fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Forsetakosningar 2024

Eiginkona Arnars Þórs finnur sig knúna til afskipta – „Skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið“

Eiginkona Arnars Þórs finnur sig knúna til afskipta – „Skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið“

Fréttir
31.05.2024

Fyrr í dag skrifaði Hrafnhildur Sigurðardóttir, eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðandi færslu í Facebook-hópinn Mæðratips. Þar sagðist hún finna sig knúna til að gagnrýna ómálefnaleg skrif um Arnar Þór í hópnum og hversu orðljótar samræður væru í hópnum.  „Það er sjálfsagt að gagnrýna og koma með athugasemdir en við skulum ekki hjóla í manninn heldur Lesa meira

Segir Morgunblaðið draga taum eins frambjóðenda – „Svona er á síld“

Segir Morgunblaðið draga taum eins frambjóðenda – „Svona er á síld“

Eyjan
31.05.2024

„Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin. Katrín Jakobsdóttir hefur ekki farið varhluta af þessu. Það er skiljanlegt Lesa meira

Eiríkur Ingi upplifði annað áfall ári eftir slysið – „Það tók virkilega á“

Eiríkur Ingi upplifði annað áfall ári eftir slysið – „Það tók virkilega á“

Fréttir
31.05.2024

Eiríkur Ingi Jóhannsson er í framboði til forseta Íslands á morgun. Eiríkur er í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar þar sem einnig er rætt við Arnar Þór Jónsson, Helgu Þórisdóttur, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Viktor Traustason og Ástþór Magnússon. Eiríkur Ingi komst lífs af úr skelfilegu sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar 2012 Lesa meira

Skiptar skoðanir um ákvörðun Baldurs í kappræðunum á Stöð 2 í gær

Skiptar skoðanir um ákvörðun Baldurs í kappræðunum á Stöð 2 í gær

Fréttir
31.05.2024

Það vakti athygli í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar Baldur Þórhallsson, einn sex frambjóðenda sem voru í þættinum, ákvað að tala íslensku í stað þess að nota ensku þegar frambjóðendur voru beðnir að sýna hvernig þeir myndu tjá sig um íslenska kvótakerfið við erlenda þjóðhöfðingja. Ýmsar þrautir voru lagðir fyrir frambjóðendur og í einni Lesa meira

Karl rifjar upp sögu af forsetaframbjóðanda sem byrjaði með systur hans

Karl rifjar upp sögu af forsetaframbjóðanda sem byrjaði með systur hans

Fókus
31.05.2024

Karl Sigurðsson, tölvunarfræðingur, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, er harðákveðinn í því hvern hann ætlar að kjósa í kosningunum á morgun. Hann rifjar upp skemmtilega sögu af forsetaframbjóðanda sem byrjaði með systur hans þegar Karl var aðeins tíu ára gamall en þau voru 16 ára. Karl segir að honum hafi fundist strákurinn mjög skemmtilegur. „Þau voru Lesa meira

Steinunn Ólína sár og svekkt: Katrín neitaði að skrifa undir áskorun frambjóðenda til RÚV

Steinunn Ólína sár og svekkt: Katrín neitaði að skrifa undir áskorun frambjóðenda til RÚV

Fréttir
30.05.2024

Ellefu frambjóðendur af tólf hafa skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að hafa fyrirkomulag kappræðna forsetaframbjóðenda á föstudagskvöld með sama sniði og fyrir kappræður, þannig að allir frambjóðendurnir komi saman í einu. Sjá einnig: Allir forsetaframbjóðendurnir, nema einn, vilja vera saman í lokakappræðunum – RÚV situr fast við sinn keip RÚV hefur þegar gefið til Lesa meira

Ný skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar

Ný skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir hnífjafnar

Fréttir
30.05.2024

Þær Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru efstar og hnífjafnar í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2 um fylgi forsetaframbjóðenda. Þær eru báðar með 24,1% atkvæða. Halla Hrund Logadóttir er í þriðja sæti með 18,4%. Marktækur munur er á fylgi hennar og hinna tveggja. Baldur Þórhallsson er með 15,4% og Jón Gnarr 9,9%. Arnar Þór Lesa meira

Steindór borgaði 150 þúsund krónur til að fá að vita það sem hann vissi

Steindór borgaði 150 þúsund krónur til að fá að vita það sem hann vissi

Fréttir
30.05.2024

„Ég borgaði 150 þúsund krónur fyrir sálfræðiaðstoð til að fá að vita það sem ég vissi, að ég væri með ADHD, enga ráðgjöf eða stuðning bara „það er fullt af lesefni á netinu“. Líf mitt litast af mistökum, ég hef lagt fjárhagslegar byrðar á náið fólk, misnotað fíkniefni og svo mætti lengi telja. Loks þegar Lesa meira

Jón Steinar segir Bjarna og Katrínu í baktjaldamakki – „Þetta myndi henta báðum“

Jón Steinar segir Bjarna og Katrínu í baktjaldamakki – „Þetta myndi henta báðum“

Fréttir
30.05.2024

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sakar Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur um baktjaldamakk til að koma henni í embætti forseta Íslands. Helsta ástæðan sé að bjarga fallandi fylgi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Jón Steinar lýsir því á samfélagsmiðlum að Katrín sé „eindreginn sameignarsinni.“ Að gjörðir hennar hafi verið í beinni andstöðu við stefnumál Sjálfstæðisflokksins um Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af