fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Flóttamenn

Innanríkisráðherra Austurríkis vill afnema mannréttindi hælisleitenda

Innanríkisráðherra Austurríkis vill afnema mannréttindi hælisleitenda

Pressan
27.01.2019

Herbert Kickl, innanríkisráðherra Austurríkis, telur að tími sé til kominn að landið segi skilið við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir hann nauðsynlegt svo hægt sé að koma hælisleitendum, sem hafa gerst sekir um afbrot, hraðar úr landi en mannréttindi standa í vegi fyrir að hægt sé að afgreiða slík mál hratt að hans mati. Kickl er Lesa meira

Umdeildar auglýsingar netverslunar – Snyrtisett fyrir ungu hórurnar – Brúðarkjóll fyrir barnabrúðina

Umdeildar auglýsingar netverslunar – Snyrtisett fyrir ungu hórurnar – Brúðarkjóll fyrir barnabrúðina

Pressan
24.01.2019

Kjóll ársins fyrir barnabrúðina. CE-merkt snyrtisett fyrir ungu hóruna, kvenlegur hjálmur fyrir barnahermenn og fyndin stuttermabolur fyrir „heimilisþrælinn“, fallegur brjóstagjafahaldari fyrir barnungar mæður og létt og praktísk ferðataska fyrir litla flóttamenn. Þetta er meðal þess sem er hægt að kaupa í netversluninni The Girl Shop. En ekki er allt sem sýnist varðandi þessa netverslun. Hún Lesa meira

Örvæntingarfullir Venesúelamenn streyma til Kólumbíu

Örvæntingarfullir Venesúelamenn streyma til Kólumbíu

Pressan
21.01.2019

Ástandið í Venesúela er skelfilegt en algjört efnahagshrun hefur orðið í þessu fyrrverandi auðuga ríki sem býr yfir einum mestu olíulindum heims. Almenningur sveltur heilu hungri og nær algjör skortur er á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Rúmlega ein milljón landsmanna hefur nú þegar flúið til Kólumbíu og ef opinberar spár ganga eftir munu um fjórar Lesa meira

Ekki að sjá að færri innflytjendur hafi hug á að komast til Evrópu

Ekki að sjá að færri innflytjendur hafi hug á að komast til Evrópu

Pressan
14.01.2019

„Ef þú hefðir möguleika á, myndir þú þá flytja varanlega til annars lands eða myndir þú frekar vilja búa í þínu eigin landi?“ Svona hljóðaði spurninginn sem 450.000 manns um allan heim voru spurðir í stórri könnun Gallup. Samkvæmt niðurstöðum hennar dreymdi 750 milljónir manna um það á árunum 2015-2017 að flytja til annars lands Lesa meira

Sjö ára stúlka lést í vörslu bandarískra landamæravarða

Sjö ára stúlka lést í vörslu bandarískra landamæravarða

Pressan
14.12.2018

Sjö ára stúlka frá Gvatemala lést af völdum vökvaskorts og áfalls átta klukkustundum eftir að bandarískir landamæraverðir stöðvuðu för hennar og föður hennar í Nýju Mexíkó þann 6. þessa mánaðar. The Washington Post skýrir frá þessu. Segir blaðið að feðginin hafi verið handsömuð af landamæravörðum nærri Lordsburg í Nýju Mexíkó en þau voru í hópi Lesa meira

Guðsþjónustan hefur staðið yfir í sjö vikur samfleytt – Ástæðan er einstök

Guðsþjónustan hefur staðið yfir í sjö vikur samfleytt – Ástæðan er einstök

Pressan
12.12.2018

Í um sjö vikur hefur guðsþjónusta staðið yfir í Bethelkirkjunni í Haag í Hollandi og ekkert útlit er fyrir að henni ljúki á næstunni. Ástæðan fyrir þessari sannkölluðu maraþonmessu er einstök og á rætur að rekja til hollenskra laga. Það var fyrir um sjö vikum sem armenska Tamrazyan fjölskyldan, foreldrar og þrjú börn, leituðu skjóls Lesa meira

Danir ætla að vista flóttamenn á eyðieyju

Danir ætla að vista flóttamenn á eyðieyju

Pressan
04.12.2018

Fyrir helgi náði danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn um fjárlög næsta árs. Samkvæmt þeim verður peningum veitt til nauðsynlegra framkvæmda á eyjunni Lindholm sem er við suðurodda Sjálands. Þar á að vista hælisleitendur og flóttamenn frá 2021. Eyja er óbyggð en er í dag notuð til rannsókna og tilrauna á dýrum. Lesa meira

Átök við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna – 500 innflytjendum verður vísað frá Mexíkó

Átök við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna – 500 innflytjendum verður vísað frá Mexíkó

Pressan
26.11.2018

Til átaka kom á milli innflytjenda og mexíkóskra lögreglumanna við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í gær þegar innflytjendurnir reyndu að komast til Bandaríkjanna. Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að að innflytjendunum. Mexíkósk yfirvöld segjast ætla að vísa um 500 innflytjendum frá Mið-Ameríku úr landi eftir að þeir reyndu á „ofbeldisfullan“ og „ólögmætan“ hátt að komast í Lesa meira

20.000 flóttamenn eru á leið til Evrópu – Sagðir stefna til Norðurlandanna – „Næstum allir eru vopnaðir hnífum“

20.000 flóttamenn eru á leið til Evrópu – Sagðir stefna til Norðurlandanna – „Næstum allir eru vopnaðir hnífum“

Pressan
08.11.2018

Stór hópur flóttamanna hefur komið sér fyrir í norðvesturhluta Bosníu og freistar þess að komast yfir landamærin að Króatíu en þá eru þeir komnir til aðildarríkis ESB. Króatísk stjórnvöld hafa sent öryggissveitir að landamærunum við bosníska bæinn Velika Kladusa til að koma í veg fyrir að flóttamönnunum takist ætlunarverk sitt. Austurríska ríkisstjórnin telur að margir Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af