skoðunar hjá Bjarna
EyjanÍ síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýtt skattþrep til sögunnar, sem lækka á skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig og auka á ráðstöfunartekjur þeirra sem eru með um 325 þúsund krónur á mánuði í laun, um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Ekki ríkti mikil sátt um þessa ákvörðun úr hópi forystu Lesa meira
Segir Sjálfstæðisflokkinn eiga Íslandsmetið í skuldum: „Bjarni hefur sólundað 550 milljónum til að halda sér í embætti“
EyjanGunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, skýtur föstum skotum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í færslu sinni á Facebook. Gunnar Smári nefnir að þegar Bjarni var kosinn formaður árið 2009, hafi Sjálfstæðisflokkurinn skuldað 43 milljónir að núvirði. Nú skuldi hann hinsvegar 422 milljónir, sem hann segir vera Íslandsmet: „Enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur skuldað annað Lesa meira