Fréttavaktin: Streptókokkar, Diljá Eurovision-fari og uppistandsafmæli
FréttirFjórðungi meira álag er á heilsugæsluna en þekktist fyrir faraldurinn. Það má rekja til óvenju margra streptókokkatilfella sem getur verið viðsjárverð pest. Diljá Pétursdóttir fór með sigur af hólmi í Söngvakeppninni á laugardag, sigraði kosninguna með yfirburðum og sló atkvæðamet. Að sögn Diljár hefur fjölskylda hennar ekki enn fengið miða á stóru keppnina í Liverpool. Lesa meira
Fréttavaktin: Íslenskur her, starfsnám og Eurovision
FréttirÍsland er veikasti hlekkurinn í Nató og þegar af þeirri ástæðu ættu landsmenn að óttast innrás, segir sérfræðingur í varnarmálum. Hann segir svör stjórnvalda við hugmyndum hans um íslenskan her hafa verið fyrirsjáanleg. Skólameistari Borgarholtsskóla segist fagna fyrirhugaðri uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins sem mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað. Hann segir sveinsprófið úrelt próf sem Lesa meira
Fréttavaktin: Fréttir vikunnar, FÁSES og Miðborgarhátíð
FréttirHlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi og Steingerður Steinarsdóttir talskona Samhjálpar ræða fréttir liðinnar viku við Sigmund Erni Rúnarsson. Björk Eiðsdóttir segir frá efni helgarblaðs Fréttablaðsins. Margrét Erla Maack ræðir við Kristínu Kristjánsdóttur stjórnarmeðlim FÁSES, félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þá ræðir hún einnig við Pétur Hafþór Jónsson um Miðborgarhátíðina sem stendur yfir um komandi helgi.
Fréttavaktin: Lindarhvolsmálið, veðrið í mars og Food & Fun
FréttirÞað er óskiljanlegt og raunar alvarleg atlaga að eftirlitsskyldu Alþingis að forseti þess sitji sem fastast á greinargerð um Lindarhvolsmálið, segir Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður sem hefur kynnt sér málið gjörla og kallar það hneyksli. Útlit er fyrir mikil umskipti í veðrinu hér á landi í mars, að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Mars verður Lesa meira
Fréttavaktin: Fasteignamarkaður, aðgengismál við HÍ og rostungur
FréttirUngt fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir sér eign í verðbólgunni um þessar mundir, segir yfirmaður viðskiptagreiningar hjá Deloitte. Innborgun á lán geti hreinlega fuðrað upp á einu ári í vaxtahækkunum. Formaður Sjálfsbjargar segir sérúrræði sem eru í boði fyrir fatlaða nemendur við Háskóla Íslands, gangi gegn sínum tilgangi og Lesa meira
Fréttavaktin: Íslenski laxinn í hættu, Facebook-auglýsingar og Söngvakeppnin
FréttirTalsmaður samtaka sem berjast gegn laxeldi í sjókvíum segir að færa verði allt laxeldi upp á land. Villti stofninn sé að eyðileggjast. Björn Þorleifsson ræðir við Óttar Yngvason lögmann. Greiðasta leiðin fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja hasla sér völl með vöru sína og þjónustu í útlöndum er á Facebook sem þekkir allar leiðirnar að lífi Lesa meira
Fréttavaktin: Úkraínustríðið, helgarblaðið og VHS flokkurinn
FréttirBogi Ágústsson fjölmiðlamaður á RÚV og Arndís Anna Kristínardóttir þingmaður Pírata ræða við Björn Þorláksson blaðamann um Úkraínustríðið, ESB og umhverfismálin. Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins ræðir efni blaðsins sem kemur út í fyrramálið. Stefán Ingvar Vigfússon uppistandari ræðir nýja sýningu í Tjarnarbíó VHS velur vellíðan sem frumsýnd er laugardagskvöldið 25. febrúar 2023.
Fréttavaktin: Verkbann, réttur til að syrgja og Backstreet Boys
FréttirÞað er á ábyrgð atvinnurekenda að gera Eflingarfólk launalaust með verkbanni. Sjóðir eflingar verða ekki tæmdir til að koma þar til bjargar segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við Sigmund Erni Rúnarsson. Maður sem lenti í því að Mannlíf birti fréttir upp úr minningargrein hans um bróður sinn, fagnar því að Mannlíf hafi Lesa meira
Fréttavaktin: Verkbann sé vörn | Bakslag í MeToo | Celebs
FréttirHalldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á von á því að verkbannstillagan verði samþykkt af félagsmönnum. Atvinnurekendur séu fyrst og fremst að verja sig með verkbanni, en þetta séu þung skref. Bakslag er komið í #metoo byltinguna, því almenningi finnst óþægilegt að andlit sé komið á gerendur, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, fráfarandi talskona Stígamóta. Aðeins Lesa meira
Fréttavaktin: Engin ástæða til að hamstra og verkalýðsbaráttan orðin sósíalísk
FréttirAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, biðlar til fólks að halda ró sinni. Enn sé engin ástæða sé til að hamstra matvöru þvì birgðastaða í verslunum verði góð næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. Verkalýðsbaráttan er aftur orðin sósíalísk barátta þar sem óvinurinn er auðvaldið, segir Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur og sérfræðingur í baráttusögu verkafólks. Lesa meira