Þungorður Mike Pence – „Bandaríki Joe Biden verða óörugg“
PressanMike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á landsfundi Repúblikana í gærkvöldi. Hann var aðalræðumaður kvöldsins og dró hann ekki upp fagra mynd af framtíð Bandaríkjanna ef Joe Biden verður kjörinn forseti í kosningunum í nóvember. Pence sagði að Biden væri gagnslaus atvinnupólitíkus. Hann sagði að ef Bandaríkjamenn kjósi Biden sem forseta í stað Donald Trump þá verði það verst fyrir þá sjálfa. „Hinn óþægilegi sannleikur er Lesa meira
Svartsýnn Trump – Talning atkvæði gæti tekið vikur eða mánuði
PressanDonald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki sáttur við að heimilt verði að greiða atkvæði póstleiðis í forsetakosningunum sem fram fara í byrjun nóvember. Hann hefur ítrekað lýst þessari skoðun sinni og sagt að þetta sé ávísun á kosningasvindl en án þess að styðja það nokkrum rökum eða gögnum. Í ræðu, sem hann flutti á föstudaginn, sagði hann Lesa meira
Hún hafnaði Joe Biden fimm sinnum – Nú getur hún orðið næsta forsetafrú
PressanÞegar Joe Biden var formlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins aðfaranótt miðvikudags birtist eiginkona hans, Jill Biden, einnig á sjónvarpsskjánum. Frá tómri kennslustofu í Delaware hvatti hún kjósendur til að kjósa eiginmann sinn. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en það kom kannski sumum á óvart að hún var í skólastofu. Jill lýsti því sjálf þannig að þögnin í tómri stofunni væri „þung“ og Lesa meira
Pelosi segist viðurkenna úrslitin ef Trump sigrar í forsetakosningunum
PressanNancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segist „að sjálfsögðu“ munu viðurkenna úrslit forsetakosninganna í nóvember ef Donald Trump ber sigur úr býtum. Þetta sagði hún í samtali við CNN og bætti einnig við að hún og Demókratar muni ekki hunsa afskipti Rússa af kosningunum. „Auðvitað. En það þýðir ekki að við munum þegja yfir aðgerðum hans, hvort sem það Lesa meira
Facebook er tilbúið með áætlun ef Trump lýsir yfir ótímabærum sigri í forsetakosningunum
PressanFacebook er nú að búa sig undir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun nóvember en miðillinn mun væntanlega leika stórt hlutverk í baráttunni sem fram undan er. Miðillinn er meðal annars að undirbúa sig undir aðgerðir sem eiga að geta komið í veg fyrir að Donald Trump, forseti, geti dreift fölskum upplýsingum eftir kosningarnar ef að úrslitin verða ekki mjög Lesa meira
„Ekki kjósa morðingja“
PressanHollywoodstjarnan Sharon Stone lætur nú að sér kveða í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í byrjun nóvember. Hún sakar Donald Trump, sitjandi forseta, um að bera ábyrgð á dauða ömmu hennar. Á upptökum, sem voru birtar á Instagram og YouTube, segir Stone, sem er greinilega mjög þreytt, áhyggjufull og óförðuð, að kórónuveiran hafi farið illa með fjölskyldu hennar í Montana. Í upptökunni Lesa meira
Joe Biden formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins
PressanJoe Biden var í nótt, að íslenskum tíma, formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á þingi flokksins. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fer þingið að mestu fram á netinu. Biden er til dæmis heima hjá sér í Delaware og ávarpaði þingfulltrúa þaðan. „Takk öll sömul. Þetta skiptir öllu fyrir mig og fjölskyldu mína. Við sjáumst á fimmtudaginn.“ Sagði hinn 77 ára Biden. Michelle Obama, eiginkona Barack Obama fyrrum forseta, var meðal þeirra sem Lesa meira
Gagnrýnir Trump fyrir „viðbjóðslega lygi“
PressanJoe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, gagnrýndi í gær það sem hann sagði „viðbjóðslega lygi“ Donald Trump um Kamala Harris, varaforsetaefni Biden. Málið snýst um að á fréttamannafundi á fimmtudaginn ræddi Trump um samsæriskenningu um að Harris sé ekki kjörgeng. „Ég heyrði í dag að hún uppfylli ekki kröfurnar.“ Sagði Trump á fréttamannafundi og vísaði þar til greinar eftir íhaldssaman lagaprófessor sem heldur því fram að Harris sé ekki kjörgeng Lesa meira
Þess vegna er Donald Trump hræddur við Kamala Harris
Pressan„Ósiðleg, óforskömmuð, ógeðsleg og óeðlileg.“ Þetta eru bara fjögur af þeim orðum sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur notað til að lýsa Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden. Margir bandarískir stjórnmálaskýrendur segja að það sé aðeins hægt að túlka orð Trump á einn veg. „Donald Trump er skíthræddur við Kamala Harris.“ Sagði Nicolle Wallace þáttastjórnandi hjá MSNBC á miðvikudaginn og bætti við: „Af 11 konum, sem komu til greina sem varaforsetaefni, er Lesa meira
Getur bóluefni bjargað Trump frá ósigri í forsetakosningunum?
PressanNú eru um þrír mánuðir þar til forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum. Donald Trump, sitjandi forseti, stendur illa að vígi ef marka má skoðanakannanir. Hann reynir nú að bjarga málunum til að tryggja sér endurkjör og veðjar nú á að bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, geti bjargað honum og tryggt honum fjögur ár til viðbótar í Lesa meira