fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Forsetakosningar 2024

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Fókus
24.04.2024

Gunnar Sigvaldason, eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forsætisráðherra, segir þau hjónin hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst. Gunnar er í athyglisverðu viðtali sem birtist á vef Vísis í morgun, en Gunnar hefur ekki látið mikið fyrir sér fara í opinberri umræðu á undanförnum árum og sjaldan eða aldrei verið í fréttum. Komi Lesa meira

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Eyjan
22.04.2024

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi er nýjasti gestur Frosta Logasonar í þætti hans, Spjallið. Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem er öllum aðgengileg fer Steinunn Ólína meðal annars yfir sýn sína á hlutverk forseta Íslands. Hún segir það hlutverk Alþingis og ríkisstjórnar að stjórna landinu og að kjósendur beri ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir Lesa meira

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Fréttir
22.04.2024

Ísdrottningin, athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með 1.500 meðmælendur, sem er lágmarksfjöldi til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún bætist því í hóp Katrínar Jakobsdóttur, Jóns Gnarr, Ástþórs Magnússonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrundar Logadóttur, Arnars Þórs Jónssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. „Stórum áfanga náð! Þetta var erfiðasti Lesa meira

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Fókus
21.04.2024

Georgía Björnsson, Dóra Þórhallsdóttir, Halldóra Ingólfsdóttir, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Dorrit Moussaieff og Eliza Reid eru forsetafrúr Íslands. Eini kvenforsetinn, Vigdís Finnbogadóttir, var makalaus á Bessastöðum. Nýr forseti verður kosinn í júní en hver flytur með honum til Bessastaða, ef þá nokkur? DV kannaði hverjir væru makar helstu forsetaframbjóðenda.   Baldur og Felix Enginn maki forsetaframbjóðanda er jafn áberandi og Felix Bergsson, Lesa meira

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Eyjan
19.04.2024

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er með forskot á Baldur Þórhallsson samkvæmt nýrri könnun Maskínu á fylgi forsetaframbjóðenda. Könnunin fór fram dagana 12. til 16. apríl og voru svarendur 1.020 talsins. Þátttakendur voru dregnir með tilviljun úr Þjóðskrá og eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. 31,4% aðspurðra segjast ætla að kjósa Katrínu Lesa meira

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Fréttir
18.04.2024

Það er morgunljóst hvaða frambjóðanda tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa í komandi forsetakosningum. Bubbi skrifar í dag aðsenda grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsir yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Katrín Jakobsdóttir hefur allt sem góðan forseta má prýða: Gáfur, þekkingu á pólitískum innviðum, hún hefur starfað sem forsætisráðherra þegar válegir tímar skullu á þjóðinni og Lesa meira

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Fréttir
17.04.2024

Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi, var í viðtali í lok mars við fréttaveituna NBC í þáttaröðinni NBC Rising Woman THOUGHT LEADER. Heimildin greinir frá því að Sigríður Hrund hafi greitt fyrir viðtalið en verðið sé trúnaðarmál. Sé viðtalið skoðað á vef NBC stendur Sponsored (Kostað) við greinina og fyrirvarinn: „Eftirfarandi efni kemur frá Global Group Media Lesa meira

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Fréttir
17.04.2024

Halla Tómasdóttir, athafnakona og forsetaframbjóðandi, segist halda að einhver hafi séð sér hag í að ráðast á styrkleika hennar eftir að hún tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Halla er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Chess After Dark þar sem farið er um víðan völl. Mánuður er síðan Halla tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands Lesa meira

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

Eyjan
17.04.2024

„Það sem að kannski skiptir mestu máli í forseta er hvaða mann þú hefur að geyma. Nú eru pr- fulltrúar og auglýsingastofur að telja okkur trú um að menntun sé eitthvað sem blívar betur en annað. Guðni er til dæmis ekki vinsæll forseti af því hann er svo góður í sagnfræði, hann er vinsæll af Lesa meira

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Fréttir
17.04.2024

Jón Gnarr hefur yfirburði forsetaframbjóðenda á Facebook en hann hefur ekki roð í Ísdrottninguna, Ásdísi Rán, á Instagram. Forsetaframbjóðendur reyna að trana sér fram á samfélagsmiðlum en aðstöðumunurinn þar er gríðarlegur. Sumir eru með tugþúsundir fylgjenda en aðrir aðeins nokkra tugi, ef það. DV leit yfir sviðið til að sjá til hversu margra helstu forsetaframbjóðendur Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af