fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

Forsetakosningar

Rannsaka hvort starfsfólk í dómsmálaráðuneytinu hafi reynt að breyta úrslitum forsetakosninganna

Rannsaka hvort starfsfólk í dómsmálaráðuneytinu hafi reynt að breyta úrslitum forsetakosninganna

Pressan
27.01.2021

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á hvort núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þess hafi reynt að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Michael Horowitz, ráðuneytisstjóri, tilkynnti þetta á mánudaginn. Rannsóknin á að leiða í ljós hvort starfsfólk í ráðuneytinu hafi „tekið þátt í ólöglegum tilraunum“ til að breyta niðurstöðu forsetakosninganna. Ákvörðunin um rannsóknina var tekin eftir að New York Times skýrði frá Lesa meira

Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna

Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna

Pressan
15.12.2020

Í gær komu kjörmenn saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og kusu næsta forseta landsins. Um formlega athöfn er að ræða því niðurstaðan er auðvitað löngu ljós. Meirihluti kjörmannanna hefur nú þegar greitt Biden atkvæði sitt en niðurstaðan liggur ekki fyrir í öllum ríkjunum þegar þetta er skrifað. Það er þó ljóst að Biden hefur fengið atkvæði rúmlega 270 kjörmanna Lesa meira

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Pressan
03.12.2020

Gabriel Sterling, yfirmaður talningarmála hjá yfirkjörstjórn Georgíuríkis, hefur fengið sig fullsaddan af hótunum í tengslum við nýafstaðnar forsetakosningar. Hann segir að orðræða Donald Trump, forseta, um kosningasvindl hvetji fólk „hugsanlega til ofbeldisverk“. Sterling sem er Repúblikani sagði þetta á fréttamannafundi á þriðjudaginn. „Hættu að veita fólki innblástur til ofbeldisverka. Einhver særist, einhver verður skotinn, einhver verður drepinn. Þetta Lesa meira

Trump segist yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir kjósa Biden

Trump segist yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir kjósa Biden

Pressan
27.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ræddi í gær við fréttamenn og svaraði spurningum þeirra. Þetta var í fyrsta sinn frá forsetakosningunum í byrjun mánaðarins sem hann ræddi við fréttamenn. Hann var spurður hvort hann muni yfirgefa Hvíta húsið ef kjörmennirnir staðfesta sigur Joe Biden. „Það mun ég örugglega gera. Það veistu vel,“ sagði Trump við fréttamanninn. Þetta er líklegast það næsta því Lesa meira

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Pressan
24.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hafa gefið grænt ljós á að hægt sé að hefja undirbúning valdaskipta í landinu en þau fara fram á hádegi þann 20. janúar 2021. Þá tekur Joe Biden við embætti forseta og Trump flytur úr Hvíta húsinu. Trump skýrði frá þessu í fjölda tísta á Twitter í gærkvöldi en hann tók einnig fram að hann muni berjast áfram fyrir áframhaldandi setu Lesa meira

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina

Þetta er konan á bak við sigur Biden í Georgíu – Næst er það baráttan um öldungadeildina

Pressan
21.11.2020

Stacey Abrams er vinsæl í Demókrataflokknum því það er ekki annað að sjá en að hún eigi stærstan hlut að máli hvað varðar sigur Joe Biden í forsetakosningunum í ríkinu. Barátta hennar er talin hafa tryggt Biden alla 16 kjörmenn ríkisins sem hefur verið vígi Repúblikana allt frá því að Bill Clinton sigraði þar 1992. Það sem rekur Abrams áfram er ósigur hennar í ríkisstjórakosningunum í Georgíu í nóvember Lesa meira

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Pressan
20.11.2020

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, var í viðtali hjá Gayle King á CBS News sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn þar sem hann ræddi meðal annars úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Hann sagði að niðurstaða kosninganna, þar sem bæði Joe Biden og Donald Trump, fengu meira en 70 milljónir atkvæða sýni að þjóðin sé enn mjög klofin. „Þetta segir að við erum enn mjög klofin. Áhrif þessarar öðruvísi heimssýnar sem er Lesa meira

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Pressan
20.11.2020

Endurtalningu atkvæða, sem voru greidd í forsetakosningunum, er lokið í Georgíu. Þar var ákveðið að telja öll atkvæðin aftur og nú í höndum vegna þess hversu litlu munaði á þeim Donald Trump og Joe Biden sem tókust á um forsetaembættið. Niðurstöður fyrri talningar standa óbreytt, Joe Biden sigraði í ríkinu. Gabriel Sterling, yfirmaður kjörstjórnar ríkisins, tilkynnti þetta seint í gærkvöldi. Um 5 milljónir atkvæða Lesa meira

Innanríkisráðherra Georgíu segir að þingmaður Repúblikana hafi stungið upp á að löglegum atkvæðum yrði hent

Innanríkisráðherra Georgíu segir að þingmaður Repúblikana hafi stungið upp á að löglegum atkvæðum yrði hent

Pressan
18.11.2020

Brad Raffensperger, sem er Repúblikani og innanríkisráðherra í Georgíu, segi rað Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður og dyggur stuðningsmaður Donald Trump forseta, hafi spurt hvort ekki væri hægt að henda öllum utankjöfundaratkvæðum, sem voru greidd í forsetakosningunum, í ákveðnum kjördæmum. Þetta hafi hann gert eftir að ljóst var að Trump hafði tapað með litlum mun í ríkinu. Lesa meira

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Pressan
18.11.2020

Í tengslum við endurtalningu atkvæða í öllum 159 kjördæmum Georgíuríkis fundust rúmlega 2.700 áður ótalin atkvæði í gær. Atkvæðin eru öll úr sömu sýslunni, Floyd County. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt frétt AP þá voru atkvæðin á minniskorti sem hafði ekki verið tekið með í fyrstu talningunni. Á minniskortinu voru 2.755 atkvæði og hafa Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af