Svona vilja forsetaframbjóðendurnir hafa pizzuna sína – Einn vill pizzu með banönum
FókusPizzastaðurinn Dominos spurði forsetaframbjóðendurnar hvaða álegg þeir velja á uppáhaldspizzuna sína. Það stóð ekki á svörunum. Þetta eru uppáhaldspizzur forsetaframbjóðendanna.
Jón Steinar segir Bjarna og Katrínu í baktjaldamakki – „Þetta myndi henta báðum“
FréttirJón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sakar Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur um baktjaldamakk til að koma henni í embætti forseta Íslands. Helsta ástæðan sé að bjarga fallandi fylgi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Jón Steinar lýsir því á samfélagsmiðlum að Katrín sé „eindreginn sameignarsinni.“ Að gjörðir hennar hafi verið í beinni andstöðu við stefnumál Sjálfstæðisflokksins um Lesa meira
„Hvernig væri að fólk reyndi að stilla sig?“
FréttirHöfundur Staksteina Morgunblaðsins í dag fjallar um umræðuna í íslensku samfélagi nú þegar aðeins tveir dagar eru til kosninga. Er sjónum beint að frásögn Bubba Morthens sem sagði frá því á dögunum að hann hefði fengið gusur yfir sig eftir að hann opinberaði stuðning sinn við Katrínu Jakobsdóttur. Bent er á að fram undan sé það sem stundum er Lesa meira
Allir forsetaframbjóðendurnir, nema einn, vilja vera saman í lokakappræðunum – RÚV situr fast við sinn keip
FréttirDeilt hefur verið um fyrirkomulag síðustu kappræðna þeirra tólf einstaklinga sem eru í framboði til forseta Íslands, sem verða á RÚV næstkomandi föstudagskvöld, kvöldið fyrir kjördag. Ellefu af tólf frambjóðendum hafa krafist þess að allir frambjóðendur verði saman í kappræðunum en RÚV ætlar sér að skipta þeim í tvo hópa, eftir fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki Lesa meira
Eiríkur ætlar ekki að kjósa fyrrum nemanda sinn – „Er mér það lífsins ómögulegt“
Eyjan„Eins mikið og ég vildi geta kosið minn gamla og góða nemanda Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn er mér það lífsins ómögulegt. Fyrir því eru nokkrar ástæður en þær hafa ekkert með manneskjuna Katrínu að gera og mér finnst persónulegar árásir á hana til skammar. Ég trúi öllu því góða sem ég les og heyri um Lesa meira
Steinunn staðfestir orð Baldurs – Samstarfsfólk Katrínar hafi þrýst á hann að hætta
FréttirSteinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir að Baldur Þórhallsson hafi sagt henni frá yfirgangi samstarfsfólks Katrínar Jakobsdóttur í lok marsmánaðar. Baldur hefur nýlega greint frá því að samstarfsfólk Katrínar hafi reynt að fá hann til þess að draga forsetaframboð sitt til baka. Steinunn greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Eftir að Baldur greindi frá þessu í Lesa meira
Sigursteini ofboðið: „Þessi þjóð hlýtur að vera betri en þetta!“
FréttirSigursteinn Másson, fjölmiðla- og kvikmyndagerðarmaður, segir það vera algjörlega með ólíkindum hvernig sumt fólk getur hagað sér. Hann gerir færslu tónlistarmannsins Bubba Morthens í gær að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en í henni lýsti Bubbi hótunum sem hann hefur fengið eftir að hann lýsti yfir stuðningi við framboð Katrínar Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. DV sagði frá færslu Bubba Lesa meira
Kristján reiður út í Katrínu og vill ekki sjá hana á Bessastöðum
FréttirKristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, er sótreiður út í Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðanda. Hann vandar henni ekki kveðjurnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag og líst illa á að hún verði forseti Íslands. Tilefnið er umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða sem hefur legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði. Er Kristján ósáttur Lesa meira
Sigga Beinteins braut glerþak fyrir Baldur – Bókstaflega
FréttirSöngkonan Sigríður Beinteinsdóttir er dyggur stuðningsmaður forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar. Sem myndlíkingu braut hún glerplötu til að sýna fram á mikilvægi framboðsins. „Ég ætla að taka þátt í að brjóta þetta glerþak. Ég ætla að kjósa Baldur,“ segir Sigríður í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum. Með stórum hamri mölbrýtur hún svo stóra glerplötu. Talað er Lesa meira
Viðtal við Steinunni Ólínu vekur athygli – „Hún átti stórleik í kvöld“
FréttirSteinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í þættinum Forystusætið sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Í þáttunum er rætt við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og var Steinunn Ólína í þætti gærkvöldsins. Forsetakosningarnar eru á allra vörum þessa dagana og ef marka má umræður á samfélagsmiðlum sátu margir fyrir framan sjónvarpið og horfðu á viðtalið við Lesa meira