Vettvangsrannsókn lokið á Austurlandi og flugvélin fjarlægð – Voru við hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað
FréttirVettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) í tengslum við flugslys á sunnudag þar sem þrír létust, hófst í kjölfar þess að vélin fannst eftir tveggja stunda leit úr lofti og á láði. Rannsókn stóð yfir það kvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn. Sjá einnig: Flugslysið á Austurlandi – Hin Lesa meira
Flugslysið á Austurlandi – Hin látnu öll íslensk
FréttirÞrjú létust í hörmulegu flugslysi á Austurlandi í gær, karlmaður sem flaug vélinni og tveir farþegar, karl og kona. Hin látnu voru íslensk og var flugferðin vinnuferð samkvæmt heimildum DV. Minningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18.00 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi vegna sálræns stuðnings verða við minningarathöfnina. Lesa meira
Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins
FréttirMinningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18.00 þriðjudagskvöld vegna þeirra sem létust í flugslysi á Austurlandi í gær. Neyðarboð barst frá flugvélinni á sjötta tímanum í gær og fannst vélin tæpum tveimur klukkustundum síðar. Þrjú voru í vélinni og voru þau úrskurðuð látin á staðnum. Þyrla Gæslunnar flutti hin látnu til Egilsstaða. Sjá einnig: Þrír Lesa meira
Þrír látnir eftir flugslys á Austurlandi
FréttirÞrír eru látnir eftir að flugvél brotlenti á Austurlandi fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Neyðarboð frá flugvélinni, sem var af gerðinni Cessna 172, barst viðbragðsaðilum um kl.17.01 og voru nær allar björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út í kjölfarið. Það voru síðan aðilar um borð í flugvél Icelandair á Lesa meira
Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
PressanÁ aðfangadagskvöld 1971 var Juliane Keopcke í flugvél á leið frá Lima, höfuðborg Perú, til Pucallpa í Amazonskóginum. Móðir hennar Mariato var með henni. Auk þeirra voru 89 til viðbótar í vélinni. Juliane útskrifaðist úr menntaskóla nokkrum klukkustundum áður en mæðgurnar stigu um borð í vélina en fluginu seinkaði um sjö klukkustundir. Farþegarnir voru því ansi ákafir í að komast af stað og á Lesa meira
Rússnesk herflugvél hrapaði á fjölbýlishús – Íbúarnir fá 25.000 krónur í bætur
FréttirÁ mánudaginn hrapaði rússnesk herþota á fjölbýlishús í Yeysk í Rússlandi. Að minnsta kosti fjórtán létust og nítján slösuðust. Nú fá íbúarnir greiddar bætur frá hinu opinbera vegna slyssins og nema þær sem svarar til um 25.000 íslenskra króna. Allir 584 íbúar hússins sóttu um bætur og segjast yfirvöld nú vera að afgreiða þær. Hver og Lesa meira
Air France harmleikurinn þar sem Íslendingur fórst – „Helvíti! Við deyjum!“
PressanÞann 31. maí 2009 fórst Flug AF447, frá Air France, á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar. Um Airbus A330 vél var að ræða. Allir 228 farþegarnir og áhafnarmeðlimir fórust. Meðal farþeganna var Íslendingurinn Helge Gustafsson. Nú standa yfir réttarhöld í málinu þar sem Air France er sakað um manndráp af gáleysi. Slysið var reiðarslag fyrir fluggeirann því Airbus A330 flugvélarnar þóttu mjög traustar vélar og ekki tókst strax að Lesa meira
Stórtíðindi af flugi MH370 – Sérfræðingar telja sig hafa staðsett flakið
PressanHvarf flugs MH370 þann 8. mars 2014 er eitt dularfyllsta flugvélahvarf sögunnar ef ekki það dularfyllsta. Vélin hvarf þegar hún var á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Um borð voru 239 farþegar og áhafnarmeðlimir. Smávegis brak úr vélinni hefur fundist en ekkert annað og þrátt fyrir gríðarlega mikla leit hefur flak vélarinnar ekki fundist. Nú telja sérfræðingar Lesa meira
„Hún mun finnast“ – „Þetta er ráðgáta sem verður að leysa og hún mun að lokum verða leyst“
PressanEinhvers staðar í heimshöfunum er flak flugs MH370 frá Malaysia Airlines sem hvarf þann 8. mars 2014 með 239 manns um borð. Smávegis brak úr vélinni hefur fundist en ekkert annað. Yfirvöld hættu leit að vélinni 2017 en um allan heim er fólk sem hefur ekki gefist upp og reynir að finna hana. Og dag einn mun hún finnast. Það segir Lesa meira
Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld
PressanEnn er mörgum spurningum ósvarað varðandi dauða Dag Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem lést í flugslysi í Kongó árið 1961. Segja má að ósvöruðu spurningunum hafi bara fjölgað með árunum. Hammarskjöld, sem var Svíi, fékk friðarverðlaun Nóbels eftir dauða sinn. Því hefur verið velt upp hvort uppreisnarmenn og málaliðar, sem voru í slagtogi með vestrænum leyniþjónustustofnunum og námufyrirtækjum, hafi Lesa meira