Þórunn og börnin hennar þrjú tóku upp ofurhetjumynd
Þórunn Vignisdóttir á þrjú börn á aldrinum 4-7 ára sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gaman að ofurhetjum. Strákarnir hennar tveir Úlfur og Bjartur leika sér daginn út og inn í hinum ýmsu ofurhetjuleikjum og skiptast á hlutverkum á meðan stelpan hennar, Saga, á erfitt með að finna ofurhetjur sem hún samsamar sig við. Lesa meira
Dóttir Sigrúnar fæddist andvana eftir fulla meðgöngu: ,,Það að ganga út af sjúkrahúsinu með tómt fangið var hræðilegt“
Sigrún Ásta Brynjarsdóttir varð ólétt að dóttur sinni í júní árið 2016. Meðgangan gekk vel, dóttir þeirra stækkaði mikið og allt stefndi í að lífið yrði fullkomið fyrir þau hjónin. Við maðurinn minn tókum ákvörðun í maí 2016 að okkur langaði að eignast barn eftir að hafa talað um það í nokkur ár að við Lesa meira
Hvað er það sem börn skilja en ekki yfirmaður þinn?
Konur hafa lengi þurft að berjast fyrir því að fá greidd sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnuna. Í sumum starfsstéttum er það orðin veruleiki hér á Íslandi en því miður eru enn þá fyrirtæki, starfsstéttir og yfirmenn sem enn halda í þennan launamun við slæmar undirtektir þegar upp kemst. Í þessu krúttlega litla myndbandi má sjá hvað Lesa meira
Íris Bachmann lenti í einelti á unglingsárunum: „Af hverju þarft þú að láta öðrum líða illa?“
Íris Bachmann segir sorglegt hversu mikið einelti krakkar komast upp með að beita aðra á unglingsárunum en sjálf lenti hún illa í því og telur það vera allt of algengt. Ég þekki marga sem hafa gengið í gegnum einelti. Auðvitað mismikið en það er samt aldrei hægt að bera neitt saman. Einelti er einelti, sama á hvaða „stigi“ það Lesa meira
Marta glímir við mikið þunglyndi og kvíða eftir að hún hætti í neyslu: „Mér fannst enginn elska mig né vilja mig“
Marta Þórudóttir hefur í gegnum tíðina flakkað á milli þess að vera í kjörþyngd og yfirþyngd. Síðan Marta hætti í neyslu hefur hún glímt við mikið þunglyndi og kvíða sem hafa hamlað henni frá því að hugsa vel um heilsuna. Eftir að ég átti Stefán Þór kom í ljós að Örn, unnusti minn, myndi ekki Lesa meira
Tengsl og sjálfsumhyggja: ,,Það virðist vera auðveldara að tengjast í gegnum neikvæðni“
Við mannfólkið erum tengslaverur og gætum ekki lifað án tengsla. Við myndum margskonar tengsl alla ævi, eins og við: Foreldra, systkini, maka, börn, vini, vinnufélaga og þar fram eftir götunum. Oftast er það svo að það verður ákveðið vanamynstur í birtingarmynd tengslanna, þ.e. hvers eðlis birtingarmyndin er. Segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir í nýjasta pistli sínum Lesa meira
Þrifalisti sem einfaldar heimilisverkin til muna
Það getur reynst ansi erfitt að halda öllum boltum á lofti með stækkandi fjölskyldu. Skyndilega þarf að þvo þvott af öllum sem búa á heimilinu, sjá til þess að allir fari saddir að sofa, passa að heimilið sé þokkalega hreint ásamt því að sinna starfi. Með stækkandi börnum bætist við meiri þvottur, keyrsla í íþróttir Lesa meira
Ragnhildur Birna um börnin sem samfélagið skilgreinir með hegðunarvandamál
Allt í náttúrunni leitar jafnvægis. Það á við um ósjálfráða taugakerfið okkar eins og annað. Við höfum sympatíska taugakerfið sem ræsist upp þegar hætta steðjar að, við getum kallað það varnarkerfið. Það hjálpar okkur að bregðast hratt við, líkamlega, því sem við mætum. Þegar þetta kerfi er við stjórn erum við ekki að gera áætlanir fyrir Lesa meira
Vandræðaleg óhöpp fyrir framan tengdó: „Hún veit ekki enn í dag að hún hafi borðað brjóstamjólkina mína“
Flest allir lenda að minnsta kosti í einu vandræðalegu atviki yfir ævina, sumir sem eru örlítið óheppnari lenda jafnvel í nokkrum. En þeir sem eru sérstaklega óheppnir lenda í vandræðalegum atvikum fyrir framan tengdafjölskyldu sína og eru reglulega minntir á þau í gegnum ævina. Blaðamaður hafði samband við nokkrar konur sem voru tilbúnar til þess Lesa meira
Tvíburasystur sem fæddu börn með 15 mínútna millibili
Oft er talað um sérstaka tengingu á milli tvíburasystkina, en líklega eiga þessar tvíburasystur alveg einstaka tengingu þar sem þær gengu báðar með barn á sama tíma og eignuðust þau sama dag. Corey Struve Talbott og Katie Struve Morgan voru báðar óléttar á sama tíma og einungis tíu dagar voru settir á milli þeirra. Þær urðu hins vegar virkilega hissa þegar þær Lesa meira