Rýma Grindavík – Allt bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi
FréttirÍbúar Grindavíkur eiga að yfirgefa bæinn þegar í stað í ljósi aukinnar jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem hófst klukkan þrjú í nótt. Er fólk beðið um að taka aðeins það nauðsynlegasta með sér og gæta að hálku á veginum. Jarðskjálftavirkni tók að aukast mjög við Sundhnúksgígaröðina um klukkan þrjú í nótt. Í samtali við RÚV sagði Lesa meira
Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík
FréttirNafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslys í Grindavík 10. janúar sl. er Lúðvík Pétursson, fæddur 22. ágúst 1973. Hann á fjögur börn, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn. Aðstandendur og unnusta hans vilja koma á framfæri kærum þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir veitta aðstoð við leit hans.
Leit að manninum í Grindavík hefur verið hætt – Útilokar ekki að loka þurfi bænum
FréttirLeit að manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík í fyrradag hefur verið hætt. Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. „Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar og það er engan veginn forsvararanlegt að senda sigmenn niður í sprunguna. Við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar Lesa meira
Magnús Tumi segir kenninguna ekki halda vatni
FréttirMagnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eingöngu kvika hafi getað myndað ganginn undir Grindavík í atburðunum sem urðu þann 10. nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Tuma sem birtist í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimili sín í kjölfarið en sumir hafa viljað Lesa meira
Leit að manni sem féll ofan í sprungu bar ekki árangur í nótt
FréttirLeit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í gærmorgun hefur enn engan árangur borið. Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í fréttum Bylgjunnar klukkan 7 í morgun og á vef Vísis. Úlfar sagði að sigmenn hefðu farið niður í sprunguna í körfu, tveir í senn, og leit farið Lesa meira
Engin vitni að slysinu í Grindavík
FréttirLögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu vegna vinnuslyssins í Grindavík í dag þar sem maður féll ofan í sprungu. Jörð gaf sig undan vinnutæki og maður féll í djúpa sprungu sem opnaðist. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Leitaraðgerðir standa yfir undir stjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Verkefnið sem unnið var Lesa meira
Verkfæri mannsins fundust í sprungunni
FréttirLeit að manni sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík stendur enn yfir. Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 10:40 og voru björgunarsveitir kallaðar út í kjölfarið. Víkurfréttir greindu frá því nú í hádeginu að verkfæri mannsins hefðu fundist í sprungunni. Sjá einnig: Viðbragðsaðilar leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu Lesa meira
Viðbragðsaðilar leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík
FréttirViðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík. Vísir greindi fyrst frá. Í samtali við DV segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að útkallið hafi borist um klukkan 10:40 í morgun. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn séu að störfum á vettvangi. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir, en Lesa meira
Guðbrandur leggur fram tillögu: „Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði“
Fréttir„Úr því að ríkisstjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið,“ segir Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Guðbrandur skrifar grein á Vísi hann gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi í málefnum Grindvíkinga. Á sama tíma og ráðherrar í ríkisstjórninni þræta og hluti þeirra bíður og vonast eftir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar Lesa meira
Grindvíkingar greina frá þjófnaði og tilraunum til innbrota – Lögreglustjóri segir eftirlit gott
FréttirMikil umræða er á meðal Grindvíkinga um eftirlit í bænum. Greint hefur verið frá þjófnaði og augljósum tilraunum til innbrota. Lögreglustjóri segir eftirlitið í bænum mjög gott og fylgst sé með því hverjir fara inn í bæinn. Ekki er gist í mörgum húsum í Grindavík þessa dagana þrátt fyrir að það sé heimilt. Lögregla hefur Lesa meira