fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025

Forsetakosningar 2020

Trump rak yfirmann netöryggismála sem sagði að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað

Trump rak yfirmann netöryggismála sem sagði að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað

Pressan
18.11.2020

Donald Trump hefur rekið Christopher Krebs úr starfi en hann var yfirmaður netöryggismála hins opinbera. Ástæðan er að Krebs tók ekki undir staðlausar fullyrðingar Trump um víðtækt kosningasvindl í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins. Krebs sagði þvert á móti að kosningarnar hefðu farið vel fram og verið öruggar. Sky News skýrir frá þessu. Krebs var yfirmaður Cybersecurity and Infrastructure Agency (CISA). Trump hafði ekki fyrir að hafa samband við Krebs heldur tilkynnti um brottreksturinn á Twitter. „Nýleg yfirlýsing Chris Krebs um öryggið í kosningunum Lesa meira

Sendiherra Bandaríkjanna staðhæfir að atkvæði hennar hafi ekki verið talið með – Ekki á rökum reist

Sendiherra Bandaríkjanna staðhæfir að atkvæði hennar hafi ekki verið talið með – Ekki á rökum reist

Pressan
13.11.2020

Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, staðhæfði um síðustu helgi að atkvæði hennar í forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi ekki verið talið með. Hún er dyggur stuðningsmaður Trump sem skipaði hana í embætti sendiherra. „Ég kaus Donald Trump bréfleiðis. Í gærkvöldi skoðaði ég kosningaskráningarnar og sá að þeir hafa ekki talið atkvæðið mitt með,“ skrifaði hún á Twitter skömmu eftir að stærstu fjölmiðlar Lesa meira

Talningu er lokið í fyrsta kjördæminu í Bandaríkjunum – Biden fékk öll atkvæðin

Talningu er lokið í fyrsta kjördæminu í Bandaríkjunum – Biden fékk öll atkvæðin

Eyjan
03.11.2020

Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og kjósa sér forseta til næstu fjögurra ára. Þeir kjósa einnig til þings og um eitt og annað í hinum ýmsu ríkjum. Talningu atkvæða í forsetakosningunum er lokið í Dixville Notch í New Hampshire. Joe Biden fékk öll greidd atkvæði. Tólf búa í bænum og fimm greiddu atkvæði. Það tók því ekki langan tíma að telja atkvæðin Lesa meira

Ný rannsókn – 30.000 hafa smitast af kórónuveirunni á kosningafundum Trump

Ný rannsókn – 30.000 hafa smitast af kórónuveirunni á kosningafundum Trump

Pressan
02.11.2020

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Stanfordháskólann í Kaliforníu í Bandaríkjunum þá hafa rúmlega 30.000 manns smitast af völdum kórónuveirunnar á og í kjölfar kosningafunda Donald Trump. Líklega hafa að minnsta kosti 700 þeirra látist af völdum veirunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á föstudaginn. Í henni skoðuðu vísindamennirnir 18 kosningafundi Trump frá júní og fram í september. Niðurstöðurnar sýna að Lesa meira

Maðurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér – „Trump tapar kosningunum“

Maðurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér – „Trump tapar kosningunum“

Eyjan
02.11.2020

Kosningabarátta og skoðanakannanir er eitthvað sem sagnfræðiprófessorinn Allan Lichtman, 73 ára, er ekki hrifinn af en samt sem áður hefur hann árum saman spáð rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna. „Gleymið ræðunum og sjónvarpskappræðunum. Gleymið skoðanakönnununum og því sem sérfræðingar segja. Gleymið auglýsingunum, fjársöfnununum og óheiðarlegu brögðunum. Þetta skiptir engu!“ þetta segir Lichtman sem er prófessor við American University í Washington. Lesa meira

Harris gagnrýnir Trump harðlega fyrir „kórónuleyndarmál“

Harris gagnrýnir Trump harðlega fyrir „kórónuleyndarmál“

Pressan
30.10.2020

Kamala Harris, sem er varaforsetaefni Demókrata í bandarísku forsetakosningunum sem fara fram næsta þriðjudag, var ekki að skafa utan af því á kosningafundi í Arizona á miðvikudaginn. Hún sagði að mun færri hefðu látist ef Trump hefði brugðist öðruvísi við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Nú hafa rúmlega 225.000 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Bæði Trump og Harris héldu kosningafundi í Arizona á miðvikudaginn en skoðanakannanir sýna að Trump er Lesa meira

Stjórnmálafræðiprófessor – „Stuðnings­menn Guðna gætu reynst værukær­ir“

Stjórnmálafræðiprófessor – „Stuðnings­menn Guðna gætu reynst værukær­ir“

Eyjan
09.06.2020

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir við mbl.is að kjörsókn í forsetakosningunum gæti orðið dræmari í ár en árið 2016. Hluti ástæðunnar sé að stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar forseta, ofmeti þann mikla mun sem mældist milli Guðna og Guðmundar Franklín Jónssonar í könnun Gallup á dögunum, þar sem Guðni fékk 90% stuðning en Guðmundur Lesa meira

Ætlar ekki í framboð fyrir Miðflokkinn – „Hef engan áhuga“

Ætlar ekki í framboð fyrir Miðflokkinn – „Hef engan áhuga“

Eyjan
05.06.2020

Í könnun Þjóðarpúls Gallup á dögunum fékk forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson 10% stuðning fólks meðan sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson fékk 90%. Er þetta fyrsta vísindalega könnunin sem gerð er vegna forsetakosninganna. Athygli vakti að Guðmundur, sem segist óflokkspólitískur, fékk í könnuninni langmestan stuðning frá þeim kjósendahópi sem segist styðja Miðflokkinn að málum, eða alls Lesa meira

Býst ekki við mikilli hörku í kosningabaráttunni

Býst ekki við mikilli hörku í kosningabaráttunni

Eyjan
29.05.2020

Forsetakosningar fara fram þann 27.júní þar sem valið stendur milli sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklín Jónssonar. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir kosningabaráttuna byrja hægt og erfitt sé að spá um stöðuna þar sem engar marktækar kannanir hafi enn litið dagsins ljós: „Það er lítið að marka svona net- og Lesa meira

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Eyjan
26.05.2020

Netkönnun DV um hvernig kjósendur hyggist ráðstafa atkvæði sínu í forsetakosningunum þann 27. júní er lokið, en hún hefur staðið í sólarhring. Óhætt er að segja að niðurstöðurnar séu nokkuð óvæntar, en þess skal getið að ekki er um vísindalega könnun að ræða og því ber að taka niðurstöðunum með fyrirvara og varast skal að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af