Yfirgaf Grindavík á föstudag – Rændur í Reykjavík nóttina á eftir
FréttirMarcel Marek er einn af íbúum Grindavíkur sem yfirgaf heimili sitt á föstudag með fáar eigur sínar. Nóttina á eftir var brotist inn í bíl hans þar sem hann stóð á bílastæði við hús vinar hans þar sem Marcel hafði fengið gististað og hluta af eigum hans rænt, það mikilvægasta er vegabréfið. „Síðustu nótt var Lesa meira
Vodafone fellir niður reikninga fyrir íbúa Grindavíkur út nóvember
EyjanVodafone hefur fellt niður kostnað vegna fjarskipta hjá íbúum búsettum í Grindavík út nóvember. Íbúar Grindavíkur sem eru nú staðsettir í húsnæði þar sem ekki er net er velkomið að koma í verslanir Vodafone og fá 5G nettengingar þeim að kostnaðarlausu. Vodafone hvetur Grindvíkinga að hafa samband við þjónustuver ef þau hafa fyrirspurnir um reikninga. „Hugur okkar er allur hjá fjölskyldum sem hafa Lesa meira
Möguleiki að ekkert verði úr gosinu
FréttirEkki er óhugsandi að kvikan sem nú liggur undir Grindavík og nágrenni nái ekki upp á yfirborð. Þetta kom fram í viðtali Morgunvaktarinnar á Rás 1 við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing. Vefur RÚV greinir frá. „Við þekkjum dæmi þess að gangur af þessu tagi leggi af stað. Hann getur verið talsvert öflugur og valdið skjálftum í Lesa meira
Myndband úr Grindavík vekur gríðarlega athygli erlendis
FréttirMyndband sem tekið var í heimahúsi í Grindavík á föstudagskvöld hefur vakið mikla athygli í breskum fjölmiðlum. Hin skoska Caitlin McLean var þá í heimsókn hjá kærasta sínum, Gísla Gunnarssyni, þegar öflugur skjálfti reið yfir. Ekki löngu síðar var Caitlin og Gísla gert að yfirgefa heimili sitt eins og öðrum Grindvíkingum. Caitlin og Gísla var eðlilega brugðið þegar Lesa meira
Uppfært Fleiri íbúar komast heim – Hluti Grindvíkinga fær að fara heim og sækja eigur sínar
FréttirLögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn á skilgreint svæði sem er austan megin við Víkurbraut í Grindavík, að Ægisgötu. Í tilkynningu kemur fram að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum inn í Grindavík með skipulögðum hætti frá og með þessari stundu. Íbúar og fyrirtæki austan megin Lesa meira
Jón sendir Otta fallega kveðju eftir tíðindi gærkvöldsins – „Sýnir hve sterkur leiðtogi þú ert“
FréttirJón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, hefur sent Otta Sigmarssyni fallega kveðju eftir að Otti ákvað að segja af sér formennsku í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Otti er búsettur í Grindavík og í yfirlýsingu sem hann birti í gærkvöldi sagði hann það ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, sjálfum sér eða fjölskyldu sinni að starfa áfram sem formaður við Lesa meira
Páll segir Grindvíkinga geta stólað á Eyjamenn – Gleyma aldrei hvað þeir gerðu á sínum tíma
Fréttir„Þetta stendur alveg sérstaklega upp á okkur Eyjamenn því Grindvíkingar sýndu okkur alveg ótrúlegan stuðning í kjölfarið á gosinu í Heimaey fyrir 50 árum, opnuðu hús sín og buðu okkur velkomin,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag. Um helgina birtist kveðja til Grindvíkinga á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar vegna þeirrar atburðarásar sem Lesa meira
„Erfitt að fá ekki að fara heim til sín og maður skilur að fólk verði pirrað“
FréttirBogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að sveitin hafi í mörg horn að líta þessa dagana. Bogi ræddi stöðu mála í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Staðan hjá okkur er bara skítsæmileg miðað við aðstæður, ef ég má nota það orð,“ sagði Bogi í upphafi viðtalsins. Framundan hjá Boga og björgunarsveitinni er að Lesa meira
Gunnar útskýrir hvað tekur við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum
FréttirStaðan í Grindavík er óbreytt frá því í gær og teygist kvikugangurinn undir bæinn. Um 500 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum og enginn þeirra var yfir 3 af stærð í nótt. Þá virðast skjálftarnir ekki vera að grynnka. Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan 7 í morgun. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, var til viðtals Lesa meira
Otti stígur til hliðar sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
FréttirOtti Sigmarsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið úr starfi sem formaður félagsins, Varaformaður tekur við skyldum formanns. Í færslu sem Otti birti fyrir stuttu og tilkynnti félagsmönnum um ákvörðunina segir hann það ekki sanngjarnt gagnvart félaginu, sjálfum sér eða fjölskyldu sinni að starfa áfram sem formaður við þær aðstæður sem Grindvíkingar standa Lesa meira