fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025

Grindavík

Vilhjálmur í losti og finnur varla fyrir tilfinningum – Hættur að spá í jarðskjálftum og hvort það gjósi

Vilhjálmur í losti og finnur varla fyrir tilfinningum – Hættur að spá í jarðskjálftum og hvort það gjósi

Fréttir
17.11.2023

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er búsettur í Grindavík og hefur síðasta vika verið erfið fyrir hann eins og alla aðra Grindvíkinga. Vilhjálmur var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hann fór yfir fréttir vikunnar ásamt kollega sínum, þingkonunni Ásthildi Lóu Þórsdóttur úr Flokki fólksins. Eðli málsins samkvæmt voru málefni Grindavíkur í brennidepli Lesa meira

Segir kvikuna sennilega ekki nægilega mikla til að valda eldgosi

Segir kvikuna sennilega ekki nægilega mikla til að valda eldgosi

Fréttir
17.11.2023

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fjallar um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga á bloggsíðu sinni og í samtali við Vísi. Haraldur er einn virtasti og þekktasti íslenski jarðvísindamaðurinn á alþjóðavettvangi. Hann segir meðal annars að hann telji flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur segir kviku, sem kunni að vera að á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki Lesa meira

Kona hellti sér yfir son Sigurðar og vin hans – Sagði Grindvíkinga pakk sem fengi allt frítt

Kona hellti sér yfir son Sigurðar og vin hans – Sagði Grindvíkinga pakk sem fengi allt frítt

Fréttir
16.11.2023

Kona um þrítugt veittist að tveimur ungum mönnum frá Grindavík á kaffihúsi á Selfossi og sakaði þá um forréttindi. Sagði hún að Grindvíkingar væru úti um allt að nýta sér fría hluti sem fyrirtæki væru að bjóða þeim. Grindvíkingurinn Sigurður Óli Þórleifsson og fjölskylda hans dvelja nú á Selfossi eftir að vinafólk þeirra veitti þeim Lesa meira

Greitt fyrir aðgengi Grindvíkinga að þjónustu í Reykjavík

Greitt fyrir aðgengi Grindvíkinga að þjónustu í Reykjavík

Fréttir
16.11.2023

Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Þetta kemur fram í sameiginlegri bókun borgarráðs sem samþykkt var í dag og tilkynningu. Í bókuninni segir einnig að vegna þessarar alvarlegu stöðu sé samstaða í borgarráði um að Lesa meira

Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus

Stór hluti Grindavíkur rafmagnslaus

Fréttir
15.11.2023

Dreifikerfi HS Veitna í Grindavík eru víða löskuð vegna stöðugra jarðskjálfta, jarðsigs og jarðgliðnunar og hefur ekki verið hægt að bilanagreina á vettvangi eða fara í stærri viðgerðir sökum aðstæðna. Fyrr í kvöld fór rafmagn af á stórum hluta Grindavíkur og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna. Í samráði við Almannavarnir hefur Lesa meira

Segir myndband af símavandræðum Þorvalds strangheiðarlega efnið sem við þurfum í dag

Segir myndband af símavandræðum Þorvalds strangheiðarlega efnið sem við þurfum í dag

Fréttir
15.11.2023

„King Þorvaldur Þórðar að taka Skype viðtal í bílnum við CNN um möguleikann á því að flugsamgöngur leggist af á meðan helvítis gemsinn fer að hringja og það gengur ekkert að setja á silent er fallega og strangheiðarlega contentið sem við þurfum í dag,“ segir Árni Helgason lögmaður og hlaðvarpsstjórnandi á X, þar sem hann Lesa meira

Biður fjölmiðla að sýna aðgát – „Tilfinningar fólks eru ekki söluvara fyrir aðra“

Biður fjölmiðla að sýna aðgát – „Tilfinningar fólks eru ekki söluvara fyrir aðra“

Fréttir
15.11.2023

„Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ákall til fjölmiðla. Hugur minn er hjá Grindvíkingum þessa dagana það sem þeir eru að ganga í gegnum núna er eitthvað sem enginn getur ímyndað sér hvernig er að upplifa. Nema mögulega þeir sem hafa upplifað eitthvað í líkingu við þær hamfarir sem eru að eiga sér þar stað,“ Lesa meira

Segir skipulagi verðmætabjörgunar ábótavant  – „Krefst ég þess að hætt verði að leika sér að tilfinningum Grindvíkinga“

Segir skipulagi verðmætabjörgunar ábótavant  – „Krefst ég þess að hætt verði að leika sér að tilfinningum Grindvíkinga“

Fréttir
15.11.2023

„Skipulag Almannavarna og lögregluembættisins vegna jarðhræringa og yfirvofandi goss í Grindavík vekur hjá mér mikla undrun og reiði,“ segir Guðbjörg Rós Guðnadóttir, íbúi í Grindavík í pistli sem hún skrifaði á Facebook og bað DV góðfúslegt leyfi til að birta. Millifyrirsagnir eru blaðamanns. Guðbjörg Rós segir að henni þyki mikið ábótavant hvernig Almannavarnir og Lögreglan Lesa meira

Jói Fel málaði mynd af Grindavík – Hluti söluverðs rennur til Þorbjarnar

Jói Fel málaði mynd af Grindavík – Hluti söluverðs rennur til Þorbjarnar

Fókus
15.11.2023

Jóhannes Felixson, best þekktur sem Jói Fel, hefur undanfarið málað málverk með fingrunum og haldið námskeið, þar sem sýnikennsla fer fram á þeirri málningaraðferð. Jói hefur málað af kappi síðustu ár og hafa myndir hans vakið athygli. Jói býður nú málverk af Grindavíkurbæ til sölu og rennur helmingur andvirðisins að hans sögn til Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Lesa meira

Hjól grindvískra bræðra tekin í nótt við heimili þeirra – „Hvar er löggæslan á næturnar?“

Hjól grindvískra bræðra tekin í nótt við heimili þeirra – „Hvar er löggæslan á næturnar?“

Fréttir
15.11.2023

Rakel Lilja Halldórsdóttir íbúi í Grindavík spyr hvar löggæslan sé að næturlagi í Grindavík, nú þegar bærinn er lokaður vegna hættuástands sem þar ríkir vegna jarðhræringa.  „Hvar er löggæslan á næturnar ?? Hér eru menn sem ræna hjólum sona minna um miðja síðastliðna nótt !! Koma sem betur fer með þau til baka um 20 Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af