fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Grindavík

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Fréttir
17.05.2024

Verið er að reyna að safna fé hjá nágrannasveitarfélögum Grindavíkur til þess að reisa vonarvita, það er upplýsta Grindavíkur geit. Um er að ræða skúlptúr svipaðan og jólaköttinn sem stendur við Lækjartorg í Reykjavík í kringum jólin. Grindavíkurgeitin yrði engin smásmíði, tæpir fjórir metrar á hæð og myndi vega 202 kíló. Frummyndin er hafurinn í skjaldarmerki Lesa meira

Fasteignafélagið Þórkatla kynnir leiguverð fasteigna í Grindavík – Taka við fyrstu eignunum í dag

Fasteignafélagið Þórkatla kynnir leiguverð fasteigna í Grindavík – Taka við fyrstu eignunum í dag

Fréttir
15.05.2024

Fasteignafélagið Þórkatla mun miða leiguverð íbúðarhúsnæðis félagsins við markaðsleigu að teknu tilliti til aðstæðna í Grindavík á hverjum tíma. Ákveðið hefur verið að leigan út þetta ár nemi um 25% af markaðsleigu á Suðurnesjum. Leigan verður í kringum 625 kr. á fermetra út þetta ár. Það verður því til dæmis hægt að leigja 100 fermetra hús Lesa meira

Húseigandi í Grindavík segist vera að bugast vegna seinagangs Þórkötlu

Húseigandi í Grindavík segist vera að bugast vegna seinagangs Þórkötlu

Fréttir
13.05.2024

Húseigandi í Grindavík segist vera við það að bugast vegna seinagangs og tafa við afgreiðslu á umsókn um kaup Fasteignafélagsins Þórkötlu á húsinu. Segist húseigandinn hafa sótt um fyrsta daginn sem opnað hafi verið fyrir umsóknir, 8. mars síðastliðinn, fengið samþykki en síðan hafi engin frekari svör borist um framhaldið. Húseigandinn segist þar af leiðandi Lesa meira

Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi

Auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi

Fréttir
10.05.2024

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér nýja tilkynningu þar sem fram kemur að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesskaga næstu daga en eldgosinu sem hófst í mars er nýlokið. Líklegast sé að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og að fyrirvari gæti orðið mjög stuttur. Í tilkynningunni segir eftirfarandi: „Lítil breyting hefur orðið Lesa meira

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Fréttir
08.05.2024

Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar Grindavíkur var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 í morgun. Í þættinum ræðir Ásrún meðal annars þær miklu áskoranir sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur staðið frammi fyrir vegna jarðhræringa undafarinna missera. Ásrún segir til að mynda frá gagnrýni Grindvíkinga á störf bæjarstjórnarinnar og að kröfur hafi Lesa meira

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Fréttir
06.05.2024

Haraldur Sigurðsson prófessor emeritus í eldfjallafræði, við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur eins og mörgum er eflaust kunnugt fært rök fyrir þeirri spá sinni að yfirstandandi eldsumbrot í nágrenni Grindavíkur muni taka enda í sumar. Í nýlegri færslu í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir færir hann enn rök fyrir þessari spá sinni. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor Lesa meira

Verulega ósátt með framkomu KKÍ gagnvart körfuboltastrákum úr Grindavík

Verulega ósátt með framkomu KKÍ gagnvart körfuboltastrákum úr Grindavík

Fréttir
05.04.2024

Eins og alþjóð er kunnugt hefur mikið reynt á íbúa Grindavíkur í vetur. Forystufólk í íþróttastarfi bæjarins hefur róið lífróður til að halda því gangandi við hinar afar erfiðu aðstæður þar sem börn og fullorðnir sem keppa undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur hafa ekki getað æft eða keppt á sínum heimavelli. Vísir hefur greint frá því Lesa meira

Aukin hætta vegna gasmengunar frá gosinu

Aukin hætta vegna gasmengunar frá gosinu

Fréttir
22.03.2024

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér uppfært hættumat vegna yfir standandi eldgoss við Sundhnúk. Þar segir meðal annars að aukin hætta sé á gasmengun í næsta nágrenni gosstöðvanna næstu daga. Fram kemur að eldvirknin á gosstöðvunum við Sundhnúk helst stöðug á milli daga. Lítil sem engin skjálftavirkni sé í kvikugagninum eða í nágrenni hans. Aflögun Lesa meira

Baldur gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang – „Er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð“

Baldur gagnrýnir stjórnvöld fyrir seinagang – „Er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð“

Fréttir
22.02.2024

„Ég spyr, er einhver möguleiki að senda núverandi stjórnvöld á loðnuvertíð og fá stjórnvöld frá 1973 til baka?“  spyr Baldur Borgþórsson fyrrum varaborgarfulltrúi. Í færslu á Facebook ber hann saman viðbrögð stjórnvalda við eldgosinu í Eyjum árið 1973 og rýmingu Grindavíkur 10. nóvember 2023. Stjórnvöld ákváðu árið 1973 að reisa 500 hús til að mæta Lesa meira

Grindvíkingar geta dvalið í bænum að vild en gera það á eigin ábyrgð

Grindvíkingar geta dvalið í bænum að vild en gera það á eigin ábyrgð

Fréttir
19.02.2024

Ríkislögreglustjóri hefur fallið frá fyrirmælum um brottflutning úr Grindavík frá og með deginum í dag. Hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið þá ákvörðun að heimila Grindvíkingum og þeim sem starfa í Grindavík að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Gildir sú ákvörðun frá og með morgundeginum. Í tilkynningu lögreglu eru þeir sem ákveða að gera Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af