Guðni Th. sendir kveðju til Grindvíkinga – „Nú reynir á okkur öll“
FréttirForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, birti fyrir stuttu færslu á Facebook vegna eldgossins sem hófst í dag: „Enn er eldgos hafið í grennd við Grindavík. Enn erum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Og enn vonum við það besta um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja líf fólks. Þökkum Lesa meira
Kort: Áætluð staðsetning gossprungunnar
FréttirGossprungan sem opnaðist í morgun virðist vera suðsuðaustan við Hagafell. Er það fyrsta mat vísindamanna Veðurstofunnar eftir flug yfir gosstöðvarnar. Sprungan hefur verið merkt inn á kort.
20 manns komu í hjálparmóttöku fyrir Grindvíkinga
Fréttir„Það komu um 20 manns en við erum búin að koma öllum fyrir í gistingu,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, í stuttu spjalli við DV, en móttaka fyrir Grindvíkinga var opnuð að Efstaleiti 9 í Reykjavík í nótt. „Þetta er okkar hlutverk, að bregðast snöggt við,“ segir Gylfi, en enginn dvelst í Lesa meira
Vond tíðindi hvað sprungan er staðsett sunnarlega
FréttirSprunga opnaðist beggja megin varnargarðanna sem verið er að reisa við Grindavík. Talið er eldgosið hafi komið upp suðsuðaustan við Hagafell. RÚV greinir frá. Ármann Höskuldsson jarðskjálftafræðingur segir í viðtali við RÚV að það sé mjög óheppilegt hvað gosið kemur upp sunnarlega. Hann vonast til að gosið verði stutt. „Í byrjun er þetta mjög hratt. Lesa meira
Hraun rennur í suður í átt að Grindavík
FréttirKristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að gosið hafi komið upp rétt sunnan við Hagafell, norðan nýreistu varnargarðanna við Grindavík, og að nú renni hraun í suður, í átt að varnargörðunum og bænum. Þetta sagði hún í samtali við Vísi.is sem og að gosið hafi byrjað af krafti en ekki sé enn hægt að segja til um stærð þess Lesa meira
Eldgos er hafið við Grindavík
FréttirEldgos er hafið við Grindavík. Aukinnar skjálftavirkni varð vart um klukkan 3 í nótt og fljótlega voru gefin út fyrirmæli um að rýma skyldi Grindavík strax. Fyrstu túlkanir á fyrirliggjandi gögnum bentu til að eldgos væri yfirvofandi og að hraungos væri líklegasta sviðsmyndin. Það gekk svo eftir því klukkan 07.59. sást í vefmyndavélum RÚV að Lesa meira
Skjálftavirknin aðallega innan bæjarmarka Grindavíkur – „Verulegar líkur eru nú taldar á að eldgos sé að brjótast út“
FréttirMegnið af skjálftavirkninni á Reykjanesskaga er nú innan bæjarmarka Grindavíkur. Þar hefur mikil skjálftavirkni staðið yfir síðustu klukkustundirnar og er það talið merki um að kvika sé komin undir bæinn. Þetta segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands á Facebook. Þar segir einnig: „Verulegar líkur eru nú taldar á að eldgos sé að brjótast út.“ Síðan er bent Lesa meira
Kristín segir hættu á að gos hefjist í Grindavík – Jafnvel innan varnargarðanna
FréttirKristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, sagði rétt í þessu í samtali við RÚV að hætta sé á að gos hefjist í Grindavíkurbæ. Skjálftavirknin hafi færst inn undir bæinn síðasta hálftímann og svo virðist sem kvika sé undir honum. Hún sagði að mesta ákefðin sé nyrst í bænum og það bendi til að kvika sé komin Lesa meira
Viðbragðsaðilum gert að rýma Grindavík strax – Kvika virðist vera komin undir bæinn
FréttirAlmannavarnir voru rétt í þessu að gefa viðbragðsaðilum og öðrum fyrirmæli um að yfirgefa Grindavík strax þar sem talið er að kvika sé komin undir bæinn. RÚV skýrði frá þessu og hefur eftir Hjördísi Guðmundsdóttur, hjá almannavörnum, að þær hafi rétt í þessu fengið þær upplýsingar frá vísindamönnum að kvika virðist vera komin undir bæinn.
Þorbjörn hefur færst 20 sentímetra í vesturátt
FréttirVísindafundur almannavarna stendur yfir nú þegar þetta er skrifað. RÚV ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, sem sagðist hafa heyrt byrjunina á fundinum þar sem farið var yfir helstu fyrirliggjandi gögn. Þau sýni að skjálftarnir hafa færst enn nær Grindavík. Hún sagði einnig að syðstu skjálftarnir séu rétt norðan við bæjarmörkin og að aflögun Lesa meira