Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna
PressanÞað getur orðið erfiðara að heimsækja Barcelona í framtíðinni en það hefur verið fram að þessu. Ástæðan er að borgaryfirvöld hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að fækka ferðamönnum sem heimsækja borgina. New York Times skýrir frá þessu. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að gera leigumiðlunum á borð við Airbnb erfitt fyrir. Samkvæmt nýjum reglum Lesa meira
Telja að spá um endurreisn farþegaflugs rætist ekki vegna strangra aðgerða á landamærunum
EyjanBæði Isavia og Icelandair telja hættu á að spár um endurreisn farþegaflugs muni ekki rætast hér á landi vegna strangra aðgerða á landamærunum. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt nýrri spá IATA, Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sé gert ráð fyrir að farþegaflug innan Evrópu aukist um 75% og á milli Evrópu og Norður-Ameríku um 65% miðað við tölur ársins 2019. „Það Lesa meira
Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna
FréttirÞað stefnir í að heimsfaraldur kórónuveirunnar haldi áfram að gera ferðaþjónustunni hér á landi erfitt fyrir og að veturinn verði erfiður. Líklega koma færri erlendir ferðamenn til landsins í ár en spáð hafði verið. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í sumarbyrjun hafi greiningardeildir bankanna spá því að 600-800 þúsund erlendir ferðamenn myndu koma Lesa meira
Kanada opnar fyrir bólusetta útlendinga
PressanFrá og með gærdeginum getur fólk frá öllum heiminum komist inn í Kanada án þess að fara í sóttkví en þetta á þó aðeins við um þá sem eru bólusettir. Landið hefur að mestu verið lokað fyrir útlendingum síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. CBC skýrir frá þessu. Í ágúst voru landamærin opnuð fyrir nágrannana í Bandaríkjunum Lesa meira
Neyðast til að hafa vopnaða verði í Feneyjum vegna ágangs ferðamanna
PressanYfirvöld í Feneyjum hafa neyðst til að setja vopnaða verði við fjölmennustu ferjustaðina í borginni vegna mikils straums ferðamanna og takmarkana á fjölda farþega í hverri ferju. Ferðamenn hafa streymt til borgarinnar í sumar eftir magra mánuði vegna heimsfaraldursins. Ákveðnar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi í borginni en um leið er mikil ásókn í að komast með ferjum Lesa meira
Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn
EyjanEins og niðurstaða nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið sýna þá eru aðeins tæplega 20% landsmanna ánægð með að ferðamönnum sé farið að fjölga hér á landi á nýjan leik. 30% eru frekar ánægð með þetta en samanlagt þýðir þetta að um helmingur þjóðarinnar fagnar upprisu ferðaþjónustunnar. Niðurstöðurnar eru umfjöllunarefni Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, Lesa meira
Um helmingur landsmanna ánægður með fjölgun ferðamanna
EyjanFjölgun ferðamanna fellur um helmingi landsmanna vel í geð en rúmlega fjórðungur er óánægður með þessa þróun. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 29,5% landsmanna eru frekar ánægð með fjölgun erlendra ferðamanna og 19,5% eru mjög ánægð. Hvað varðar þá óánægðu þá eru 15,5% frekar óánægðir og Lesa meira
Bjóða ferðamenn velkomna til borgarinnar – Vilja þó alls ekki fá einn hóp þeirra
PressanÍ síðustu viku var slakað á sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar í Hollandi. Meðal annars var slakað á kröfum um notkun andlitsgríma. Eina stóra reglan sem enn er í gildi er að fólk á að halda eins og hálfs metra fjarlægð á milli sín. Þessar tilslakanir hafa í för með sér að nú geta ferðamenn aftur farið að streyma til landsins og Lesa meira
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnema sóttkví á landamærunum
EyjanÞann 6. apríl síðastliðinn var opnað fyrir komu bólusettra ferðamanna frá ríkjum utan EES/EFTA-svæðisins hingað til lands. Þeir ferðamenn sem eru bólusettir eða með vottorð um sýkingu fara í eina sýnatöku á landamærunum fram að næstu mánaðamótum. Óbólusettir ferðamenn frá EES/EFTA-ríkjum, nema þeir sem koma frá Grænlandi, þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu PCR-prófs, fara í tvær sýnatökur Lesa meira
120 milljarða tekjuaukning á milli ára – Spáir að 800 þúsund ferðamenn komi til landsins
EyjanLandsbankinn telur að erlendum ferðamönnum fjölgi um 67% á þessu ári miðað við síðasta ár. Gerir bankinn ráð fyrir að tekjur af ferðaþjónustu aukist um 120 milljarða á árinu, meðal annars vegna lengri dvalartíma ferðamanna. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að samkvæmt nýrri spá bankans sé reiknað með 800 þúsund ferðamönnum til Lesa meira