Mestu hörmungar landbúnaðarins á öldinni
PressanVínframleiðsla Frakka verður mun minni á þessu ári en í venjulegu árferði vegna frosta og rigninga. Í raun stefnir í að uppskeran verði sögulega léleg og landbúnaðarráðherra landsins segir að hér sé um mestu hörmungar landbúnaðarins á öldinni að ræða. Landbúnaðarráðuneytið væntir þess að uppskeran verði 24 til 30% minni en á síðasta ári og Lesa meira
Myndin sem lagði samfélagsmiðla á hliðina og gagnrýni rigndi inn – En ekki er allt sem sýnist
PressanRafbílar verða sífellt algengari á götum borga og bæja víða um heiminn og sífellt fleiri bílaframleiðendur segja að tími bensín- og dísilbíla heyri fljótlega sögunni til. En það eru ekki allir ánægðir með þetta og finna rafbílum flest ef ekki allt til foráttu. Myndin sem hér er fjallað um er einmitt dæmi um hvernig heitar Lesa meira
Myrti fjóra fjölskyldumeðlimi vegna „nasistagulls“
PressanHubert Caouissin, fimmtugur Frakki, hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að myrða fjóra fjölskyldumeðlimi sína en hann taldi þá vera að sanka að sér „nasistagulli“. Þetta gerði hann árið 2017. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Caouissin hafi játað að hafa myrt mág sinn, Pascal Troadec 49 ára, eiginkonu hans, Brigitte 49 ára, og börn þeirra, Sébastien 21 árs og Charlotte 18 Lesa meira
16 ára stúlka skotskífa fyrir morðhótanir – „Þú átt skilið að vera skorin á háls“
PressanÍ janúar á síðasta ári varð 16 ára frönsk stúlka, Mila sem býr í Lyon, skotskífa fyrir morðhótanir og hatursræðu á samfélagsmiðlum. „Þú skalt bara drepast“ eða „Þú átt skilið að vera skorin á háls“ eru meðal þeirra hótana sem henni bárust. „Glæpur“ hennar var að hún hafði í fjölda myndbanda, sem hún birti á Instagram, gagnrýnt Íslamstrú. Fyrstu gagnrýnina Lesa meira
Er hún morðingi eða fórnarlamb? Spurningin sem heil þjóð veltir fyrir sér
Pressan„Ég hélt að hann myndi drepa mig. Ég var enn nakin svo ég tók bílinn og stakk af,“ sagði Valérie Bacot, 40 ára, um sunnudagskvöldið úti í skóginum þegar allt hrundi til grunna hjá henni. „Þetta gerðist daglega eftir skóla, nema um helgar þegar móðir mín var til staðar. Eitt sinn barðist ég kröftuglega á móti og Lesa meira
Skuggi hneykslismála gerir Le Pen og flokki hennar erfitt fyrir – Óviðeigandi ummæli um sjálfsvíg
PressanÞann 20. júní ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa til héraðsstjórna. Rassemblement National, sem hét áður Front National, flokkur Marine Le Pen glímir við ýmis hneykslismál í aðdraganda kosninganna. Margir frambjóðendur flokksins hafa komist í fréttirnar fyrir ummæli sem eru sögð vera ýmist óviðeigandi pólitískt séð eða beri merki kynþáttahaturs. Stærstu mistökin í sögu flokksins gerði Julien Odoul, frambjóðandi í Bourgogne–Franche–Comte, þegar hann gerði Lesa meira
18 ára frönsk stúlka nýtur lögregluverndar – 100.000 hatursskilaboð og morðhótanir
Pressan„Þú átt skilið að vera skorin á háls,“ voru skilaboðin sem Mila, sem er 18 ára frönsk stúlka, bárust. Henni bárust um 100.000 hatursskilaboð og morðhótanir og sá lögreglan sig tilneydda til að veita henni sólarhringsvernd sem og allri fjölskyldu hennar. Allt hófst þetta á síðasta ári þegar Mila birti myndbönd á Instagram og Tiktok þar sem hún gagnrýndi íslamstrú. Það gerði hún Lesa meira
Tveir handteknir vegna morðs á lögreglumanni
PressanFranska lögreglan handtók í gær tvo menn sem eru grunaðir um að hafa skotið lögreglumann til bana á miðvikudag í síðustu viku í Avignon. Mennirnir voru handteknir um 20 kílómetra utan við Avignon. Annar þeirra er talinn hafa skotið lögreglumanninn og hinn er grunaður um að hafa verið í vitorði með honum. Handtökurnar áttu sér stað nokkrum Lesa meira
Frakkar hóta að loka fyrir rafmagn til Jersey vegna fiskveiðideilu
PressanFrakkar eru reiðubúnir til að loka fyrir rafmagn til bresku eyjunnar Jersey, sem er rétt undan strönd Frakklands, ef Bretar fara ekki eftir ákvæðum Brexit um fiskveiðar. Þetta sagði Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakka, í gær. Hún sagði franska þinginu þá að Frakkar væru reiðubúnir til að beita þeim refsiákvæðum sem Brexitsamningurinn heimilar þeim að beita. Hún sagði að stjórnvöld á Jersey, sem Lesa meira
Málið sem skekur Frakkland – Hermenn vara við uppgangi múslíma og borgarastyrjöld
PressanUm 1.000 franskir hermenn, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa verið á allra vörum í Frakklandi að undanförnu eftir að þeir birtu opið bréf í tímaritinu Valeurs Actuelles, sem er hægrisinnað, nýlega. Í bréfinu vara þeir við því að borgarastyrjöld sé yfirvofandi í landinu og að mörg þúsund manns muni látast í henni. Meðal þeirra sem skrifa undir Lesa meira