fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Grindavík

Tilkynning til Grindvíkinga sem þurfa að sækja nauðsynjar eða gæludýr – „Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara“

Tilkynning til Grindvíkinga sem þurfa að sækja nauðsynjar eða gæludýr – „Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara“

Fréttir
14.11.2023

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að heimila Grindvíkingum sem sækja þurfa nauðsynjar á heimili sín, sem og fyrirtækjum sem hafa starfsstöðvar í bænum, aðgang að Grindavík í dag. Hver aðili mun hafa fimm mínútur og minnir lögreglustjóri á að þetta úrræði sé aðeins til að sækja gæludýr og nauðsynjar, og hafa beri í huga að Lesa meira

Athyglisvert myndband sýnir hvernig Grindavík var byggð yfir gamlar sprungur – „Nýju fersku sprungurnar eru í nákvæmlega sama fari og þær gömlu“

Athyglisvert myndband sýnir hvernig Grindavík var byggð yfir gamlar sprungur – „Nýju fersku sprungurnar eru í nákvæmlega sama fari og þær gömlu“

Fréttir
13.11.2023

Rakel Rún Karlsdóttir er meistaranemi í eldfjallafræði og hún hefur birt myndband á TikTok þar sem hún rekur að Grindavíkurbær sé í raun byggður ofan á sprungu sem þegar var til staðar. Með því að horfa aftur í tímann inn á kortavefnum map.is megi sjá að sprunga hafi legið þvert yfir Grindavíkurbæ, eins og hann Lesa meira

Fyrirhugað forvarnagjald sé hóflegt og á Alþingi sé þverpólitískur vilji til að standa með Grindvíkingum

Fyrirhugað forvarnagjald sé hóflegt og á Alþingi sé þverpólitískur vilji til að standa með Grindvíkingum

Eyjan
13.11.2023

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mikla samstöðu á Alþingi, þvert á flokka, um frumvarp sem veitir dómsmálaráðherra heimild til að fela Almannavörnum að ráðast í gerð varnarmannvirkja til að vernda mikilvæga innviði. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Katrín mælti fyrir frumvarpinu á þingi í dag. Ekki hægt að ábyrgjast árangur „Þá erum við Lesa meira

Bláa lónið og HS orka taka ekki þátt í kostnaði við varnargarða en almenningur greiðir með sérstökum forvarnaskatt

Bláa lónið og HS orka taka ekki þátt í kostnaði við varnargarða en almenningur greiðir með sérstökum forvarnaskatt

Eyjan
13.11.2023

Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem starfa innan fyrirhugaðs varnargarðs taki þátt í kostnaði við byggingu hans. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Eyjunnar. Fyrr í dag setti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, spurningarmerki við að landsmenn greiði fyrir varnargarð sem muni rísa í kringum fyrirtæki sem græðir milljarða. Lesa meira

Vörður leggur sitt á vogaskálarnar fyrir Grindavík

Vörður leggur sitt á vogaskálarnar fyrir Grindavík

Fréttir
13.11.2023

Tryggingafélagið Vörður hefur ákveðið að fella niður iðgjöld í desember hjá öllum einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum sem hafa aðsetur í Grindavík og eru í viðskiptum við Vörð. Forstjóri Varðar, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, segir í tilkynningu: „Hugur okkar er hjá Grindvíkingum og við höfum ákveðið að fella niður iðgjöld í desember hjá öllum fyrirtækjum og fjölskyldum Lesa meira

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Landslag hjartans

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Landslag hjartans

EyjanFastir pennar
13.11.2023

Hæfni manna til að tengjast og elska er gríðarlega mikil. Við elskum maka okkar, börnin, dýrin, ættingjana, vinina, og landið okkar. Þessi ást á náttúrunni og því umhverfi sem maður er alinn upp í er ótrúlega sterk en við finnum mest fyrir henni þegar við þurfum að hverfa burtu. Heimþráin sem Stephan G. Stephansson lýsti Lesa meira

Land hefur sigið um allt að 1 m í Grindavík

Land hefur sigið um allt að 1 m í Grindavík

Fréttir
13.11.2023

Sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar og hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að 1 metra. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem birtar eru gervitunglamyndir sem sýna þróun mála. Í tilkynningunni segir: „Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að Lesa meira

Verulegar líkur á gosi en þetta gæti endað án þess

Verulegar líkur á gosi en þetta gæti endað án þess

Fréttir
13.11.2023

„Það er of snemmt að segja til um það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði hjá HÍ, við þeirri spurningu hvort líkur á því að atburðunum á Reykjanesskaga ljúki án þess að til goss komi. „Samkvæmt nýjustu upplýsingum er enn kvika að streyma inn í ganginn en hún er margfalt minni en hún var Lesa meira

Ástandið í Grindavík – Maður þurfti að brjóta sér leið inn á heimili sitt – Myndband og myndir

Ástandið í Grindavík – Maður þurfti að brjóta sér leið inn á heimili sitt – Myndband og myndir

Fréttir
13.11.2023

Eins og öllum ætti að vera kunnugt þurfti síðastliðinn föstudag að rýma Grindavíkurbæ vegna þeirra gríðarlegu jarðhræringa sem þar hafa átt sér stað. Í dag var íbúum Grindavíkur leyft að fara heim til sín í stutta stund, í fylgd björgunarsveitarmanna, til að sækja brýnustu nauðsynjar og gæludýr sín. Kristinn Svanur Jónsson ljósmyndari DV fékk leyfi Lesa meira

Sjáðu skemmdirnar í Grindavík

Sjáðu skemmdirnar í Grindavík

Fréttir
13.11.2023

Fyrir tæplega klukkustund var byrjað að hleypa íbúum Grindavíkur inn í bæinn. Tökumaður DV er á staðnum og tók upp myndband sem sýnir eyðilegginguna á svæðinu. Horfðu á það hér að neðan. Sjá einnig: Birta nýjar myndir af skemmdunum

Mest lesið

Ekki missa af