Ný sprunga hefur opnast – Stutt í íbúðarhús
FréttirNý sprunga hefur opnast við Grindavík, aðeins nokkra tugi metra frá húsum í Hópshverfi. Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni, sagðist í aukafréttatíma RÚV í hádeginu óttast að kvika úr nýju sprungunni myndi renna inn í Grindavíkurbæ.
Segir grín um varnargarða ekki viðeigandi – Sorrý með „húmorsleysið“
FréttirHelga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrum þingmaður, segir stað og stund fyrir grín. Grín hvað varðar varnargarða við Grindavík sé ekki viðeigandi núna. Biðst hún afsökunar á „húmorsleysi“ sínu. „Djókararnir spretta fram og gera grín að varnargörðunum. Hér má sjá hvernig hraunið vellur uppvið varnargarðinn allan, þótt vissulega hafi sprungan sjálf komist leiðar sinnar undir Lesa meira
Rosalegt myndband sýnir viðbragðsaðila bjarga vinnuvélum frá hraunflæðinu
FréttirÞegar eldsumbrotin hófust í morgun, kl.7.57 blasti við að hraunflæðið byrjaði að renna í átt að vinnuvélum á svæðinu sem að notaðar höfðu verið til að vinna að varnargörðum við bæinn. Snör handtök urðu hins vegar til þess að vinnuvélunum var bjargað undan hrauninu og hér að neðan má sjá rosalegt myndband þar sem sjá Lesa meira
Mynd frá Landhelgisgæslunni sýnir hvað gos er stutt frá Grindavík
FréttirÞyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn að gosstöðvunum á Reykjanesi til að meta umfang gossins sem hófst í nágrenni Grindavíkur í morgun. Áhöfnin á varðskipinu Þór er sömuleiðis í viðbragsstöðu við bæinn.
Fannar segir mikið í húfi fyrir Grindvíkinga – „Grafalvarlegir atburðir sem eru að eiga sér stað“
Fréttir„Þetta er auðvitað grafalvarlegir atburðir sem eru að eiga sér stað,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í aukafréttatíma RÚV. Enginn var í bænum þegar gos hófst. „Auðvitað skiptir það mestu máli að það verði ekki slys eða mannskaðar við svona náttúruhamfarir. En það má ekki gleyma því að það er mikið í húfi hvað varðar Lesa meira
Innviðir undir – Biðlar til fólks að fara ekki að skoða gosið – „Gefið okkur vinnufrið til að bjarga því sem hægt er að bjarga“
FréttirAðspurður um hvaða mannvirki eru í hættu segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna við RÚV í fréttatíma kl. 10: „Það sem er næst eru innviðir, kalda vatnið, heita vatnið og rafmagnið og Grindavíkurvegur er það sem hraunið stefnir í átt að, það er það sem er fyrst undir sýnist okkur.“ Segir hann Grindavíkurveg rofinn og lokaðan. Lesa meira
„Hugur okkar allra er hér eftir sem hingað til með Grindvíkingum“
Fréttir„Hugur okkar allra er hér eftir sem hingað til með Grindvíkingum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem eins og aðrir landsmenn vaknaði við þau tíðindi að eldgos væri hafið og þetta sinn afar nærri Grindavík sem sé óhugnalegt að sjá. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir forsætisráðherra að árvekni vísindafólks og Almannavarna sem réðust í rýmingu Lesa meira
Segir gosið minna en það síðasta – Sprungan styttri – „Fengum fyrirvara núna sem var ótrúlega mikilvægur“
FréttirEldgos hófst rétt fyrir kl. 8 í morgun norðan við Grindavík. Allir voru farnir úr Grindavík þegar eldgos hófst. Hraun rennur um 4-500 metra frá bænum. „Það er voðalega erfitt að segja akkúrat á þessari stundu. Þetta er lítill hluti af gossprungunni sem er fyrir innan varnargarðinn, stærsti hluti gossprungunnar er réttu megin við varnargarðinn,“ Lesa meira
Gosið sést vel víða á höfuðborgarsvæðinu
FréttirEins og komið hefur fram hófst eldgos norðaustan við Grindavík laust fyrir kl. 8 í morgun og rennur hraun í áttina að Grindavík. Heiðskýrt er í veðri á höfuðborgarsvæðinu og sést gosið vel víða, meðal annars í Seljahverfinu, þar sem íbúi tók þessa mynd.
Myndir af gosinu úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar
FréttirMyndirnar voru teknar úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi með vísindamenn Veðurstofunnar.