Hagnaður hjá Sósíalistum – Fengu styrki frá þekktum mönnum úr viðskiptalífinu
EyjanAlls var 2.6 milljóna króna hagnaður á rekstri Sósíalistaflokks Íslands á síðasta ári samkvæmt útdrætti ársreiknings flokksins sem birtur er á veg Ríkisendurskoðunar. Tekjur flokksins námu 6.2 milljónum og útgjöldin voru 3.6 milljónir. Félagsgjöld og framlög lögaðila og einstaklinga stóðu að mestu undir tekjulið flokksins, en þar munar mest um þá Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar Lesa meira
Sláandi tölfræði frá Alþingi – „Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins væri réttnefni“
EyjanKjörtímabil ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er nú hálfnað. Á þessum tíma í fyrra hafði ríkisstjórnin lagt fram alls 31 stjórnarfrumvarp fyrir Alþingi. Í ár eru þau einungis 20 það sem af er. Það er þriðjungsfækkun. Við bætist að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera komin fram, ef Lesa meira
Gunnar Smári neitar aðild að stofnun nýs Alþýðublaðs – „En ég veit að þessi hugmynd nýtur fylgis“
EyjanGunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi og blaðamaður sagði við Eyjuna í dag að ekki stæði til að hann kæmi að fjölmiðlarekstri sem fjármagnaður yrði af verkalýðshreyfingunni. Gunnar minntist þess í færslu á Facebook að þennan dag hafi Alþýðublaðið verið stofnað fyrir 100 árum og staðan þá væri keimlík stöðunni í dag og því full ástæða til Lesa meira
Segir Brynjar Níelsson það næsta sem kemst verkalýðsforkólfi á þingi – „Eins hlægilegt og það nú er“
EyjanGunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi og áhugamaður um elítu og stéttarskiptingu, fjallar um rannsókn dr. Hauks Arnþórssonar á stjórnmálaelítum Íslands á Facebook síðu sinni. Gunnar segir baráttuna gegn elítum muni lita stjórnmálin næstu árin og áratugina: „Og ekki síst frelsisbaráttu verkalýðsins og annarra kúgaðra hópa. Þarna kemur fram að elítan hefur ekki skaðað þá flokka sem Lesa meira
Fyrirtæki fjármálastjórans fékk yfir 32 milljónir frá Eflingu -„Þessi viðskipti voru ekki pöntuð af mér“
EyjanEfling stéttarfélag greiddi fyrirtækinu M.B veitingar alls 32.3 milljónir króna á sjö ára tímabili, en fyrirtækið er í 10% eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, þáverandi fjármálastjóra Eflingar. Hin 90 prósentin voru í eigu sambýlismanns Kristjönu, Marks Brink, en fyrirtækið var skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu. Stundin greinir frá. Samkvæmt gögnum Stundarinnar greiddi Efling tæplega 41 milljón Lesa meira
Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
EyjanSigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir í viðtali við RÚV að stórnotendur raforku hér á landi gætu farið að hugsa sinn gang og flutt starfsemi sína af landi brott ef stjórnvöld móti ekki skýra stefnu um samkeppnishæfi Íslands á raforkumarkaði, sem fari þverrandi, með því til dæmis að opinbera orkuverðið og auka gagnsæi og svigrúm: Lesa meira
Gunnar fékk nóg: „Brýnna að halda þingmönnum frá alvarlegri umræðu um mikilvæg málefni“
EyjanGestir Silfurins í gær voru þingmennirnir Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Þorsteinn Sæmundsson og Halldóra Mogensen. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er ósáttur með að þingmenn fái að vaða uppi í umræðuþáttum RÚV, líkt og raunin var um helgina. Segir hann skoðanir þeirra ekki endurspegla ástandið í þjóðfélaginu: „Er ekki of í lagt hjá Ríkisútvarpinu að Lesa meira
Sjáðu íbúðaverðið í fasteignaauglýsingu frá 1979 – „Getið lesið hana eins og hún væri ný“
EyjanFasteignaverð hefur verið í hæstu hæðum undanfarin ár og eiga fyrstu kaupendur í hinu mesta basli við að koma sér þaki yfir höfuðið sökum skorts á litlum ódýrum íbúðum. Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi með meiru, birtir í dag gamla fasteignaauglýsingu frá árinu 1979, eða fyrir 40 árum síðan: „Ástæðan fyrir því að ég set hana Lesa meira
Segir gróða Þorsteins Más nema árslaunum 1420 manns – „Borgar af tekjum sínum lægra hlutfall í skatta en láglaunafólkið“
EyjanGunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, hefur reiknað út hversu langa tíma það tekur fyrir Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra og stærsta eiganda Samherja, að græða fúlgur fjár, en Þorsteinn hagnaðist um 5.4 milljarða króna í fyrra í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein ehf. sem Þorsteinn á rúman helming í á móti fyrrverandi eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í ársreikningi Lesa meira
„Davíð eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn sem fjöldahreyfingu“
Eyjan„Davíðsárin enduðu í Davíðshruni Davíðsbólunnar; öllu var þessu leikstýrt af Davíð Oddssyni og hirðinni í kringum hann. Þetta hefði betur mátt vera endalok hinna óðu nýfrjálshyggjuára, en því miður endurreisti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur svo til óbreytt kerfi byggt á hindurvitnum nýfrjálshyggjukenninga, svo nú erum við á síð-Davíðsárunum nálægt hápunkti síð-Davíðsbólunnar á leið í Davíðshrun hið Lesa meira