fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

fuglaflensa

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Pressan
13.11.2024

Unglingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada vegna fuglaflensu. Drengurinn byrjaði að finna fyrir einkennum þann 2. nóvember síðastliðinn og var lagður inn á sjúkrahús þann 8. nóvember. Rannsókn staðfesti að hann væri með fuglaflensu sem líklega er af stofninum H5N1. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og segir að drengurinn dvelji á gjörgæsludeild Lesa meira

Lést úr afbrigði fuglaflensu sem aldrei áður hefur fundist í mönnum

Lést úr afbrigði fuglaflensu sem aldrei áður hefur fundist í mönnum

Fréttir
06.06.2024

59 ára karlmaður í Mexíkó lést þann 24. apríl síðastliðinn úr afbrigði af fuglaflensu sem aldrei áður hefur fundist í mönnum. Afbrigðið sem um ræðir kallast H5N2. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í gær. Ekki er vitað hvernig maðurinn smitaðist en H5N2 hefur fundist í alifuglum í Mexíkó. Maðurinn hafði þó ekki verið í nálægð við alifugla eða önnur Lesa meira

Ísbjörn drapst úr fuglaflensu – Fyrsta þekkta tilfellið

Ísbjörn drapst úr fuglaflensu – Fyrsta þekkta tilfellið

Fréttir
02.01.2024

Dýralæknar í Alaska fylki í Bandaríkjunum hafa staðfest að ísbjörn sem fannst dauður hafi drepist úr fuglaflensu. Þetta er í fyrsta skipti sem ísbjörn finnst dauður af völdum fuglaflensu. Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu. Hræið fannst nálægt bænum Utqiagvik í norðurhluta fylkisins í október síðastliðnum. Það var Bob Gerlach, yfirdýralæknir Alaska, sem tilkynnti alþjóða dýraheilbrigðisstofnuninni, WOAH, að fuglaflensa hefði drepið björninn þann 6. desember. Lesa meira

Skæð fuglaflensuveira af stofni sem ekki hefur greinst á Íslandi áður fannst í haferni og æðarfugli

Skæð fuglaflensuveira af stofni sem ekki hefur greinst á Íslandi áður fannst í haferni og æðarfugli

Fréttir
03.10.2023

Matvælastofnun greindi frá því á vefsíðu sinni fyrr í dag að í sýnum sem tekin voru úr haferni sem fannst dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september hafi fundist skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hafi ekki greinst hér á landi áður og sé ekki algengur, HPAI H5N5. Í dag hafi síðan stofnuninni borist Lesa meira

Verður fuglaflensa næsti heimsfaraldur? Ekki spurning um hvort, heldur hvenær segir prófessor

Verður fuglaflensa næsti heimsfaraldur? Ekki spurning um hvort, heldur hvenær segir prófessor

Pressan
30.08.2022

Sumir sérfræðingar telja að faraldur fuglaflensu, í fólki, sé í sjónmáli eftir metfjölda tilfella í fuglum síðasta árið.  Sumir hafa vaxandi áhyggjur af að vegna aukinnar útbreiðslu fuglaflensu í fuglum geti veiran þróast yfir í að smita fólk og valda í framhaldinu heimsfaraldri sem gæti orðið mannskæðari en heimsfaraldur kórónuveirunnar. Daily Mail skýrir frá þessu og bendir á Lesa meira

Fuglaflensa breiðist hratt út í Evrópu og Asíu – Getur borist í fólk

Fuglaflensa breiðist hratt út í Evrópu og Asíu – Getur borist í fólk

Pressan
17.11.2021

Á síðustu dögum hefur verið tilkynnt um nokkur tilfelli fuglaflensu í Evrópu og Asíu að sögn Alþjóðadýraheilbrigðismálastofnunarinnar OIE. Segir stofnunin að þetta sé skýrt merki um að veiran, sem veldur flensunni, sé í sókn á nýjan leik. Smitin hafa valdið því að alifuglaræktendur eru á tánum en fyrri faraldrar hafa komið illa við þá því lóga hefur Lesa meira

Fyrsta tilfelli H10N3 fuglaflensu staðfest í manni

Fyrsta tilfelli H10N3 fuglaflensu staðfest í manni

Pressan
02.06.2021

41 árs Kínverji hefur greinst með fuglaflensuna H10N3. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til að maður hafi smitast af þessu afbrigði fuglaflensu. Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu þetta í gær. Maðurinn, sem býr í Zhenjiang í austurhluta Jiangsu, var lagður inn á sjúkrahús með hita og fleiri sjúkdómseinkenni. Hann greindist með H10N3 þann 28. maí. Ekkert kom fram um hvernig Lesa meira

Fuglaflensa hefur greinst í sex löndum í Vestur-Evrópu

Fuglaflensa hefur greinst í sex löndum í Vestur-Evrópu

Pressan
17.11.2020

Hin bráðsmitandi og alvarlega fuglaflensa H5N8 hefur nú greinst í sex Vestur-Evrópulöndum. Þetta eru Danmörk, England, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Holland. Í gær var staðfest að fuglaflensa hefði greinst í hænsnabúi í Danmörku og verða allar 25.000 hænurnar aflífaðar. Einnig greindist fuglaflensa í fuglum í dýraverslun á Korsíku. Búið er að aflífa alla fugla í versluninni. Yfirvöld Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af