120 milljarða tekjuaukning á milli ára – Spáir að 800 þúsund ferðamenn komi til landsins
EyjanLandsbankinn telur að erlendum ferðamönnum fjölgi um 67% á þessu ári miðað við síðasta ár. Gerir bankinn ráð fyrir að tekjur af ferðaþjónustu aukist um 120 milljarða á árinu, meðal annars vegna lengri dvalartíma ferðamanna. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að samkvæmt nýrri spá bankans sé reiknað með 800 þúsund ferðamönnum til Lesa meira
Töluverð umferð um Keflavíkurflugvöll um helgina
EyjanUm helgina lentu hátt í þrjátíu farþegaflugvélar á Keflavíkurflugvelli og var þetta ein annasamasta helgin á vellinum frá upphafi heimsfaraldursins. Reiknað er með að allt að tuttugu flugfélög verði með starfsemi á vellinum í sumar. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Arngrími Guðmundssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, að allt hafi gengið mjög vel en biðtíminn hjá farþegum Lesa meira
Töluverður vöxtur í bókunum frá Bandaríkjunum
FréttirÁ síðustu vikum hafa ferðaþjónustufyrirtæki fundið fyrir töluverðum vexti í bókunum og þá aðallega frá Bandaríkjunum. „Við getum með góðri samvisku sagt að þetta líti töluvert betur út en við áttum von á fyrir tveimur mánuðum síðan,“ hefur Markaður Fréttablaðsins eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í umfjöllun um málið í dag. Styrmir Þór Lesa meira
Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
FréttirMarkaðsherferðir í Bandaríkjunum eru farnar að skila sér og bókunum er farið að fjölga hjá Icelandair. Ekki einungis í maí og júní heldur einnig lengra fram í tímann. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Hann sagði að ánægja ríki með þróun mála og að jákvæð teikn sjáist fyrir haustið. „Við erum Lesa meira
Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús
PressanBorgarfulltrúar í Amsterdam í Hollandi vilja breyta ímynd borgarinnar sem ferðamannaborgar. Einn stærsti liðurinn í því er að loka „Rauða hverfinu“, sem er vændishverfi borgarinnar, og byggja þess í stað risastórt vændishús í úthverfi borgarinnar. Borgarstjórinn kynnti nýlega hugmyndir að vændishúsinu en þar á að bjóða upp á nektardans og leigja út 100 lítil herbergi til vændiskvenna. Lesa meira
Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
FréttirÁ morgun koma um eitt þúsund farþegar hingað til lands með þeim flugvélum sem væntanlegar eru. Útlit er fyrir að flöskuháls myndist þá við greiningu PCR-prófa. Landspítalinn mun að óbreyttu ekki geta annað þeim mikla fjölda greininga sem þarf að gera miðað við væntanlegan fjölda ferðamanna. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segist hafa heimildir Lesa meira
Bjóða ferðamönnum ókeypis bólusetningu gegn kórónuveirunni
PressanNokkur ríki eru byrjuð að slaka á sóttvörnum og opna fyrir komur ferðamanna. Víða er gerð krafa um að ferðamenn framvísi bólusetningarvottorði, niðurstöðu sýnatöku eða staðfestingu á að þeir séu með mótefni gegn kórónuveirunni og víða þurfa þeir að fara í sóttkví við komuna. En önnur ríki ganga lengra í tilraunum sínum til að laða ferðamenn Lesa meira
Segir vaxandi ferðavilja lofa góðu
EyjanRétt rúmlega 10% þeirra sem svöruðu í nýrri markaðskönnun Íslandsstofu ætla að koma hingað til lands á næstu 12 mánuðum. Bandaríkjamenn eru einna líklegastir til að koma hingað en 14 til 15% þeirra sögðust ætla að koma hingað til lands á næstu 12 mánuðum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta eru mjög jákvæðar niðurstöður Lesa meira
Kaupir 800 nýja bíla – Hófleg bjartsýni á ferðamannasumarið
EyjanBílaleiga Akureyrar kaupir 800 nýja bíla á þessu ári og vonast Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, til að þokkaleg staða verði síðla sumars í ferðaþjónustunni. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Steingrími að bókanir hafi byrjað að berast um og eftir páska. „Þetta fer hægt og rólega af stað og er í takt við okkar Lesa meira
Bólusettir Bandaríkjamenn fá að koma til Evrópu í sumar
PressanBandaríkjamenn, sem hafa lokið við bólusetningu gegn COVID-19, munu geta heimsótt aðildarríki ESB í sumar. Ursula von der Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar ESB, skýrði frá þessu í viðtali við The New York Times í gær. Hún sagðist ekki vita betur en að í Bandaríkjunum væru notuð bóluefni sem Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt til notkunar og það muni gefa Bandaríkjamönnum færi á að ferðast til aðildarríkja ESB. Hún Lesa meira