Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
EyjanBjarni Benediktsson leiddi Sjálfstæðisflokkinn til ósigurs í alþingiskosningunum í lok nóvember. Flokkurinn hlaut minnsta fylgi í nær aldarlangri sögu flokksins. Í kosningunum 2021 fékk flokkurinn 24,4 prósent en í nóvember komu 19,4 prósent upp úr kjörkössunum. Þannig tapaði flokkurinn fimmtungi fylgis síns á einu kjörtímabili. Orðið á götunni er að ekki sé hægt að túlka Lesa meira
Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
EyjanNý valdablokk kann að vera að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Hina nýju valdablokk mynda þeir sem vilja tafarlaust bregðast við skelfilegri niðurstöðu flokksins í síðustu kosningum eftir sjö ára setu hans í vinstri stjórn; finna gamla Sjálfstæðisflokkinn, hefja til öndvegis það sem flokkurinn hefur staðið fyrir í tímans rás en ekki það sem flokkurinn hraktist í Lesa meira
Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
FréttirForeldrar leikskólabarna í leikskólanum Sólborg fagna nú áfangasigri í baráttunni gegn mengandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi, einu líkbrennslu landsins. Líkbrennslan er nágranni leikskólans, sem og fleiri skóla, en starfsemin uppfyllir ekki kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir og hefur valdið leikskólabörnum og starfsfólki ama. Fyrir viku risu foreldrar leikskólabarna upp og mótmæltu sinnuleysi yfirvalda. Í kjölfarið Lesa meira
Orðið á götunni: Áslaug Arna lét Gallup kanna stöðuna varðandi formennsku í flokknum
EyjanOrðið á götunni er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og stuðningsmenn hennar hafi seint í september keypt spurningu í spurningavagni Gallup. Spurningin var eftirfarandi: Hvern eftirfarandi viltu sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins? Síðan birtust fjögur nöfn í stafrófsröð: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þrátt fyrir Lesa meira
Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
FréttirMiklar deilur hafa sprottið upp vegna upptöku blaðamanns Víkurfrétta á lokuðum fundi ráðherra og þingmanna með atvinnurekendum í Grindavík. Á fundinum stóð einn veitingamaður upp og húðskammaði Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra. Auk Sigurðar Inga var Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, viðstödd fundinn sem haldinn var á fimmtudag. En á fundinum var meðal annars rætt um aðgerðir stjórnvalda Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennarÞingmenn stjórnarflokkanna þriggja eru sammála um eitt: Að ekki komi til greina að stjórnin sitji áfram eftir kosningar. Þessa sameiginlegu sýn ber þó að skilja þannig: VG útilokar bara Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðisflokkur útilokar bara VG. Framsókn útilokar hvorki Sjálfstæðisflokk né VG, en útilokar að starfa með báðum samtímis að ári. Þetta er ærið skondin staða. Eigi Lesa meira
Guðrún segir sjálfsagt að skoða að Ísland sendi erlenda fanga úr landi
FréttirGuðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekki hafi komið til sérstakrar skoðunar að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt sem hlotið hafa dóm hér á landi. Hins vegar sé sjálfsagt að skoða það. Guðrún segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag. Í umfjöllun blaðsins er bent á að sífellt fleiri lönd séu farin að Lesa meira
Orðið á götunni: Að vera eða vera ekki – ótrúlegt klúður og vandræðagangur Guðrúnar Hafsteinsdóttur
EyjanOrðið á götunni er að Guðrún Hafsteinsdóttir hafi haldið einstaklega illa á máli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Nú eru liðnar margar vikur frá því að Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, óskaði eftir því að ráðherra setti Helga Magnús í tímabundið leyfir frá störfum vegna ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum í kjölfar dóms yfir Mohamad Kourani vegna Lesa meira
Íslendingar í miklum meirihluta meðal þeirra sem hafa hlotið refsingu fyrir kynferðisbrot á Íslandi
FréttirÍ tæplega 8 af hverjum 10 tilfellum sem að Fangelsismálastofnun barst refsing til fullnustu, á árunum 2019-2023, fyrir kynferðisbrot var um að ræða íslenska ríkisborgara. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar varaþingmanns Flokks Fólksins. Sigurjón óskaði meðal annars eftir svörum við því hvaða ríkisfang þeir einstaklingar hefðu sem sakfelldir Lesa meira
Segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stunda fjármálasukk og kjördæmapot
EyjanBygging nýs fangelsis að Litla Hrauni er óverjanlegt fjármálasukk og kjördæmapot hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Miklu hagkvæmara væri að ráðast í stækkun á nýlegu fangelsinu á Hólmsheiði, sem auk þess er mun betur staðsett í nágrenni höfuðborgarinnar en á Eyrarbakka, nær dómstólum, heilbrigðisþjónustu og margvíslegri annarri þjónustu. Í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut fer Ólafur Arnarson Lesa meira