Frakkar og Grikkir semja um freigátukaup
PressanÍ gær skrifuðu Frakkar og Grikkir undir samning sem á meðal annars að auðvelda EBS að sinna eigin vörnum. Í honum felst að Grikkir kaupa þrjár franska freigátur og fá kauprétt að þeirri fjórðu. Kaupverðið er sem svarar til um 440 milljarða íslenskra króna. Samningurinn var undirritaður tæpum tveimur vikum eftir að sala Frakka á kafbátum til Lesa meira
Skógareldarnir í Grikklandi hafa drepið milljónir býflugna og þannig ýtt undir vistkerfisvandann
PressanÁ þeim sex vikum sem skógareldar hafa geisað í Grikklandi hafa milljónir býflugna og búa þeirra orðið eldunum að bráð. Þetta veldur miklum vanda varðandi vistkerfin en eins og um allan heim fer býflugum og öðrum flugum sem sjá um að frjóvga plöntur fækkandi. Eyjan Evia er eitt þeirra svæða sem verst hafa orðið úti í eldunum Lesa meira
Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
PressanGríska ríkisstjórnin segir að ESB eigi að taka þátt í kostnaði við gæslu á landamærum Grikklands við Tyrkland en Grikkir óttast mikinn straum afganskra flóttamanna að landamærunum. Nýlega var lokið við uppsetningu 27 kílómetra langrar girðingar til viðbótar við 13 kílómetra girðingu sem var fyrir á landamærunum. Gaddavír er efst á girðingunni og rafrænn búnaður Lesa meira
Ný holskefla flóttamanna mun reyna að komast til Evrópu – Grikkir undirbúa sig
PressanReiknað er með að mörg þúsund afganskir flóttamenn munu leita í átt til Evrópu á flótta sínum undan Talibönum sem nú hafa tekið völdin í Afganistan. 2015 og 2016 reyndi ein milljón sýrlenskra flóttamanna að komast yfir Miðjarðarhaf til Evrópu. Þá voru aðildarríki ESB ekki undir slíkan flóttamannastraum búin og neyddist ESB til að gera umdeildan samning Lesa meira
Ný ofsafengin hitabylgja skellur á Suður-Evrópu
PressanEina af verstu hitabylgjum síðari tíma í Evrópu er nú að fjara út en hún hefur legið yfir Grikklandi, Tyrklandi og suðaustanverðri Evrópu að undanförnu. Miklir hitar og þurrkar hafa fylgt henni og það hefur valdið því að mörg hundruð gróðureldar hafa kviknað og berjast slökkviliðsmenn nú við þá. En nú er önnur hitabylgja í Lesa meira
Stígur fyrir fatlaða vekur reiði Grikkja
PressanGetur stígur, sem er hannaður til að auðvelda aðgengi fatlaðra, orðið að hneykslismáli? Já er svarið hvað varðar nýjan stíg upp að hinu sögufræga Akropolis í Aþenu í Grikklandi. Sagnfræðingar og fornleifafræðingar eru ævareiðir vegna stígsins. Ákveðið var að gera stíginn á meðan heimsfaraldurinn herjar á heimsbyggðina því lítið er um ferðamenn og því tilvalið að fara Lesa meira
Hvað varð um Ben?
Pressan„Klukkan var tíu að morgni. Ég vinkaði, kyssti hann og sagði að hann yrði að vera góður við ömmu.“ Þetta sagði Kerry Needham í samtali við TV2 þegar hún lýsti ósköp venjulegum júlímorgni árið 1991 á eyjunni Kos í Eyjahafi. Fimm klukkustundum síðar barst henni símtal sem breytti öllu. 21 mánaða sonur hennar, Ben Needham, var horfinn. „Ég vil að allur Lesa meira
Segja að blýmengun sé í flóttamannabúðum á Lesbos
PressanHuman Rights Watch samtökin vilja að grísk stjórnvöld opinberi upplýsingar um tilraunir sem voru gerðar á svæði, þar sem flóttamannabúðir eru núna, á eyjunni Lesbos. Telja samtökin hugsanlegt að mikil heilsufarshætta sé fyrir flóttamenn að dvelja í búðunum því mikil blýmengun sé þar. Einnig sé starfsfólk í búðunum í hættu. Samkvæmt frétt The Guardian hafa samtökin því hvatt grísk stjórnvöld til að Lesa meira
Fyrsta moskan í tæp 200 ár opnuð í Aþenu
PressanÁ föstudaginn urðu þau tímamót í Aþenu, höfuðborg Grikklands, að fyrsta ríkisstyrkta moskan síðan 1833 var opnuð. Mörg hundruð múslímar búa í borginni en þar hefur ekki verið opinber moska síðan herir Ottómanveldisins voru hraktir þaðan fyrri tæplega 200 árum. Nýja moskan mætti mikilli andstöðu annarra trúarhópa og stjórnmálaafla en að lokum tókst að taka hana Lesa meira
Umfangsmiklar sóttvarnaráðstafanir í Grikklandi – Aðeins stórmarkaðir og apótek mega vera opin
PressanGríska ríkisstjórnin hefur gripið til harðra sóttvarnaaðgerða til að reyna að stemma stigum við útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, þar í landi. Frá og með næsta laugardegi verður öllum verslunum gert að loka nema stórmörkuðum og apótekum. Þetta gildir næstu þrjár vikurnar að sögn Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra. Grikkir mega einnig aðeins fara út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum sólarhringsins Lesa meira