„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan„Það sem að kannski skiptir mestu máli í forseta er hvaða mann þú hefur að geyma. Nú eru pr- fulltrúar og auglýsingastofur að telja okkur trú um að menntun sé eitthvað sem blívar betur en annað. Guðni er til dæmis ekki vinsæll forseti af því hann er svo góður í sagnfræði, hann er vinsæll af Lesa meira
Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
FréttirJón Gnarr hefur yfirburði forsetaframbjóðenda á Facebook en hann hefur ekki roð í Ísdrottninguna, Ásdísi Rán, á Instagram. Forsetaframbjóðendur reyna að trana sér fram á samfélagsmiðlum en aðstöðumunurinn þar er gríðarlegur. Sumir eru með tugþúsundir fylgjenda en aðrir aðeins nokkra tugi, ef það. DV leit yfir sviðið til að sjá til hversu margra helstu forsetaframbjóðendur Lesa meira
Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanJón Gnarr segist hafa mestan áhuga á því að tala íslensku, en ekki erlent tungumál, sem forseti á erlendri grundu. Hann segir móðurmálið vera stórkostlegt tungumál sem verði að fá að hljóma og segir reynslu sína af kynningum á íslenskum bókmenntum í þýskumælandi löndum vera þá að áhorfendur vilji frekar heyra lesið á íslensku, sem Lesa meira
Sjáðu myndina: Katrín gerði það sama og Davíð – Er þetta gert að ráðum almannatengla?
Fókus„Þegar valdafólk fer í forsetaframboð bregður það sér gjarnan í lopapeysuna til að sýna alþýðleik sinn og þjóðhollustu,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, í umræðuhópi flokksins á Facebook. Þar birtir hann myndir af Katrínu Jakobsdóttur, sem tilkynnti framboð sitt til forseta fyrir skemmstu, og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðenda, Lesa meira
Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
EyjanÁsdís Rán Gunnardóttir athafnakona, fyrirsæta, þyrluflugmaður og forsetaframbjóðandi birti fyrr í dag grein á Vísi þar sem hún kynnir það sem hún hefur fram að færa í embætti forseta Íslands. Í greininni segir Ásdís meðal annars að hennar framboð geri forsetakosningarnar skemmtilegri og fjölbreytilegri. Hún segist einnig hafa verið óskipaður sendiherra Íslands í sínum störfum Lesa meira
Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
EyjanJón Gnarr segist hafa verið orðinn úrkula vonar að eitthvað yrði úr lífi hans þegar hann uppgötvaði leiklist. Jón, sem er nýjasti gesturinn í popcasti Sölva Tryggvasonar, segir að hann hafi verið kallaður heimskur, latur og ábyrgðarlaus í skóla, en allt hafi breyst þegar hann fann leiklistina og grínið: ,,Ég átti við mikla námserfiðleika að Lesa meira
Fimmta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem forseta Íslands?
EyjanAðeins tólf dagar eru nú til stefnu þar til framboðsfrestur til embættis forseta Íslands rennur út þann 26. apríl næstkomandi. Alls hafa 80 Íslendingar stofnað rafrænar meðmælaskrár en telja má líklegt að aðeins lítill hluti þeirra nái að safna meðmælendunum 1.500 sem þörf er á. Skoðanakannanir undanfarna daga benda til þess að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Lesa meira
Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
EyjanKatrín Jakobsdóttir á rétt á fullum forsætisráðherralaunum í kosningabaráttu sinni til embættis forseta Íslands. Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarkona Katrínar sem forsætisráðherra, á einnig rétt á þriggja mánaða biðlaunum en hún mun stýra forsetaframboði Katrínar. Þær hafa þó báðar afsalað sér laununum til 1. júní og munu því líkt og aðrir frambjóðendur sem starfa hjá hinu opinbera Lesa meira
Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða
EyjanGuðbergur Guðbergsson, fasteignasali og fyrrum áhættuleikari, býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hann telur embættið verulega vannýtt og myndi meðal annars nota það til þess að koma í veg fyrir einkavæðingu raforkuinnviða. „Ég ætla að fá að tala mínu máli. Það vekur þá alla vega fólk til umhugsunar. En auðvitað vill ég verða forseti Lesa meira
Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu
EyjanJón Gnarr leikari, rithöfundur, fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi er nýjasti gestur Frosta Logasonar í þættinum Spjallið. Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem aðgengileg er öllum segir Jón meðal annars að hann telji mikilvægt að fólk úr hans geira gegni opinberum stöðum á Íslandi og að hann mundi líklega gera það sama og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi Lesa meira