fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

fríverslunarsamningur

Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri

Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri

Eyjan
08.10.2024

Þó að margt gott hafi komið með inngöngunni í EES á sínum tíma væri athugandi fyrir okkur Íslendinga að skoða það að ganga út úr því samstarfi og gera sérstakan fríverslunarsamning við Evrópusambandið, sérstaklega ef Norðmenn fara slíka leið. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líklegt að án aðildar að EES hefðum við Íslendingar sjálfir innleitt Lesa meira

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Frumvarp um fríverslunarsamning við Ísland lagt fyrir Bandaríkjaþing – Ráðherrar fagna

Eyjan
09.08.2022

Frumvarp hefur verið lagt fram á Bandaríkjaþingi um breyttar áherslur á Norðurslóðum. Meðal annars er kveðið á um gerð fríverslunarsamnings við Ísland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, fagna frumvarpinu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Katrínu að íslensk stjórnvöld hafi lengi þrýst á gerð fríverslunarsamnings á milli ríkjanna og Lesa meira

Bretar reyna að landa stórum fríverslunarsamningi

Bretar reyna að landa stórum fríverslunarsamningi

Pressan
22.06.2021

Bretar vinna nú hörðum höndum að því að fá aðild að fjölþjóðlega fríverslunarsamningnum CPTPP en hann nær til 11 ríkja í Asíu og Kyrrahafi. Viðræður á milli aðildarríkja samningsins og Breta hefjast í dag. „Þetta er sá heimshluti þar sem stærstu tækifæri Bretlands eru. Við yfirgáfum ESB með því loforði að styrkja tengslin við gamla bandamenn og Lesa meira

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

Eyjan
08.06.2021

Ísland og Bretland hafa náð saman um fríverslunarsamning landanna í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Félag atvinnurekenda, FA, fagnar því að samningur hafi náðst en þykir miður að stjórnvöld hafi kastað frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur en það var gert vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila. Þetta segir á heimasíðu FA. Segja samtökin að þau Lesa meira

Segir fríverslunarsamninginn við Breta í lagi

Segir fríverslunarsamninginn við Breta í lagi

Eyjan
07.06.2021

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að bændur telji sig geta unnið með þann fríverslunarsamning sem gerður hefur verið á milli Íslands og Bretlands í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samningurinn hafi verið staðfestur fyrir helgi. Í honum felst að viðskiptakjör landanna verða að mestu óbreytt Lesa meira

ESB og Bretland styrkja sambandið við Indland

ESB og Bretland styrkja sambandið við Indland

Pressan
08.05.2021

ESB og Bretland vinna nú að gerð fríverslunarsamnings við Indland. Þetta er smá ljósglæta í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar sem hefur lagst mjög þungt á Indland að undanförnu. Á þriðjudaginn kynntu Bretar og Indverjar fjárfestingasamninga einkaaðila upp á 1 milljarð punda og um leið var tilkynnt að samningaviðræður um fríverslunarsamning væru að hefjast. ESB á einnig Lesa meira

Írskur ráðherra sakar Breta um afbrigðilega þjóðernishyggju

Írskur ráðherra sakar Breta um afbrigðilega þjóðernishyggju

Eyjan
15.03.2021

Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, sagði á laugardaginn að Bretar sýni af sér „afbrigðilega þjóðernishyggju“ með því að reyna að ná viðskiptasamningi, fríverslunarsamningi, við Bandaríkin á undan ESB.  „Hugmyndin um að Bretar geti orðið á undan er í hreinskilni sagt birtingarmynd þröngsýni. Þetta er afbrigðileg þjóðernishyggja því ESB og Bretland ættu með réttu að vinna saman,“ sagði Coveney í samtali Lesa meira

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Eyjan
19.10.2020

Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að Bretar og ESB nái samningum um útgöngu Breta úr ESB. Bresk stjórnvöld sögðu fyrir helgi að það þjóni engum tilgangi að halda viðræðunum áfram nema ESB gefi eftir hvað varðar sumar af helstu kröfum sínum. Bretar gáfu þó í skyn að ekki hefði verið lokað Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af