„Geturðu haldið kjafti maður?“ – Biden og Trump lenti saman í kappræðum næturinnar
EyjanÞað hafði verið beðið eftir kappræðum Donald Trump og Joe Biden, sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma, með mikilli eftirvæntingu en þetta voru fyrstu kappræður þeirra. Óhætt er að segja að hiti hafi verið í umræðunum allt frá fyrstu mínútu. Orð eins og „trúður“, „rasisti“ og „haltu kjafti“ voru notuð og Trump vildi ekki taka afstöðu gegn öfgahægrimönnum þegar Lesa meira
Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“
Pressan„Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess.“ Þetta kemur fram í opnu bréfi sem tæplega 500 háttsettir bandarískir herforingjar og þjóðaröryggisráðgjafar skrifa undir. Í því lýsa þeir yfir stuðningi við Joe Biden. Í bréfinu kemur fram að Trump hafi í forsetatíð sinni sýnt að hann standi ekki undir þeirri „gríðarlegu ábyrgð sem tengist embætti hans“. Einnig kemur Lesa meira
Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
PressanÍ kvöld mætast Donald Trump og Joe Biden í sjónvarpskappræðum fyrir forsetakosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Skattamál Trump verða væntanlega ofarlega á baugi í kjölfar umfjöllunar New York Times um skattamál hans. Trump mun líklega mæta til leiks í ákveðinni vörn vegna afhjúpana New York Times á skattamálum hans en óhætt er að segja að þær séu Trump ekki til framdráttar. Í þeim kemur fram að Trump hafi komið sér hjá því að greiða skatta Lesa meira
Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?
PressanAfhjúpanir New York Times á skattamálum Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um helgina hafa vakið mikla athygli. Aðeins eru fimm vikur í forsetakosningarnar og spurning hvaða áhrif afhjúpanir blaðsins hafa en þær sýna að Trump greiddi eiginlega ekki neitt í skatt til alríkisins frá aldamótum og þar til hann tók við forsetaembættinu. Allt frá því að Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt hefur hann lagt mikla áherslu á að Lesa meira
Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“
PressanCindy McCain, ekkja John McCain, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins í Bandaríkjunum. McCain er Repúblikani eins og eiginmaður hennar var en hann sat á þingi fyrir flokkinn og tókst á um forsetaembættið við Barack Obama og Joe Biden 2008. „Eiginmaður minn, John, lifði eftir einni reglu: Ættjörðin fyrst. Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn,“ segir í tilkynningu sem Cindy sendi frá sér á Lesa meira
Fjárframlög Michael Bloomberg gætu ráðið úrslitum forsetakosninganna í Flórída
PressanMichael Bloomberg gerði skammvinna og misheppnaða tilraun til að verða forsetaframbjóðandi Demókrata fyrr á árinu. En þrátt fyrir að hafa ekki gengið vel í forkosningunum hefur hann ekki snúið baki við flokknum og nýlega tilkynnti hann að hann ætli að láta 100 milljónir dollara af hendi rakna til stuðnings kosningabaráttu Joe Biden í Flórída. Þetta gæti orðið til þess að Lesa meira
Facebook lokar á pólitískar auglýsingar síðustu vikuna fyrir bandarísku forsetakosningarnar
PressanStjórnendur Facebook hafa tekið þá ákvörðun að banna pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum síðustu vikuna fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Í samtali við CBS News sagði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, að þetta muni gilda um allar pólitískar auglýsingar. „Þetta mun svo sannarlega gilda um forsetann þegar þetta tekur gildi og þetta mun gilda fyrir alla,“ sagði hann. Lesa meira
Þess vegna styður fólk Biden eða Trump
PressanBandaríska þjóðin er klofin á hinu pólitíska sviði og virðist sem gjáin á milli andstæðra fylkinga fari breikkandi og mikil heift einkennir oft orðræðuna. En af hverju styður fólk Biden eða Trump í baráttunni um forsetaembættið? Nýleg könnun varpar ljósi á ástæðurnar. „Trúðurinn“ Trump eða „syfjaði“ Biden? Ekki kannski fögur orð sem eru notuð um frambjóðendurna og margir hugsa eflaust með sér að Lesa meira
„Eruð þið tilbúin fyrir sigur Trump?“
PressanHeimildamyndagerðamaðurinn Michael Moore er demókrati og situr ekki þögull á hliðarlínunni í undanfara forsetakosninganna í Bandaríkjunum sem fara fram í byrjun nóvember. Hann styður Joe Biden og hvetur nú Demókrata og aðra andstæðinga Donald Trump, sitjandi forseta, til dáða. Hann biðlar til allra um að reyna að fá 100 manns til að kjósa. Ástæðan er að hann sér margt líkt með Lesa meira
Trump þungorður í garð Joe Biden – „Hann mun eyðileggja mikilfengleika Bandaríkjanna“
PressanBandaríkin geta aftur orðið sterkt land með sterkan efnahag. Þetta var boðskapur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í gærkvöldi þegar hann samþykkti útnefningu Repúblikanaflokksins á honum sem forsetaframbjóðanda. Hann dró upp þá mynd að í forsetakosningunum í nóvember standi bandaríska þjóðin frammi fyrir vali á milli tveggja framtíðarsýna, tveggja flokka, tveggja manna og það kom skýrt fram hvað er undir. Lesa meira