fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025

Grindavík

Flugeldasölu Þorbjörns slaufað

Flugeldasölu Þorbjörns slaufað

Fréttir
27.12.2023

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík tilkynnti í morgun á Facebook-síðu sinni að engin flugeldasala muni fara fram í ár á vegum sveitarinnar vegna hins gífurlega álags sem verið hefur á meðlimi hennar á þessu ári sem senn líður undir lok. Í færslunni segir að flugeldasalan hafi verið „langstærsta fjáröflun“ Þorbjörns síðustu áratugi og algjör lykilþáttur í Lesa meira

Segja „tilfinningarússíbani“ orð ársins hjá Grindvíkingum

Segja „tilfinningarússíbani“ orð ársins hjá Grindvíkingum

Fréttir
23.12.2023

Í jólakveðju sinni fyrir árið sem er að líða fer Miðflokkurinn í Grindavík yfir aðstæðurnar sem íbúar hafa verið í frá 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Segir sá sem skrifar færsluna að í lok hvers árs sé alla jafna farið yfir hvert orð ársins er, eitthvað orð sem komst í almenna umræðu á árinu, Lesa meira

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

Óttar Guðmundsson skrifar: Grindavík

EyjanFastir pennar
23.12.2023

Ég starfaði um nokkurt skeið sem heilsugæslulæknir í Grindavík. Um árabil kom ég til bæjarins á föstudagsmorgnum og sinnti heilsufari bæjarbúa. Grindvíkingar eru sérlega æðrulaust fólk enda hefur lífsbaráttan um aldir verið erfið. Haugabrim hefur löngum verið úti fyrir ströndum, grýtt lending og saltur stormur vælir í hrauninu kringum bæinn. Íbúarnir, stórhentir menn, svipmiklar konur Lesa meira

Grindvíkingar geta haldið jólin heima

Grindvíkingar geta haldið jólin heima

Fréttir
22.12.2023

Grindvíkingar sem það kjósa geta haldið jólin heima hjá sér í ár, því frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Staðan verður endurmetin þann 27. desember. Einnig kemur fram að frá og með Þorláksmessu verði lokunarpóstar á Lesa meira

Sveinn segir að enginn ætti að vera í Grindavík: „Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda?“

Sveinn segir að enginn ætti að vera í Grindavík: „Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda?“

Fréttir
22.12.2023

„Það ætti enginn að vera í Grindavík. Þrátt fyrir það er bærinn opnaður og viðbragðsaðilum gert að vera á hættusvæði ef eitthvað færi úrskeiðis. Hvers eiga hinir svokölluðu viðbragðsaðilar að gjalda?“ Þetta segir Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í gærkvöldi. Sveinn er nokkuð gagnrýninn á þá ákvörðun að Lesa meira

Lára spyr hvort sé forsvaranlegt að reka fólk af heimilum sínum og segir stjórnvöld þurfa að spýta í lófana – „Hvar eiga þau að halda sín jól?“

Lára spyr hvort sé forsvaranlegt að reka fólk af heimilum sínum og segir stjórnvöld þurfa að spýta í lófana – „Hvar eiga þau að halda sín jól?“

Fréttir
20.12.2023

„Það er risamál að reka fólk af heimilum sínum. Til að meta hvort sú ákvörðun sé forsvaranleg þarf að hleypa í það minnsta fjölmiðlum á staðinn til að kvikmynda og skoða og sýna íbúum Grindavíkur hver staðan raunverulega er og hvort fólki stafi bráð hætta af eldgosinu. Fjölmiðlar eiga líka að spyrja slíkra krefjandi spurninga Lesa meira

Fékk tilkynningu um ónýtt hús en svör vantar frá bænum – „Það hrúgast enn þá inn reikningar af húsinu“

Fékk tilkynningu um ónýtt hús en svör vantar frá bænum – „Það hrúgast enn þá inn reikningar af húsinu“

Fréttir
20.12.2023

Sigurður Óli Þórleifsson, og nágrannar hans við Víkurbraut í Grindavík, fengu í dag tilkynningu um að húsin séu gjörónýt eftir jarðhræringarnar í nóvember. Hins vegar sé ekkert hægt að greiða út því að svör vantar frá Grindavíkurbæ um framtíðaráform á staðnum. Enn þá þurfa íbúar að greiða opinber gjöld og þjónustugjöld af húsunum og lífeyrissjóðir Lesa meira

Skora á framkvæmdastjóra Gildi að afþakka starfslokagjöfina – Segja sjóðinn græða á neyð Grindvíkinga

Skora á framkvæmdastjóra Gildi að afþakka starfslokagjöfina – Segja sjóðinn græða á neyð Grindvíkinga

Fréttir
15.12.2023

„Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir Lesa meira

Bláa lónið opnar að nýju um helgina

Bláa lónið opnar að nýju um helgina

Fréttir
14.12.2023

Bláa lónið opnar að nýju, sunnudaginn 17. desember kl. 11. Í tilkynningu á vef fyrirtækisins kemur fram að opnunartími verði þó öllu styttri en vanalega, en opið verður frá kl. 11-20 alla daga vikunnar. Opnunin nær til Bláa Lónsins, veitingasölunnar Blue Café, veitingastaðarins Lava, heilsulindarinnar Retreat Spa og Spa veitingastaðarins. Hótelin Silica og Retreat og Lesa meira

Sigríður er orðin þreytt á þófinu og skorar á þingmenn – „Þetta er samfélagslegt sanngirnismál“

Sigríður er orðin þreytt á þófinu og skorar á þingmenn – „Þetta er samfélagslegt sanngirnismál“

Eyjan
14.12.2023

„Margt undarlegt og óvænt hefur á daga okkar drifið síðasta mánuðinn og eftirleikur þess að þurfa að yfirgefa öryggi sitt í snarhasti hefur reynst mörgum mikil og sár þrautaganga. Fjölmörg okkar eiga ekki afturkvæmt til heimila okkar, en við höfum skotist klökk til Grindó með pallbíl að láni, til að sækja kaffikönnuna og eldhússtólana, handklæðin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af