Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
FréttirLilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, er gestur Dagmála á mbl.is ásamt Óla Birni Kárasyni, fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Í þættinum er meðal annars rætt um ákvörðun Bjarna Benediktssonar að láta af þingmennsku og formennsku í Sjálfstæðisflokknum og stöðu Framsóknarflokksins eftir kosningar. Framsókn fór úr þrettán þingmönnum fyrir kosningar niður í fimm og þá féllu allir ráðherrar flokksins af þingi Lesa meira
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
FréttirBeiðni um endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi kom frá Framsóknarmönnum í kjördæminu. Litlu munaði að oddviti þeirra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, næði inn á þing. Willum datt út eftir að lokatölur voru kynntar og formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson komst inn. Sigurður segir mikilvægt að leikreglum lýðræðisins sé fylgt. Greint var frá því í fréttum í gær að óskað Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennarMestu hörmungar Íslandssögunnar eru án efa Skaftáreldar 1783. Stór gossprunga opnaðist í Lakagígum og spjó eldi og eimyrju yfir landið. Bændur og öll alþýða urðu fyrir gífurlegum búsifjum. Fjöldi fólks dó og bústofninn féll úr hor vegna elds og öskufalls. Byggðin í kringum Kirkjubæjarklaustur varð fyrir miklum skakkaföllum. Þann 20. Júlí 1783 voru allar líkur Lesa meira
Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
FréttirGuðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir að Íslendingar þurfi núna að hugsa sitt ráð. Guðni skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann minnir á Framsóknarflokkinn og segir hann hafa reynst best þegar þjóðin hefur staðið á sundrungarbarmi. „Hver verður nú forsætisráðherra fari kosningarnar á versta veg? Hvaða einstaklingur og flokkur er líklegur til að Lesa meira
Orðið á götunni – Tengdadóttirin send til Reykjavíkur í kjördæmarúllettu Framsóknarflokksins
EyjanÞessa dagana er rykið að setjast eftir glysmiklar listakynningar stjórnmálaflokkana og skýrari mynd að teiknast af úrvali frambjóðenda sem munu prýða kjörseðlana í komandi kosningum. Víðast hvar komust færri að en vildu á listum stjórnmálaflokkana. Hart var barist um sæti hjá Viðreisn, Sjálfstæðismönnum og Samfylkingunni, sem dæmi. Hjá sósíalistum var þessu þó öfugt farið, en Lesa meira
Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
FréttirRæða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fjármála- og innviðaráðherra, um útlendingamál, í umræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna á RÚV síðastliðinn föstudag, hefur vakið mikla athygli. Hefur þessi ræða verið kölluð eldræða. Sigurður Ingi talaði fyrir mannúð í útlendingamálum og sagði málaflokkinn ekki vera stórt vandamál á Íslandi. Í viðtali við hlaðvarpið Ein pæling sem birt var Lesa meira
Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
EyjanFastir pennarSamfélagshyggja hefur verið á hröðu undanhaldi hér á landi um árabil, en fyrir vikið er Ísland löngu búið að skera sig úr skandinavíska módelinu þar sem samstaða almennings einkennir öðru fremur mannlífið – og fólk hugsar út fyrir eigin nafla. Á meðan er svo komið fyrir Íslendingum að þeim er varla annt um aðra en Lesa meira
Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanRagnar Þór Ingólfsson, formaður verkalýðsfélagsins VR, segir að með nýskeðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á matvælafyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska hafi það raungerst sem VR hafi varað við áður en afurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Einnig að þingmaður Framsóknarflokksins hafi beinlínis staðfest spillinguna við lagasetninguna. „Litla spillinga eyjan Ísland. Það tók ekki langan tíma að raungerast það sem við Lesa meira
Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
EyjanÁ vettvangi stjórnmálanna hefur nokkuð verið um að vera í dag. Á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík hefur farið fram flokksþing Framsóknarflokksins en á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi Vestra stóð flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar yfir. Auk þess að fara yfir stefnu og störf flokksins í ríkisstjórn gerðu formaður og varaformaður Framsóknarflokksins sér far um að gagnrýna Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
EyjanFastir pennarÉg hitti nýlega konu sem var í öngum sínum vegna þess að hún hafði sagt við son sinn að hann væri rétthentur en hún sjálf örvhent. Sonurinn sagði að hún væri með þessum ummælum að smána eða „sjeima“ hendur þeirra beggja. „Það er ekkert rétt við að nota hægri höndina meira en hina!“ sagði hann Lesa meira