fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024

Fjölskyldan

Ronaldo er orðinn fjögurra barna faðir

Ronaldo er orðinn fjögurra barna faðir

13.11.2017

Fótboltakappinn Cristiano Ronaldo og kærasta hans Georgina Rodriquez eignuðust stúlkubarn í gær, sunnudag og birti Ronaldo fréttirnar á Twitter og Instagram. Á myndinni eru foreldrarnir nýbökuðu, sonur Ronaldo, Cristiano Jr. sem er sjö ára og nýfædda dóttirin, sem fengið hefur nafnið Alana. „Geo og Alana líður vel, við erum öll hamingjusöm,“ skrifaði Ronaldo á portúgölsku. Lesa meira

Ronaldo feðgar saman í auglýsingu – Ný gallabuxnalína frá fótboltakappanum

Ronaldo feðgar saman í auglýsingu – Ný gallabuxnalína frá fótboltakappanum

10.11.2017

Cristiano Ronaldo og sjö ára sonur hans, Cristiano Ronaldo Jr., sitja fyrir saman í auglýsingum fyrir nýja gallabuxnalínu þess eldri, CR7 JUNIOR. Ronaldo á einnig fjögurra mánaða gamla tvíbura, Mateo og Eva Maria, og á von á fjórða barinu með kærustunni Georgina Rodriquez. „CR7 JUNIOR línan snýst um að hafa gaman og vera frjáls, vera Lesa meira

Victoria Swarovski gifti sig í milljón dollara kjól

Victoria Swarovski gifti sig í milljón dollara kjól

09.11.2017

Þegar þú ert meðlimur Swarovski fjölskyldunnar þá er viðbúið að brúðkaupsdagurinn sé ekkert slor og hannaður með eitt í huga: kristalla. Og það er einmitt það sem gerðist þegar Victoria Swarovski, söngkona og dómari í Germany´s Got Talent, giftist frumkvöðlinum Werner Mürz þann 16. júní síðastliðinn í Dómkirkju San Giusto í Trieste á Ítalíu. Brúðkaupið Lesa meira

„Hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi“ – Neyðarsöfnun UN Women

„Hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi“ – Neyðarsöfnun UN Women

09.11.2017

80% íbúa í flóttamannabúðunum í Zaatari í Jórdaníu eru konur og börn. Og hér eru konur og stúlkur sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Til að sporna við ofbeldinu og aukningu barnahjónabanda í flóttamannabúðunum starfrækja UN Women þrjá griðastaði fyrir konur og súlkur. Konur á flótta UN Women hefur neyðarsöfnun fyrir konur í Zaatari flóttamannabúðunum. Þú Lesa meira

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

8000 nemendur og starfsmenn tóku þátt – Vináttuganga í Kópavogi

08.11.2017

Leikskólar, grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Kópavogi tóku í dag þátt í Vináttugöngu í tilefni af baráttudegi gegn einelti. Alls tóku um átta þúsund nemendur og starfsfólk þátt í göngunni sem er nú haldin í fimmta sinn í Kópvogi. Dagskráin fór fram í öllum skólahverfum bæjarins og tókst vel til. Í tilefni dagsins var kynnt að Lesa meira

Dagur gegn einelti er í dag

Dagur gegn einelti er í dag

08.11.2017

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn og er sjónum nú beint sérstaklega að forvörnum gegn einelti í skólum. Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður Lesa meira

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

Komdu og búðu til þitt eigið skrímsli – Skrímslin í Hraunlandi með útgáfuteiti

08.11.2017

Frá árinu 2011 hefur íslenska fyrirtækið Monstri ehf. handgert lítil ullarskrímsli sem hafa verið til sölu meðal annars í Rammagerðinni, Eymundsson, Vatnajökulsþjóðgarði og fleiri stöðum þar sem þau hafa fengið frábærar viðtökur hjá ferðamönnum. Monstri ehf. skrifaði undir dreifingarsamning í Japan fyrr á þessu ári og gaf í kjölfarið út bókina „The Skrimslis of Lavaland.“ Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af