Frakkar breyta um stefnu og ætla að bólusetja eldra fólk með bóluefni AstraZeneca
PressanFram að þessu hafa Frakkar ekki viljað bólusetja fólk 65 ára og eldra með bóluefninu frá AstraZeneca. Ástæðan er að ekki þykja liggja fyrir nægilega góðar upplýsingar um virkni bóluefnisins á eldra fólk. En nú hafa frönsk heilbrigðisyfirvöld breytt um stefnu og ætla að heimila bólusetningu fólks á aldrinum 65 til 75 ára með bóluefninu. Dpa skýrir Lesa meira
Þungir dómar yfir íslamistum í Frakklandi – Dæmdir til þyngri refsingar en saksóknari krafðist
PressanNýlega féllu dómar yfir þremur íslamistum í Strassborg í Frakklandi. Þeir höfðu í hyggju að fremja hryðjuverk en leyniþjónustan kom upp um þá áður en þeir gátu látið verða af fyrirætlunum sínum. Dómurum í málinu fannst svo mikil hætta stafa af mönnunum að þeir dæmdu þá til þyngri refsingar en saksóknari hafði krafist. Frakkarnir Hicham Makran og Yassine Bousseria voru dæmdir í 22 og 24 Lesa meira
Breytt Marine Le Pen undibýr slag við Emmanuel Macron á næsta ári
PressanMarine Le Pen, leiðtogi öfgahægrimanna í Frakklandi, dregur nú á Emmanuel Macron í skoðanakönnunum um hver verður næsti forseti landsins. Macron er gríðarlega óvinsæll og Le Pen nýtur góðs af því. Nú eru 14 mánuðir í forsetakosningar og er Macron að sögn orðinn ansi áhyggjufullur yfir stöðunni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar styðja 41% kjósenda Macron en 59% eru óánægð með hann. Nýlega sendi Macron staðgengil sinn. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, í kappræður við Le Pen Lesa meira
Elsti Evrópubúinn – Lifði báðar heimsstyrjaldirnar af og COVID-19 – Fagnar 117 ára afmæli á morgun
PressanSystir André, frönsk nunna og elsti núlifandi Evrópubúinn, er búin að ná sér af COVID-19. Það er því óhætt að segja að það sé sterkt í henni en hún fæddist 1905 og lifði því báðar heimsstyrjaldirnar af og nú heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt frétt franska dagblaðsins Var-Matin greindist systir André, sem var skírð Lucille Randon, með COVID-19 þann 16. janúar. Nú hefur hún Lesa meira
Lögreglan óttast að eftirlýstur maður sé í Hong Kong og muni fremja „annan hrottalegan glæp“
PressanFranska lögreglan telur að Karim Ouali, sem er á flótta undan henni, sé nú staddur í Hong Kong og segir að hann sé hættulegur öllum þeim sem verða á vegi hans. Lögreglan segist „99% viss um að hann muni fremja annan hrottalegan glæp“. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Ouali sé eftirlýstur fyrir morðið á Jean Meyer árið 2011. „Öllum sem verða á vegi hans Lesa meira
Þrír lögreglumenn skotnir til bana í Frakklandi
PressanÞrír lögreglumenn voru skotnir til bana nærri bænum Saint-Just, sem er nærri stórborginni Lyon, í nótt. Sá fjórði særðist. Le Parisien skýrir frá þessu. Fram kemur að 48 ára karlmaður hafi skotið lögreglumennina þegar þeir reyndu að frelsa konu sem hann hélt fanginni. Um heimilisofbeldismál var að ræða að sögn franskra fjölmiðla.
Ískaldur Frakki setti nýtt heimsmet
PressanÞað er óhætt að segja að Frakkinn Romain Vandendorpe sé ískaldur en hann á nú heimsmetið í að sitja í ís, sem nær upp að höfði, lengst allra. Honum tókst að sitja í glerbúri fullu af ísklumpum, sem þöktu allan líkamann upp að höfði, í tvær klukkustundir, 35 mínútur og 43 sekúndur. Vandendorpe, sem er 34 ára heilbrigðisstarfsmaður, Lesa meira
Macron vill fleiri kjarnaofna og kjarnorkuknúið flugmóðurskip
EyjanFrakkar hafa pantað sex nýja kjarnaofna og nýtt kjarnorkuknúið flugmóðurskip. Þeir fara því aðrar leiðir en mörg nágrannaríki þeirra sem veðja á græna orku. Þjóðverjar eru til dæmis að draga úr notkun kjarnorku og Danir veðja á vistvæna og græna orku í framtíðinni. „Framtíð okkar í orku- og umhverfismálum mun byggjast á kjarnorku. Ég hef Lesa meira
Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi
PressanFrakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg áhrif Lesa meira
Macron vill setja ákvæði um loftslagsmál í frönsku stjórnarskrána
PressanEmmanuel Macron, Frakklandsforseti, vill að í fyrstu grein frönsku stjórnarskráarinnar komi fram að landið sé skuldbundið til að berjast gegn loftslagsbreytingunum og til að vernda náttúruna. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti fyrir borgararáð á mánudaginn um loftslagsmálin. Hann sagðist stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni til að koma þessu inn í hana. Lesa meira